Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 33

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 33
MENNINGARMÁL Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri Jón Helgason, formaður stjómar Kirkjubajarstofu Hinn 4. september 1997 opnaði Guð- mundur Bjarnason umhverfisráðherra Kirkjubæjarstofu að viðstöddum mörgum gestum. Unnið hafði þá verið að stofnun hennar frá því á fyrri hluta ársins 1996, en segja má þó að hún hafi átt nokkuð lengri aðdraganda. Sveitimar milli Sanda, þ.e. Mýrdalssands og Skeiðarársands, voru um aldir eitthvert einangraðasta byggðarlag á landinu, þar sem íbúar þeirra áttu lengsta leið að sækja til verslunarstaðar yfir stórfljót og eyðisanda. Og þótt vegasamband hafi komist á í báðar áttir með tengingu hringvegarins árið 1974 þá er ennþá hvergi eins langt til næstu hafna og kaupstaða, auk þess sem það er afmarkað af eyðisöndum þar sem stórkost- legar náttúruhamfarir dynja yfir nærri fyrirvaralaust. Atvinnulíf og byggöarþróun Vegna þessara aðstæðna hefur atvinnulífið verið ein- hæft, fyrst og fremst sauðfjárrækt en einnig nokkur mjólkurframleiðsla. Samdráttur í landbúnaði hlaut því að bitna hart á byggðarlaginu. Árið 1987 lét Byggða- stofnun gera úttekt á ástandi og horfum á svæðinu og komu fram margar gagnlegar upplýsingar og ábendingar í skýrslu hennar. Þar má nefna þörf á nánara sambandi þáverandi sveitarfélaga og eflingu ferðaþjónustu. Árið 1990 voru sveitarfélögin fimm, sem höfðu verið í héraðinu í um það bil eina öld, sameinuð í Skaftár- hrepp. Undanfari sameiningarinnar hafði verið náin samvinna um skóla, heilsugæslu og á mörgum fleiri sviðum, nú varð héraðið ein heild. Stefnumörkun í feröaþjónustu Tveimur árum síðar var samþykkt stefnumörkun í ferðamálum fyrir sveitarfélagið. Þá var hafin mikil stækkun á hóteli Bæjar hf. á Kirkjubæjarklaustri og hjá nokkrum bændum í nágrenninu var ferðaþjónusta ört vaxandi. Brýn þörf var fyrir þær framkvæmdir til þess að geta tekið á móti sívaxandi fjölda ferðamanna, sem leggja leið sína um héraðið um sumarleyfistímann. En aukin fjárfesting, ónotuð aðra tíma ársins, og fækkandi störf í landbúnaði kölluðu á að leitað yrði leiða til að lengja nýtingartíma. Náttúrurannsóknarstöö á Kirkjubæjarklaustri Árið 1992 setti Freysteinn Sigurðsson, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, fram þá tillögu að komið yrði á fót náttúru- rannsóknarstöð á Kirkjubæjarklaustri. Þessa skoðun hefur hann ítrekað oft síðan. Rök hans eru þau að náttúran á þessu svæði sé „um marga hluti sérstök og um suma einstök". „Þessar aðstæður má meta svo að ærin ástæða sé til þess að setja á stofn sérstaka náttúrurannsóknarstöð í Skaftafellsþingi“, sem „væri haganlegast staðsett á Kirkjubæjarklaustri“. Sveitarstjórn Skaftárhrepps fylgdi tillögu Freysteins eftir og sendi umhverfisráðherra haustið 1995 erindi með beiðni um stofnun náttúrufræðiseturs á Kirkjubæjar- klaustri hið allra fyrsta. í svari umhverfisráðuneytisins er bent á að Skaftárhreppur geti gerst aðili að Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, sem þá var verið að stofna, en ekki gefið fyrirheit um aðra úrlausn. Skýrsla Rannsóknarráös, „Rannsóknir og feröaþjónusta“ í árslok 1995 birtist skýrsla Rannsóknarráðs Islands, „Rannsóknir og ferðaþjónusta á Islandi". Þar er gerð til- laga um þróunarstarf með áherslu á: • „Að styrkja með nútímalegri upplýsingamiðlun stöðu íslands sem náttúrulegs sýningarsvæðis í eldvirkni, jarðhita, jökulmyndunum og hnattrænum breytingum vegna þess hve auðsæ þessi einkenni eru. • Að kynna sérstæða menningu og sögu, sem er mótuð af sambúð þjóðarinnar við óblíð náttúruöfl og stór- brotið land.“ Þegar greinarhöfundi barst þessi skýrsla í hendur setti hann fram tillögu við framkvæmdastjóra Rannsóknar- ráðs íslands um þriggja ára tilrauna- og þróunarverkefni í ferðaþjónustu í Skaftárhreppi til að leggja Rannsóknar- ráði lið við að hrinda af stað þessu áhugaverða og brýna verkefni. Það hlytur að vera einstaklega vel við hæfi að 95

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.