Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 8
FORUSTUGREIN
Fjárhagsvandi sveitarfélaga í ljósi byggðar-
þróunar og annarra ytri aðstæðna
í árslok 1998 námu heildarskuldir sveitarfélaganna 43,3
milljörðum kr. sem er 109% af skatttekjum þeirra og
hækkuðu frá árinu áður um 2,9 milljarða. Á sama tíma
voru heildarskuldir ríkisins 229 milljarðar eða 150% af
skatttekjum þess. Skuldir sveitarfélaganna sem hlutfall af
skatttekjum stóðu í stað milli áranna 1997 og 1998 en
skuldir ríkisins sem hlutfall af skatttekjum lækkuðu um
23% á því tímabili. Rekstrargjöld sveitarfélaganna án fjár-
magnsgjalda námu 69% af skatttekjum þeirra árið 1992 en
83% á árinu 1998. Á sama árabiii hafa skuldir þeirra aukist
úr 86% í 109% af skatttekjum og fjármagnskostnaðurinn
vaxið jaínhliða.
Sá fjárhagsvandi sem við er að fást í sveitarfélögunum á
sér ýmsar skýringar. Ýmislegt mætti eflaust betur fara í
stjómun ijármála í einstökum sveitarfélögum eins og í öðr-
um rekstri, þar með talið rekstri ríkisins og stofhana þess.
Það væri samt sem áður mikil einfoldum að halda því fram
að orsakanna væri alfarið að leita í óábyrgri fjármálastjóm
sveitarstjórnarmanna. Þeir hafa á umliðnum misserum
vakið athygli á þeirri staðreynd að ýmsar skattalagabreyt-
ingar hafa leitt til þess að tekjur sveitarfélaga hafa orðið
minni en ella hefði orðið og nema þær fjárhæðir milljörð-
um króna árlega. Þá tekjuskerðingu hafa sveitarfélögin al-
mennt enn ekki fengið bætta þó að sérstök 700 millj. kr.
greiðsla til hlutaðeigandi sveitarfélaga í formi hækkunar
þjónustuframlaga jöfhunarsjóðs og íbúafækkunarframlaga
hafi farið fram í lok síðasta árs. Jafnhliða tekjuskerðing-
unni hefur sveitarfélögunum verið gert að ráðast í stór-
felldar framkvæmdir og ljúka þeim innan tilskilins frests
eins og einsetningu gmnnskólans og frágang ffáveitna.
Miklir fólksflutningar frá landsbyggðinni til höfuðborg-
arsvæðisins á síðustu ámm eiga mjög stóran þátt í erfiðri
fjárhagsstöðu ýmissa sveitarfélaga. Árlega hafa að undan-
fömu um 2100 fleiri íbúar flutt til höfuðborgarsvæðisins en
frá því. Miðað við meðalútsvarstekjur sveitarfélaga er
tekjutilfærsla milli sveitarfélaga af útsvarinu einu saman
því um 260 millj. kr. á hverju ári. í 27 þéttbýlissveitarfé-
lögum og sveitarfélögum með blandaða byggð fækkaði
íbúum að meðaltali um 6% á sl. þremur ámm og í 20 sveit-
arfélögum hefur íbúum fækkað um nálægt 20% á sama
tíma. Umrædd sveitarfélög hafa tapað miklum tekjum en
engan veginn getað dregið saman rekstur sinn og þjónustu
að sama skapi. Til að geta tekið við fólki utan af landi hafa
flest sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurft að ráðast í
mikla fjárfestingu við þjónustustofnanir og mannvirkja-
gerð, sem m.a. er fjármögnuð með lántökum.
Þegar horft er til þess hvemig sveitarfélög geta bragðist
við þeim fjárhagsvanda sem þau standa nú frammi fyrir
eða fýrirsjáanlegur er ef ekkert er að gert er meginmunur á
því hvort íbúum þeirra fer fækkandi eða fjölgandi. Mjög
víða úti á landi geta sveitarfélög tekið við fleiri íbúum án
þess að þurfa að ráðast í aukinn rekstur, ffamkvæmdir eða
þjónustuuppbyggingu. íbúafjölgun í þeim sveitarfélögum
hefði í för með sér beina hækkun útsvarstekna og myndi
auk þess í flestum tilvikum styrkja annan rekstur þeirra og
bæta fjárhaginn. Jafhffamt myndi draga úr þenslunni á höf-
uðborgarsvæðinu sem reynist sveitarfélögunum þar dýr-
keypt. Til lengri tíma litið er fjárhagslegt umhveríi sveitar-
félaga á því svæði þó allt annað og árleg tekjuaukning
þeirra samhliða íbúaljölguninni gerir þeim mun betur kleift
að standa undir sínum skuldbindingum.
Verði ekki lát á flutningi fólks utan af landi til höfuð-
borgarsvæðisins mun fjárhagur sveitarfélaga á landsbyggð-
inni halda áffarn að versna og hann kann að verða vand-
leystur nema sérstakar aðgerðir komi til. Það verður eitt
erfiðasta viðfangsefni þeirrar nefndar sem nú vinnur að
endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga með tilliti til lög-
bundinna verkefna þeirra að treysta til ffambúðar fjárhag
þeirra sveitarfélaga sem virðast föst í vítahring íbúafækk-
unar, nema aðstæður breytist vemlega frá því sem nú er.
Ef þær aðstæður breytast ekki er viðfangsefnið í raun
byggðapólitískt og þarf þá að takast til meðferðar og koma
til úrlausnar sem slíkt.
í ljósi þróunarinnar í fjármálum sveitarfélaganna og erf-
iðrar fjárhagsstöðu þeirra almennt er ekki annars að vænta
en að tillögur endurskoðunamefndar tekjustofnalaganna
hljóti góðar undirtektir og komist fljótt til framkvæmda.
Sveitarfélögin gegna sífellt þýðinganneira hlutverki í ffam-
kvæmd opinberrar umsýslu og þau þurfa að hafa eðlilegan
og réttan fjárhagslegan gmndvöll til að geta sinnt því verk-
efhi. Erfið fjárhagsstaða sveitarfélaganna nú er ekki einka-
mál sveitarstjómarmanna enda ræðst fjárhagsleg afkoma
þeirra að stómm hluta af ákvörðunum og aðstæðum sem
þeir hafa ekki vald á.
Þórður Skúlason
2