Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 10
KYNNING SVEITARFÉ LAGA Uppdrátturinn sýnir hvar Borgarfjarðarsveit liggur frá fjöru til fjalls í hjarta Borgarfjarðarhéraðs. Hrepparnir sem mynduðu sveitina með sameiningu hinn 7. júní 1998 voru Andakílshreppur nr. 3505, Lundarreykjadalshreppur nr. 3507, Reykholtsdalshreppur nr. 3508 og Hálsahreppur nr. 3509. Nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfj arðarsveit Að styrkja innviðina - og efla byggð Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri j sumarbyrjun 1998 eða hinn 7. júní það ár varð til nýtt sameinað sveitarfélag í Borgarfirði norðan Skarðs- heiðar; það varð til þegar fyrrum Ijórir hreppar, þ.e. Andakíls-, Lundarreykjadals-, Reykholtsdals- og Hálsa- hreppur, sameinuðust í eitt sveitarfélag. A þeim tímamótum voru sveitarstjómarkosningar að baki, svo og kosningar um sameininguna og gott og far- sælt starf sameiningamefndar. í lokaorðum með tillögum er sú nefnd skilaði segir m.a.: „Auknar kröfúr eru gerðar til sveitarfélaga um þjón- ustu og ljóst að í framtíðinni verða verkefni áfram flutt frá ríki til sveitarfélaga. Til þess að þau geti tekið við þessum verkefnum og sinnt þeirri þjónustu, sem nauðsynleg er hveijum íbúa, þarf að styrkja innviði þeirra.“ Og ennfremur: „Eftir ítarlega skoðun á málefnum sveitarfélaganna, rekstri og fjárhagsstöðu þeirra er það niðurstaða samein- ingamefndarinnar að kostir sameiningar séu mun fleiri en ókostir. Ljóst var í upphafi að íbúaþróun árin fyrir sameiningu var neikvæð og því nauðsyn brýn á styrkingu innviða samfélagsins.“ Meðal fyrstu verkefha var að skipa i nefndir, vinna að samþykktum um stjóm og fundarsköp sveitarfélagsins, gefa því nafn og ráða sveitarstjóra. Borgarfjarðarsveit er nafn sveitarfélagsins og Þómnn Gestsdóttir er sveitar- stjóri. Hreppsnefnd skipa fimm kjörnir fulltrúar og nefndir sveitarfélagsins em átta auk svæðis- og héraðs- nefndar og nefnda sem skipað er í samkvæmt lögum. Borgarfjarðarsveit er í byggðasamlagi ásamt Skorradals- 4

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.