Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 24
MENNINGARMÁL Bókaskápar á brautum sem tekið geta a.m.k. 16 þús. bindi bóka. Myndin til hægri: Unnið við að innrétta Snorrastofu. ið og Snorrastofa gerðu með sér á dögunum. Samvinna viö Landsbóka- safn íslands - Háskóla- bókasafn Búið er að koma stórum hluta bókakosts Snorrastofu fyrir í kjall- ara hinnar nýju byggingar, en hluti bókanna er í geymslu hjá Safhahúsi Borgarfjarðar. Settir hafa verið upp sérstakir skápar á brautum, sem tek- ið geta að minnsta kosti 16 þús. bindi. Með þeim bókum, sem okkur hafa borist, er kominn örlítill visir að þeirri aðstöðu sem menn eiga að venjast við Stofnun Áma Magnús- sonar á íslandi og systurstofnun hennar í Kaupmannahöfn, þar sem ffæðimenn hafa við störf sín allt það sem mestu varðar í seilingarfjar- lægð. Allir sem fengist hafa við rannsóknir á þessum stöðum vita hvaða þýðingu það hefur að geta tekið góðar vinnutamir þar sem öll aðstaða er hin ákjósanlegasta. Steffit er að náinni samvinnu við Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn, ekki síst vegna þeirra áforma að nota gamla skólahúsið í Reykholti fyrir varaeintök safnsins. Fengist hefiir umtalsvert Qármagn til enduruppbyggingar hússins, en það á að standast allar þær öryggis- kröfúr sem gerðar em til bókasafha nútímans. Á vegum Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns verður bóksafhsfræðingur að starfi í Reyk- holti og mjög líklega verður um að ræða samvinnu safnsins og Snorra- stofu varðandi bókavörslu í framtíð- inni, t.d. með samnýtingu á starfs- kröftum. Um það hafa þegar verið hafhar viðræður. Lokaorö Þess ber að geta að nánast allur bókakostur Snorrastofu er til kom- inn vegna höfðingsskapar fjöl- margra aðila. Þessar bækur em þeg- ar famar að nýtast við rannsóknir og við undirbúning á sýningum. Stærsta verkefnið framundan er þátttaka Snorrastofu í útvíkkun þeirra fomleifarannsókna sem eiga sér stað í Reykholti á vegum Þjóð- minjasafnsins. Markmiðið er að gera þær fjölfaglegar og afla þannig nýrrar vitneskju um staðinn Reyk- holt, ekki síst á 13. öld. Þá nýttist bókakosturinn vel við undirbúning sérstakrar sýningar um Jón Helga- son, textaffæðing, skáld og prófess- or í Kaupmannahöfn, sem komið var upp sl. sumar í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi. Eins og sjá má er Snorrastofa með eitt og annað á sínum snæmm. Stofhunin hefur starfað með fúllum dampi siðan í byrjun september 1998 þegar forstöðumaður var ráð- inn og komið var upp skrifstofu til bráðabirgða í húsnæði gamla Hér- aðsskólans. En það er öldungis ljóst að stofnunin mun fyrst komast á vemlegan skrið þegar flutt verður í hið nýja húsnæði nú í vor. í sam- bandi við þá opnun höfúm við sem vinnum að uppbyggingu Snorra- stofu orðið vör við mikinn áhuga, bæði innanlands og erlendis, og er því ástæða til bjartsýni um framtíð Snorrastofú.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.