Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 26

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 26
MENNINGARMAL Saga, menning, munaður: nýbreytni í ferðaþjónustu Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetursins á Hvobvelli: Einar Ólafur Sveinsson hafði ein- hvem tíma á orði að þeim sem læsu Njálu væri hollt að nota iljamar til hjálpar við lesturinn. Með þeim orð- um vildi Einar Ólafur benda fólki á að fara á vettvang og skoða þá staði sem Brennunjálssaga gerist á. Vett- vangskönnun af þessu tagi væri lík- leg til að auðga og dýpka skilning lesenda á þessu stórbrotna meistara- verki islenskra miðaldabókmennta. A undanförnum mánuðum hefur mér oft orðið hugsað til umræddra orða Einars Ólafs. Eftir að hafa sjálfur búið á Njáluslóð í hálft ár er ég farinn að skynja töffa sögunnar á annan og mun sterkari hátt en áður. Mér finnst ég hafa áttað mig enn betur á því hversu stóru hlutverki landslagið, sögusviðið, gegnir í þessari merku bók. Brennunjálssaga gerist að miklu leyti í Rangárþingi. Öll þekktustu ömefni sögunnar er að finna í næsta nágrenni byggðarinnar á Hvolsvelli. Þess vegna lá beint við, þegar menn fóru að huga að því að auðvelda gestum að kynna sér sögusvið Njálu, að því starfi væri stýrt frá Hvolsvelli. Þar var fyrir nokkrum árum komið á fót myndarlegri sýn- ingu um lifnaðarhætti og tíðaranda víkingaaldar, auk þess sem hluti sýningarinnar er helgaður efni Brennunjálssögu. Sýningin, sem fékk heitið A Njáluslóð, var síðar flutt í annað og stærra húsnæði, þar sem hún nýtur sín betur en áður. Auk Njálusýningarinnar var í þessu sama húsnæði sett á laggimar Kaup- félagssafn, þar sem gestir eiga þess kost að kynna sér verslunarsögu héraðsins frá aldamótum á lifandi hátt. Þessu til viðbótar hefur í sama húsi verið komið fyrir forvitnilegri veiðisýningu, þar sem eru sýndir munir úr eigu norska fluguhnýting- arsnillingsins Analíusar Haagaags. Og síðast en ekki síst var svo smíð- aður 100 manna veisluskáli í fom- um stíl, sem fékk heitið Sögu- skálinn, og er stílfærð eftirlíking af langhúsi frá miðöldum. Allt þetta er að finna í myndarlegum húsakynn- um Sögusetursins, sem hefúr verið valinn staður í útjaðri þéttbýlisins á Hvolsvelli, við veginn inn í Fljóts- hlíð. Þar er ennfremur upplýsinga- Greinarhöfundur, Arthúr Björgvin Bollason, við málverk Sigurjóns Jóhannssonar af Njálsbrennu. 20

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.