Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 27

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 27
MENNINGARMAL miðstöð fyrir ferðamenn. Þessi upptalning gefur nokkra vísbendingu um þá fjölþættu starf- semi sem fram fer í Sögusetrinu. Fyrir utan sýningarnar sem áður voru taldar hefur Sögusetrið boðið gestum að njóta leiðsagnar sérffóðra manna um nokkra helstu sögustaði Njálu. Þar er einkum um að ræða stuttar ferðir, u.þ.b. 2 1/2-3 klst. fyrir hópa, þar sem farið er hjá Hofsbæjunum upp að Keldum, staldrað við hjá Gunnarssteini á bökkum Rangár, ekið yfir ána á vaði og haldið áfram - reiðleiðina frá tímum Njálu - niður Vatnsdal, að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Eftir að hafa tafið um stund á Hlíðarenda er svo haldið að Rauðaskriðum og Gunnarshólma og þaðan aftur á Hvolsvöll, en stundum er hringurinn stækkaður og farið niður í Landeyj- ar, að Bergþórshvoli. í vetur hafa fannfergi og erfið færð valdið því að farið hefur verið með gesti í enn styttri ferð, þar sem skoðaðir hafa verið sögustaðir í Fljótshlíð og á Markarfljótsaurum. Þessi litli hring- ur hefiir ekki tekið nema u.þ.b. eina og hálfa klukkustund, sem oft hefur verið ærið nóg, þegar grimmir vind- ar hafa geisað á svæðinu. Það getur Tröllaskógarnælan, sllfurnæla frá tíma Njáls sögu, fannst í rústum eyðibýlisins Tröllaskóga, en sá bær kemur við sögu í Njálu. Nælan er í Þjóðminjasafni. Gísli B. Björnsson hafði næluna tll hllðsjónar þegar hann teiknaði merki Söguseturs- ins. Ljósmynd: (var Bryjólfsson. reyndar verið áhrifamikið að fara þennan stutta hring á sögustaði Njálu í misjöfnum vetrarveðrum. Slík ferð er til þess fallin að veita mönnum óvenjulega innsýn í líf þeirra sem ólu manninn á þessum slóðum við misjafnan kost á sögu- öld. Það er reyndar ekki aðeins ná- lægðin við hetjur Brennunjálssögu sem gerir þessar ferðir bæði heill- andi og áhugaverðar. Mér er til efs að nokkurs staðar sé á jafn skömm- um tíma unnt að fá jafn góða innsýn í átök feðra okkar við eyðingaröflin á liðnum öldum. Hér kynnist fólk ekki aðeins eyðingarmætti sand- bylja og öskufalls úr Heklugosum, heldur líka þeim opnu sárum sem beljandi vatnsföll hafa skilið eftir sig í ásjónu landsins. Og mitt á milli eldfjallsins og vatnanna verða menn jafnframt vitni að ódrepandi seiglu og viðleitni þjóðarinnar til að spoma við eyðingunni með því að rækta skóg. Þannig má segja að ferðirnar um sögustaði Njálu séu ekki aðeins til þess fallnar að auðga og dýpka skilning ferðalanga á einu merkasta bókmenntaverki íslendinga, heldur veita þær jafhffamt lifandi innsýn í mikilsverða þætti íslenskrar þjóðar- sögu. Og fyrir hópa sem vilja njóta ferðarinnar á Njáluslóðir til fulls er Skarphéðlnn á ísnum, málverk eftlr Otto Bache, Llstasafn íslands.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.