Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 29
MENNINGARMÁL Stjórnvöld styðji veglega starfsemi áhugaleikfélaga Á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldinn var í félags- heimilinu Hvoli á Hvolsvelli 15. og 16. maí sl., var gerð svofelld álykt- un: „Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga lýsir yfir þungum áhyggj- um sínum vegna bágrar ijárhags- stöðu aðildarfélaganna. Örfá sveit- arfélög hafa af ffamsýni og myndar- skap stutt starfsemi leikfélaga sinna en hjá mörgum sveitarstjómum ríkir skilningsleysi á mikilvægi starfsem- innar. Um leið og rætt er um nauðsyn jafnvægis í byggð landsins og hve stór þáttur menning sé í þeirri ákvörðun fólks hvar það vilji búa em styrkir til starfseminnar aðeins hækkaðir til að halda í horfinu en ekki til að gera félögunum kleift að starfa af þeirri reisn sem þau geta og vilja. Á sama hátt hefur æ meira borið á að rótgróin félög hafa verið svipt starfsaðstöðu sinni og það án til- rauna til úrbóta. Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga fer ffam á að stjómvöld í landsstjóm sem og í sveitarstjómum sýni vilja sinn til byggðajafhvægis í verki með því að styðja veglega við það mikla menningarafl sem í áhugaleikfélögunum býr.“ Menningarstefna Bandalags íslenskra leikfélaga Hér fer á eftir menningarstefna sem stjóm Bandalags íslenskra leik- félaga hefúr samþykkt: „Blómleg starfsemi og fjöldi leik- félaga hér á landi vitnar um að áhugaleiklistin er almenningseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu, nýtir ffítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist. Bandalag íslenskra leikfé- laga vill vinna að þróun og eflingu leiklistar með því: • að stuðla að uppbyggingu leik- listarstarfs í öllum byggðarlög- um. • að gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni og skapa því aðstöðu til að þroskast í menningarlegu og faglegu tilliti. • að hvetja til þess að leikrænni tjáningu verði beitt í auknum mæli í grunnskólum landsins sem leið til að ná þeim mark- miðum sem sett eru í aðal- námsskrá grunnskóla. • að hvetja skólayfirvöld til að sinna markvissu leiklistarupp- eldi í skólum landsins og að leiklistarkennsla verði fastur þáttur i skólastarfi. • að starfa með atvinnufólki að því markmiði að leiklistinni verði ætið tryggð þroskavæn- leg skilyrði. • að stuðla að samskiptum og samvinnu á norrænum og al- þjóðlegum vettvangi.“ Hinn 5. janúar sl. var undirritaður þríhliða samningur milli mennta- málaráðuneytisins, Hafnarfjarðar- bæjar og Hafnarfjarðarleikhússins sem styrkir mjög rekstur og ffamtíð leikhúss í Hafnarfirði. Samningur- inn er til þriggja ára og felur í sér 10 milljón króna fjárupphæð á ári frá ráðuneytinu og 11 milljónir króna frá Haftiarfirði. Á móti tekur Hafh- arfjarðarleikhúsið að sér að annast atvinnuleiklistar- og menningar- starfsemi í Hafnarfirði og að setja • að stuðla að auknu samstarfí listgreina. • að taka þátt í og hafa áhrif á þá þróun sem á sér stað í fjöl- miðlaheiminum. • að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með sam- starfi og í samneyti við annað fólk.“ upp að minnsta kosti 2-3 leiklistar- sýningar á hverju leikári. Er stefnt að því að ein sýning á ári sé sérstak- lega ætluð bömum. Eins og fyrr mun Hafnarfjarðar- leikhúsið leggja áherslu á uppsetn- ingu íslenskra leikverka og leik- gerða á innlendum og erlendum skáldverkum sem og sígild verk. Marín Hrafnsdóttir, menningar- fulltrúi Hafnarf/arðar Samningur menntamálaráðuneytisins og Hafnarflarðarleikhússins Hermóðar og Háðvarar 23

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.