Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 30
MENNINGARMAL Samstarf ríkis og Akureyrar um menningarmál Ingóljur Armannsson menningarjulltrúi Hinn 17. febrúar sl. var undirrit- aður samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningar- mál á Akureyri. Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf á Akureyri með því að beina stuðningi ríkis og Akureyr- arbæjar við slíkt starf í einn farveg og auka um leið áhrif bæjaryfir- valda á forgangsröðun verkefna á sviði menningarmála. Aðdragandi þessa samnings er orðinn nokkuð langur. Má rekja hann aftur til 1990 þegar Akureyrar- bær fór þess á leit við útibú Byggðastofnunar á Akureyri að þar yrði unninn upp samanburður á framlögum til menningarmála á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á Eyjafjarðarsvæðinu hins vegar. Sá samanburður staðfesti að fram- lög til svæða utan höfuðborgar- svæðisins voru margfalt minni á hvem íbúa en til höfuðborgarsvæð- isins. Þar munar að sjálfsögðu mest um að nánast allar menningarstofh- anir sem reknar em af ríkinu og eiga að þjóna öllu landinu em í Reykja- vík. í framhaldi af þessum athugunum vom teknar upp viðræður við full- trúa menntamálaráðuneytis um hugsanlegar leiðir til að auka ljár- magn frá ríkissjóði til menningar- mála á Akureyri. Einnig var kannað hvort grundvöllur væri fyrir að Byggðastofnun kæmi að málinu sem byggðamáli. Þegar samþykkt voru lög um reynslusveitarfélög sótti Akureyrar- bær um að menningarmál yrðu einn þáttur í verkefnum bæjarins sem reynslusveitarfélags. í framhaldi af því var undirritaður samningur 20. apríl 1996 við menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti um reynslu- sveitarfélagsverkefni um menning- armál. Sá samningur náði yfir tíma- bilið 1996 til 1999. Það er síðan á grundvelli reynsl- unnar af þeim samningi sem gerður var nýr samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningar- mál á Akureyri tímabilið 2000-2002. Sá samningur var síðan undirritaður hinn 17. febrúar eins og áður greinir. Samningurinn gerir ráð fyrir stig- hækkandi framlögum úr ríkissjóði þannig að í ár er framlagið 41,3 millj. kr., verður 52 millj. kr. árið 2001 og 64 millj. kr. árið 2002. í þessum samningi er bæjarfélag- inu ætlað að leggja fram að minnsta kosti jafnmikið fé til málaflokksins á hverjum tíma. Þar eru einnig ákvæði um að auglýst sé opinber- lega eftir umsóknum um styrki og síðan séu gerðir skriflegir samning- ar um gagnkvæmar skyldur bæjar- ins og styrkhafa gagnvart þvi verk- efni sem hlýtur styrk. I samningun- um skulu koma ffam markmið verk- efna og hvaða mælikvarðar verða lagðir til grundvallar þegar árangur þeirra verður metinn. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir viðræðum milli aðila um ein- stök verkefni sem eru í athugun, eins og byggingu menningarhúss, stofnkostnað vegna prentskilasafns á Amtsbókasafni, Iðnminjasafn og verkefhi tengt Gásakaupstað hinum foma. Þessi samningur við ríkið auð- veldar Akureyrarbæ að byggja upp markvissa þjónustu í þessum mála- flokki. Nú er unnið að stefnumótun í menningarmálum hjá Akureyrar- bæ og stefht að því að tillögur liggi fyrir með vorinu. f könnunum sem birtar hafa verið nýlega um óskir fólks í sambandi við búsetu kemur ffarn að óskir um fjölbreytt tilboð á sviði lista og menningar em ætíð mjög ofarlega á forgangslista þeirra sem spurðir em. Það styður þau sjónannið að nauð- synlegt sé að hafa þennan málaflokk ofarlega á lista í allri umræðu og ákvarðanatöku um byggðamál á næstunni. Á sl. ári ákvað stjórn Byggðastofnunar, í framhaldi af ósk menntamálaráðherra, að stofna til embættis menningarráðgjafa á þró- unarsviði stofnunarinnar og einnig að leggja nokkurt fé til atvinnuþró- unarfélaga landshlutanna sem væri eymamerkt menningamiálum. Von- andi verða þessi fýrstu skref vísir að viðurkenningu stjómvalda á mikil- vægi lista- og menningar í þróun byggðar hér á landi næstu árin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.