Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 34
MENNINGARMÁL
legri uppbyggingu má nefna áætlan-
ir ríkisstjórnar Nýfundnalands og
Labrador (Government of New-
foundland and Labrador, 1992) og
áætlun i menningarmálum fyrir Ir-
land 1999-2001 (The Arts Council,
1999). Það er athyglivert að skoða
áætlanir þessara grannþjóða okkar
og velta því fyrir sér hvort við get-
um eitthvað af þeim lært og enn-
fremur hvort íslenskir aðilar ættu að
sækjast eftir meira samstarfi við
starfssystkin sin í menningarmálum
á þessum svæðum.
Menningarmál falla í áætlun Ný-
fundnalands og Labrador undir ný
sóknarfæri og eru tengd áætlunum
um uppbyggingu ferðaþjónustu. Al-
menn markmið og yfirlýsingar í
þessum gögnum gætu eins átt við
Island og Nýfundnaland og Labra-
dor. Til dæmis fullyrðingar um að
náttúrufegurð, ósnortið land, ríkuleg
menningararfleifð, hæfileikaríkir
íbúar svæðisins og lífsstíll þeirra séu
vannýtt og vanmetin auðlind sem
gestir hvaðanæva að vildu gjarnan
eiga aðgang að. Áætlunin felur í sér
21 aðgerð til framkvæmda til þess
að ná því markmiði að gera svæðið
að einu helsta menningar- og ferða-
þjónustusvæði Norður-Ameríku.
Þegar þessar aðgerðir eru skoðaðar
má sjá að þar er rík áhersla lögð á
að einfalda stjórnskipun mála-
flokksins með því að sameina undir
eitt ráðuneyti ferðaþjónustu, menn-
ingarminjar, listir, útivist og hand-
verk og samhæfa aðgerðir í þessum
málaflokkum. Boðuð var langtíma-
áætlun unnin í samvinnu aðila úr
ferðaþjónustu, menningarmálum,
umhverfismálum og afþreyingariðn-
aði.
Áherslan á menningarmál hafði
það að leiðarljósi að auka menning-
arstarf og arðsemi þess og gengið
var út frá að ferðaþjónusta og menn-
ingarstarfsemi séu atvinnugreinar
sem styðji hvor aðra. Sérstök
áhersla var lögð á menningarvið-
burði allan ársins hring og þá eink-
um að nýta sögu svæðisins í þessu
skyni. Einnig að skilgreina sögu-
slóðir sem menningaráfangastaði og
byggja þar upp aðstöðu fyrir ferða-
fólk. Listmenntun átti einnig að efla
og byggja upp menningarmiðstöðv-
ar, s.s. söfn, sýningarsali og aðstöðu
til flutnings tónlistar, leiklistar og
dans. Hluti af þessum fyrirætlunum
voru að fá aðilum í heimabyggð
meira forræði yfir menningarstofn-
unum á sínu starfssvæði (Govem-
ment of Newfoundland and
Labrador, 1992).
Við fyrstu sýn virðist þetta í meg-
indráttum hafa gengið eftir. Á
heimasíðu ríkisstjómar Nýfundna-
lands og Labrador er að finna allar
fréttatilkynningar frá ráðuneyti
menningarmála og ferðaþjónustu
síðustu fjögur ár. Þær bera vott um
að fé hafi verið varið til uppbygg-
ingar aðstöðu og til rekstrar og
kynningar listviðburða og menning-
arstarfs undanfarin ár - það er að
fjárfest hafi verið í menningarmál-
um sem undirstöðugrein fyrir ferða-
þjónustuna. Þessi uppbygging hefúr
svo skilað sér til dæmis í alþjóðleg-
um viðurkenningum til aðila í
menningartengdri ferðaþjónustu og
síðast en ekki síst auknum ferða-
mannastraumi og auknum tekjum
(Govemment of Newfoundland and
Labrador, 1999). Þróunin hefúr tví-
mælalaust verið jákvæð fyrir efna-
hagslíf svæðisins, en þeirri spurn-
ingu er ósvarað hvort og þá með
hvaða hætti þessar tekjur hafi mnn-
ið til menningarmála.
Irar hafa skilgreint viðfangsefnið
með öðmm hætti, listir em þar sjálf-
stæður atvinnuvegur og skipulags-
lega heyrir málaflokkurinn undir
The Arts Council. Nú er í gildi önn-
ur heildaráætlunin um málaflokk-
inn, The Arts Plan 1999-2001 - en
þar er lögð rík áhersla á menningu
og listir sem þátt í nýtingu þess
ávinnings sem orðið hefur í efna-
hagsmálum á undanförnum árum.
Þar er bent á þá miklu landkynningu
sem írsk menning og listir hefur
verið í áranna rás og árangur lista-
inanna í markaðssetningu t.d. tón-
listar og danshefðar erlendis sem og
innanlands. Ávinningur ferðaþjón-
ustunnar í þessu tilliti er rakinn en
megináhersla lögð á nauðsyn þess
að renna styrkum stoðum undir
menningarstarf á þrennum vígstöðv-
um: sem atvinnugrein, sem áhuga-
mál og lífsfylling almennings og
sem fræðasvið og námsgrein á öll-
um skóla- og fræðslustigum. Meg-
inmarkmið áætlunarinnar er að há-
marka árangur írskra listamanna og
ávaxta með því hina brýnu og tíma-
bæru langtímafjárfestingu í listum
og menningu.
Þær forsendur sem áætlunin er
byggð á eru: spá um aukinn hag-
vöxt, tækninýjungar, einkum á sviði
samskipta, Evrópumál, utanríkismál
almennt, breytingar í opinberri
stjórnsýslu, svæðisbundin þróun í
menningarmálum og þróun í list-
heiminum. Þau leiðarminni sem
komu ffam í útttektinni sem áætlun-
in byggir á voru: staða listafólks,
fjármagn og aðstaða, jafnvægi milli
landsins í heild og einstakra svæða í
menningarmálum, listmenntun, frá
fjárveitingu til fjárfestingar, aðgengi
að menningu og tækni eða nýir
miðlar.
Það er athyglisvert að The Arts
Plan 1999-2001 er byggð á ræki-
legri úttekt á fyrri áætlun og árangri
hennar. Virt ráðgjafarfyrirtæki tók
stöðuna út og ný áætlun tók mið af
þeim niðurstöðum, enda er gert ráð
fyrir að ferli áætlanagerðar og end-
urmats sé langtímaverkefni. Fyrsta
áætlunin sem tók til áranna
1995-1998 leiddi til mikils vaxtar á
þessu sviði, enda tvöfolduðust ríkis-
framlög til lista á tímabilinu. Þrátt
fyrir þessa miklu aukningu reyndist
einungis unnt að styðja um þriðjung
verðugra verkefna sem sótt var um
til The Arts Council. í ljósi reynsl-
unnar tók ráðið upp breytta stefnu
og starfshætti; í núverandi áætlun
skilgreinir ráðið sig sem þróunar-
svið menningar og lista fremur en
einungis úthlutunaraðila opinberra
28