Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 42
ALMENNINGSBÓKASÖFN Amtsbókasafnið í Stykkishólmi. þaðan víðsýni mikið. Mikil flagg- stöng var reist upp úr vörðunni og blakti þar ávallt fáni er kaupskip komu til Stykkishólms. Að njóta út- sýnis úr vörðunni kostaði 25 aura og hafði þannig safnast þetta fé.“ Það var upplyfting fyrir safnið að kom- ast í nýja húsið og því fylgdi nokk- urt blómaskeið. Nefna má að árið 1910 heimsótti bresk kona, íslands- vinurinn Bertha Phillpotts, safnið og leist vel á. Að henni látinni barst safninu hluti bóka hennar að gjöf. Árið 1905 gerðist Baldvin Berg- vinsson Bárðdal bókavörður í hinni nýju bókhlöðu. Ýmis gögn hafa varðveist um störf Baldvins. Hann ritaði t.d. athugasemdir í reikninga- bók safnsins sem segja sína sögu um notkun á því. Oft kvartar hann yfir því að bæj- arbúar sniðgangi þann andans auð sem safnið geymir en í árslok 1911 segir hann þó að „lestrarfýsn al- mennings virðist stórum vaxa“. Um áramótin 1907-1908 er honum þetta efst í huga: „Það er stór blygðun fyrir bæjarbúa, að eiga annan eins andans sjóð og þann sem þeir eiga í bænum, og kunna ekki að hagnýta sér hann. Hversu mikill munur væri það fyrir unga menn, að hagnýta sjer vel safnið, og nota vel góðan lestrarsal, eða hitt að eyða timanum í rangl og spil og fleira óuppbyggi- legt.“ Jón Runólfsson sýsluskrifari gegndi starfi bókavarðar árin 1920-1928. Þá tók við Jósep Hjalta- lín Jónsson. Árið 1941 kom að safn- inu Þorleifúr Jóhannesson og 1950 kom til starfa Jóhann Rafnsson. Sinnti hann starfmu við erfiðar að- stæður og beitti sér fyrir umbótum í safnamálum. Gamla bókhlaðan var aflögð árið 1949 og undirbúningur hafinn að byggingu nýrrar. Safnið var í bráða- birgðahúsnæði í meira en áratug. Ný bókhlaða var tekin í notkun árið 1965. Camilla Kristjánsdóttir gegndi þá starfi bókavarðar allt til ársins 1976. Þá tók Víkingur Jó- hannsson við og starfaði til 1985, en hann lést á því ári. Tvíþætt hlutverk Amtsbókasafnið í Stykkishólmi er talsvert stærra en bókasöfn í hlið- stæðum sveitarfélögum. Ástæðan fyrir því er bæði aldur safnsins og það að allt til ársins 1975 naut safn- ið prentskila. Eitt eintak af öllu prentuðu máli barst saffiinu. Aldrei tókst að vinna úr öllu því efni né ganga frá því til geymslu enda hvorki til þess nægur vinnukraftur né húsnæði. Margt bíður enn frá- gangs. Safnið á þvi við sérstakan vanda að glíma og segja má að það sé í raun tviþætt. Annars vegar er gamli safnkosturinn sem þarf sér- stakan aðbúnað og varðveislu og hins vegar almenningsbókasafn, sem auðvitað lýtur allt öðrum lög- málum og á að hafa nútímalegan og hreyfanlegan safnkost. Átök eru á milli þessarra þátta um peninga, pláss og vinnukraft. Ljóst er að gamla safnið verður í framtíðinni að skoðast sem sérdeild með eigin fjár- veitingu. Safnkostur Ekki er hægt að nefna marktækar tölur um safnkost. Safnkostur í út- lánasal er tölvuskráður en eldra efhi er enn á spjaldskrá. Elstu bækur safnsins svo og geymsluefni er að hluta til skráð einfaldri skráningu. Hluti geymsluefnis á heima á skjalasafni og er það brýnt að stofn- að verði skjalasafn fyrir Stykkis- hólm og nágrenni hið fyrsta. Fyrir- spurnir um skjalagögn eru mjög margar og ekki hægt að svara þeim við núverandi aðstæður. Starfsemi Við safnið vinna nú tveir starfs- menn í 1,5 stöðugildum. Opið er 20 tíma á viku, nema mánuðina júni - ágúst, þá er aðeins opið 8 tima á 36

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.