Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 43

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 43
ALMENNINGSBOKASOFN viku. Safnið er rekið af Stykkis- hólmsbæ og þjónar íbúum Stykkis- hólms. Fimm manna safnanefnd fer með málefni safnsins og hefúr sýnt þeim mikinn áhuga. Formaður safnanefndar er nú Guðrún A. Gunnarsdóttir. Arleg útlán á íbúa eru um 9 og hafa verið nokkuð stöðug síðustu 10 ár. Heldur þokast útlánatölur upp á við og er það vel. Reyndar er það undrunar- og ánægjuefni að enn skuli fólk lesa jafn mikið og raun ber vitni. Útlánatölur hafa lengst af verið mælikvarðinn á starfsemi bókasafha. Ýmis önnur þjónusta fer nú ört vaxandi svo sem upplýsingaþjón- usta og heimildaleit. Auknar kröfúr eru gerðar til safna um skjóta og góða þjónustu. Til þess að mæta þeim kröfum þarf að auka við starfslið, mennta það og tæknivæða söfnin. Farið er að mæla þjónustu safnanna í aukn- um mæli enda nauðsynlegt að sýna fram á breyttar áherslur í starfsemi. Einnig má nefna að notkun gagna inni á söfnum er meiri en nokkum órar fyrir og sjaldnast er sú notkun skráð. Tölvuvæðing er að gjörbreyta öllu safnastarfi. Góð samvinna safna er mikil- vægari en nokkru sinni fyrr. Ekki er nóg að vita hvar gögnin eru; það verður að vera hægt að nálgast þau á auðveldan hátt. Afgreiðslu- tími safna þarf einnig að vera sem lengstur til að góð nýting verði á gögnum. Enn má nefna samvinnu við skól- ana sem fer vaxandi. Eftir því sem fastara form kemst á þá samvinnu verður betri nýting á starfskrafti og safngögnum allra aðila. Síðastliðin tvö ár hefur Amtsbókasafnið átt ánægjulega samvinnu við Norræna félagið i Stykkishólmi og safn Gmnnskóla Stykkishólms í tengsl- um við norræna bókasafnaviku. Hafa ber í huga að góð söfn hafa mikil uppeldisleg áhrif og tvímæla- laust forvarnagildi. Framboð á menningu og þjónustu hefur áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Söfn styðja einnig beint við menntun og gætu gegnt enn stærra hlutverki á því sviði, t.d. í tengslum við fjamám og fúllorðinsffæðslu. Hinn 26. janúar 1999 var hér tek- in í notkun almenningstölva með internetaðgangi. Amtsbókasafnið fékk styrk frá menntamálaráðuneyt- inu, auk framlags frá Stykkishólms- bæ, til kaupanna. I tengslum við þennan áfanga var ákveðið að efla ættfræði- og átthagadeild safnsins. Amtsbókasafniö 150 ára Árið 1997 var haldið upp á 150 ára afmæli safhsins. í því tilefni var sett upp sýning í Norska húsinu þar sem sýndar voru myndir, bækur, bréf og munir í eigu safnsins. Þar var m.a. sýnd bókagjöf Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar, sem hann afhenti safninu 1995. Em það Postilla Jóns Þorkelssonar Vídalín, VIII. útgáfa, prentuð á Hólum 1767, Sálmabók handskrifuð af Jóni Eg- ilssyni, bónda á Stóra-Vatnshomi í Haukadal, 1774 og 1782, Grallarinn (Graduale) XVI. útgáfa, prentuð á Hólum 1765, og síðast en ekki sist Egils saga, prentuð í Hrappsey 1782. Þessi gjöf var kærkomin og vakti okkur til vitundar um mikil- vægi þess að sýna gamla safninu meiri sóma. Afmælisnefnd Stykkishólmsbæjar stóð sama sumar fyrir sýningu í Norska húsinu á vatnslita- og graf- íkmyndum í eigu Amtsbókasafns- ins. Myndimar em eftir þýska lista- manninn Rudolf Weissauer. Þær em hluti af gjöf Ketils Jónssonar til Amtsbókasafnsins 1983. Ketill var frá Hausthúsum í Eyjarhreppi á Snæfellsnesi, en var lengst af verka- maður í Reykjavík. Hann safnaði listaverkum og bókum sem hann eftirlét Amtsbókasafninu. Mjög vel var staðið að frágangi myndanna hjá Morkinskinnu og Bragi Ásgeirsson listmálari veitti ómetanlega aðstoð við val og upp- setningu. Nokkrar þeirra prýða nú veggi nýja ráðhússins í Stykkishólmi. Framtíöarsýn Ný lög um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 hljóta að móta talsvert framtíðarsýnina. Þar er meðal ann- ars talað um fá, öflug umdæmis- söíh. Enn hafa þau ekki verið stofh- uö. Það er augljóst að sveitarfélög verða að taka upp meiri samvinnu á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.