Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 54

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM laga á Austurlandi um SSA, sem leitt hafi af sér öflugt starf og öflug samtök. Þá skýrði hann skiptingu SSA í þrjú þjónustusvæði og gaf yf- irlit yfir verkeíni og starfshætti sam- takanna. Að lokum ræddi Þorvaldur sam- starf Eyþings og SSA og mikilvægi þess að samtökin búi sig undir kjör- dæmabreytinguna. Aögeröaáætlun Ingi Rúnar Eðvarðsson, dósent við HA, gerði ítarlega grein fyrir að- gerðaáætluninni sem unnin var við Rannsóknastofnun Háskólans á Ak- ureyri fyrir stjóm Eyþings. Verkið var unnið á gmndvelli þingsályktun- ar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001. Markmið aðgerða- áætlunarinnar er að efla starfssvæði Eyþings og vinna gegn neikvæðri byggðarþróun. Ingi Rúnar ræddi um hlutverk Ey- þings sem á næstunni yrði einkum að hafa heildarsýn yfir málefni svæðisins og marka heildarstefnu, vera hagsmuna- og þrýstiaðili gagn- vart ríki og sveitarfélögum, koma á umræðum um og úttekt á möguleik- um til sameiningar sveitarfélaga og loks að huga að breytingum á kjör- dæmaskipan í samvinnu við SSA. Aðgerðaáætluninni er skipt í nokkra efnisflokka og er í hverjum þeirra að fínna tillögur um aðgerðir. Helstu efnisflokkar em atvinnumál, skóla- og menntamál, heilbrigðis- mál, fjölmiðlar, samgöngumál og fjarskipti, menningarmál og loks er vikið að nokkmm þáttum til jöfnun- ar á búsetuskilyrðum. Það var við- fangsefni aðalfundarfulltrúa að reyna að forgangsraða verkefnum sem sett em fram í skýrslunni og ná byggðapólitískri samstöðu. Skýrsla stjórnar Kristján Þór Júliusson flutti skýrslu stjórnar Eyþings. Meðal annars ræddi hann starf landshluta- nefndar um málefni fatlaðra og gat um þær breytingar sem verða á þjónustusvæðum í kjördæminu í kjölfar þess að Skólaþjónusta Ey- þings hefúr verið lögð niður. Vísaði hann þar til samstarfs milli sveitar- félaga í Þingeyjarsýslum, sveitarfé- laga í nágrenni Akureyrar og sveit- arfélaga við utanverðan Eyjaíjörð um stoðþjónustu við skóla, félags- þjónustu og barnavernd sem hann taldi gefa vísbendingu um svæði framtíðarinnar varðandi málefni fatlaðra. Gerð var sérstök grein fyrir mál- um í tengslum við lokun Skólaþjón- ustu Eyþings, en hún hætti formlega störfúm um mánaðamótin júlí/ágúst. Sérstök skilanefnd vann að tillögum um ráðstöfun eigna Skólaþjónust- unnar og voru þær sendar sveitar- stjómum til kynningar. Gert er ráð fyrir að Eyþing geri samning við Háskólann á Akureyri um umsjá kennslugagna- og sérfræðibóka- safns fyrir grunn- og leikskóla svæðisins. Þá gerði formaður grein fyrir ýmsum málum er tengjast launamálum, þ.m.t. biðlaunarétti, fyrrum starfsmanna. Þessi mál vom sett í lögfræðilega skoðun hjá báð- um málsaðilum. Gerð var sérstaklega grein fyrir umsögnum stjómarinnar um frum- varp til stjómarskipunarlaga og um þingsályktun um stefnu í byggða- málum. Formaðurinn greindi frá umræðu innan stjórnarinnar um stöðu og hlutverk Eyþings og um það hver skyldi vera stefna stjómar í störfúm hennar. í framhaldi af þeirri um- ræðu hefði verið ráðist í gerð að- gerðaáætlunar fyrir Eyþing sem félli beint að skilgreindu hlutverki sam- takanna, sbr. lög þeirra. í lok máls síns ræddi Kristján Þór sérstaklega samstarf Eyþings og SSA í ljósi væntanlegra breytinga á kjördæmaskipan og gerði grein fyrir tillögu að samstarfsáætlun sem vís- að var til aðalfúndarins. Skýrsla heilbrigöisnefnd- ar Noröurlands eystra Ólafur Hergill Oddsson, héraðs- læknir og formaður heilbrigðis- nefndar, gerði grein fyrir starfi nefndarinnar og starfsemi heilbrigð- iseftirlitsins. Hinn 12. mars 1998 öðluðust gildi ný lög um hollustu- hætti og mengunarvamir og leiddi af þeim verulegar breytingar á skipulagi heilbrigðiseftirlits frá og með 1. ágúst 1998. Þannig er allt kjördæmið eitt eftirlitsumdæmi og undir einni stjóm. Þurfti því að end- urskipuleggja alla starfsemina og gera nýja starfssamninga við starfs- menn effirlitsins. Aógeröaáætlun fyrir Ey- þing - afgreiösla aöal- fundar Eins og áður hefur komið fram var aðgerðaáætlun fyrir Eyþing stærsta mál fúndarins og urðu mjög líflegar umræður um hana í nefnd sem hafði áætlunina til ineðferðar. Ekki tókst að forgangsraða þeim hugmyndum sem fram vom settar í skýrslu Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri (RHA), enda e.t.v til nokkuð mikils mælst. Aætl- unin fékk hins vegar mjög jákvæðar viðtökur og var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Aðalfúndur Eyþings 1999 felur stjóm sambandsins að vinna áfram að gerð aðgerðaáætlunar fyrir Ey- þing á grundvelli skýrslu RHA, sem til umfjöllunar hefúr verið á fúndin- um. Við áframhaldandi vinnu verði dregin upp heildarmynd af svæðinu þar sem staða einstakra byggða- svæða verði skilgreind, þannig að ljóst sé hvemig heildaruppbygging svæðisins er hugsuð. Við gerð aðgerðaáætlunarinnar verði leitað álits sveitarstjórna á svæðinu þannig að tryggt verði að þær standi að baki Eyþingi við framkvæmd áætlunarinnar. Jafnframt felur fundurinn stjóm- inni að vinna að þeim verkefnum sem nefnd eru í skýrslu RHA og mikilvægt er að fái framgang nú þegar.“ Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000 var jafnframt sam- þykkt að sveitarfélögin leggi fram 3 milljónir kr. til úrvinnslu aðgerða- áætlunarinnar. 48

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.