Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 55

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 55
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Samstarf Eyþings og SSA Aðalfundur Eyþings 1999 samþykkti samhljoða eftirfarandi sam- starfsáætlun fyrir Eyþing og SSA: „1. SSA og Eyþing hefji formlegt samstarf nú þegar. Samstarfið miði að því að samtök sveitarfélaga í væntanlegu Norðausturkjördæmi verði eins samstiga og frekast er kostur og geti starfað sem öflugur málsvari allra sveitarfélaga í nýja kjördæminu. 2. Skipuð verði samráðsnefnd SSA og Eyþings. I nefndinni eigi sæti þrír stjómarmenn frá hvoru sambandi. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdastjórar starfí með nefndinni. 3. Fyrsta verkefhi samráðsnefhdarinnar verði að gera tillögur til stjóma sambandanna um með hvaða hætti nefndin skuli starfa. 4. Við störf sín skuli samráðsnefndin hafa að leiðarljósi eftirfarandi áhersluatriði í starfsemi SSA og Eyþings: • Samböndin em málsvarar sveitarfélaganna og vinna að sameiginleg- um hagsmunamálum þeirra. • Samböndunum er ekki ætlað að fást við rekstur stofnana eða verk- efna. • Samböndin leggja áherslu á gott samstarf við alþingismenn viðkom- andi kjördæma.“ HAFNAMÁL Nefnd semur frumvarp til nýrra hafnalaga Stjórn Eyþings I stjórn var kosin Guðný H. Björnsdóttir, oddviti Keldunes- hrepps, í stað Gunnlaugs A. Júlíus- sonar, fynum sveitarstjóra Raufar- hafnarhrepps. Á aðalfúndi 1998 var kosið í stjórn til tveggja ára og í henni sitja nú auk Guðnýjar H. Bjömsdóttur þau Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri Akureyrar, sem formaður, Kristján Olafsson, bæjar- fúlltrúi í Dalvíkurbyggð, Skarphéð- inn Sigurðsson, oddviti Bárðdæla- hrepps, og Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Næsti aóalfundur aö Stóru- Tjörnum Helga Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshrepps, bauð f.h. Ljósa- vatns-, Háls- og Bárðdælahreppa til næsta aðalfundar að Stóm-Tjömum og var boðinu fagnað með lófataki. Fundarlok í lok fúndar þakkaði Gunnlaugur Júlíusson, fyrrum stjórnarmaður, fyrir ánægjulegt samstarf innan Ey- þings og Þorlákur Sigurðsson, odd- viti Grímseyjar, sagði frá mannlíf- inu i Grímsey og rifjaði upp sögur um menn og málefni í eyjunni, þakkaði gestum öllum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Að þessu loknu sleit formaður fundi um leið og hann þakkaði Grímseyingum móttökurnar og gestrisnina. Að loknum fúndi vom þingfull- trúar og gestir fluttir til lands með leiguflugi. Tvisýnt hafði verið með flug framan af degi en mörgum til léttis lægði vind þegar leið á daginn. Gerð hafði verið ráðstöfun til að fá ferjuna til að sækja fólkið ef ekki viðraði til flugs. Segja má þó að veðrið hafí leikið við fúndarmenn, þrátt fyrir dálítinn vind, en sól og bjartviðri var báða dagana. Það var því einkar ánægður hópur sem hélt heim að loknum þessum vel heppn- aða og um margt óvenjulega aðal- fúndi í Grímsey. í september sl. skiluðu af sér sam- eiginlegu áliti tvær nefndir sem samgönguráðuneytið hafði skipað og skyldi önnur fjalla um gjaldskrá hafna og hin um framtíðarskipan hafnamála, eins og frá var skýrt j 3. tbl. Sveitarstjómarmála í sl. ári. I álitinu komu fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á skipan hafnamála hér á landi þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði hafna og minni ríkisafskipti. Álitið er birt á vefslóð ráðuneytisins www.stjr.is/sam og á vefslóð Siglingastofnunar www.sigling.is. Ráðuneytið hefúr nú skipað nefnd sem á að útfæra þær hugmyndir sem ffarn komu í skýrslunni og að undir- búa og semja frumvarp til nýrra hafnalaga ásamt greinargerð sem leggja megi fram til kynningar á Al- þingi, helst á vorþingi ef mögulegt er. „Nefndin skal leitast við í vinnu sinni að hafa náið samráð og sam- starf við sem flesta hagsmunaaðila er hafnamál snerta þannig að sjónar- mið þeirra komi skýrt fram,“ segir í fféttatilkynningu frá samgönguráðu- neytinu. I nefndinni eru Einar K. Guð- fmnsson alþingismaður, sem er for- maður hennar, Ámi Þór Sigurðsson, borgarfúlltrúi og formaður Hafna- sambands sveitarfélaga, Guðmund- ur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, Hörður Blöndal, hafnar- stjóri Hafnasamlags Norðurlands, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Með nefndinni starfa Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofh- unar, og Jóhann Guðmundsson, skrifstofústjóri í samgönguráðuneyt- inu. Ritari nefndarinnar er Sigur- bergur Björnsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.