Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 59

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 59
ERLEND SAMSKIPTI við nokkra þingmenn úr þingflokkum demókrata og repúblikana. I fréttum er þetta helst... Það vakti athygli okkar gestanna að á ferð okkar stóðu tvö málefni upp úr í þjóðfélags- umræðunni og virtist litlu skipta hvort um var að ræða fféttir af forsetakosningabaráttu, öðr- um alríkismálum, fylkis- eða sveitarstjómar- málum. Umræðan um fóstureyðingar og skot- vopnaeftirlit skaut ávallt upp kollinum. Bandaríska þjóðin er kloftn í afstöðu sinni til þessara mála og sá klofningur á sér djúpar rætur í trúarskoðunum einstaklinga og túlkun manna á stjómarskránni. Það kann að koma ýmsum Vestur-Evrópubúum undarlega fyrir sjónir að ekki skuli takast að leiða þessi mál til lykta en mér segir svo hugur um að þjóðin muni seint sameinast í afstöðu sinni til þeirra. Borgarstjórarnir frá Líbanon (t.v.) og Albaníu sitja síðasta fund ferðarinnar. Vetrarflíkur af skornum skammti í kuldakasti Þegar hér var komið sögu í ferðalaginu skiptist hópur- inn í þrennt og fór ég til Denverborgar í Coloradofylki ásamt fulltrúum Indlands, Mexíkó, Malawi og Maldíveyja. Þar var ætlunin að skoða sérstaklega sveit- arstjómarstigið, þótt vissulega hefðum við gert nokkuð af því til þessa. Það var nokkuð vetrarlegt í Denver enda viðbúið því Colorado er mikil vetrarparadis og þekkt fyrir afburðagóð skíðasvæði. Reyndar hafði vetrarríki sett mark sitt á ferðina frá byrjun þvi við höfðum mátulega hreppt kuldakast í Washington DC sem fylgdi okkur nær alit ferðalagið og hafði meira að segja valdið því að við sátum veðurteppt í heilan sólarhring í Norður-Karólínu vegna snjóa. Norð- manninum og mér þótti lítið til þeirrar snjókomu koma enda aðeins um nokkurra sentímetra snjólag að ræða en þegar snjómðningstæki em af skomum skammti og út- búnaður bíla einkennist af sköllóttum sumardekkjum er ekki von á góðu. Gleði ferðafélaga okkar yfir veðrinu var afar takmörk- uð enda flestir vanari hitabeltisloftslagi árið um kring. Fæstir vom búnir undir kuldann og urðu þeir að fjárfesta í þykkum vetrarflíkum sem vafalaust koma lítið að not- um heima fyrir. Borg tækifæranna Um tvær milljónir manna búa á stórborgarsvæði Denver en fáar borgir í Bandarikjunum em í jafn ömm vexti og viðbúið að íbúum fjölgi til muna á næstu ámm. Há- tækni- og samskiptafyrirtæki flytja til borgarinnar í stómm stíl enda hafa borgaryfirvöld i samvinnu við íbúa og fyrirtæki kappkostað að gera borgina sem mest aðlað- andi í augum nýrra fyrirtækja og fjárfesta. Tveir nýir íþróttaleik- vangar hafa verið reistir ásamt nýju listasafni og bókasafni, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem miðbær Denver hefur gengið i gegnum gagngerar endurbætur. A þessum uppgangstímum er hins vegar svo komið að mikill skortur er á vinnuafli til starfa á svæðinu, einkum menntuðu fólki, Allur hópurinn samankominn í gömlu íbúðahverfi í New Orleans. 53

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.