Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 64

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 64
TÆKNIMAL Könnun fornleifa, jarðkönnun vegna mannvirkja og jarðsjármælingar Friðrika Marteinsdóttir og Þorgeir Helgason, jarðfi-œðingar á verkfiraðistofiunni Línuhönnun hfi Greinilegt er að verkkaupar og hönnuðir hérlendis jafht sem erlend- is eru að gera sér grein íyrir því að vönduð jarðkönnun við mannvirkja- gerð borgar sig. Á liðnum árum hef- ur verkfræðistofan Línuhönnun hf. unnið að ýmsum jarðkönnunarverk- efnum. Sem dæmi um stór verkefni má nefna fyrirhugaða breikkun Reykjanesbrautar um Hafnaríjörð og verslunarmiðstöð Smáralindar í Kópavogi, en dæmi um lítið verk- efni er lóð leikfimihúss Menntaskól- ans við Hamrahlíð. í vaxandi mæli hefur jarðsjá Línuhönnunar verið notuð við kannanimar auk annarra mælitækja. Fomleifarannsóknir em sjálfsagð- ur þáttur í menningarstarfsemi. Til þeirra hefur undanfarið verið veitt aukið fé og koma þar m.a. til kvaðir sem nú hafa verið settar um forn- leifaskráningu vegna skipulags byggðar og fomleifakönnun vegna mats á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Umtalsverðar framfarir í mælitækni hafa jafnframt gert rann- sóknir um margt auðveldari. Jarðsjá Línuhönnunar hefur þegar verið notuð við margar fomleifaathuganir og má þar nefna Nes á Seltjamar- nesi, Viðey og Kirkjubæjarklaustur. Almennt séð er ekki margt sem tengir saman jarðkönnun vegna mannvirkjagerðar og könnun vegna fornleifarannsókna. í þessari grein verður þó sýnt hvemig hægt er að nota sömu mælitæknina, úr ranni jarðeðlisfræðinnar á þessum annars fjarskyldu sviðum. Tilgangurinn er að vekja athygli sveitarstjórnar- manna á gildi jarðkönnunar við mannvirkjagerð og möguleikum jarðsjártækninnar við jarðkönnun og fomleifarannsóknir. Jarösjá Jarðsjármæling er jarðeðlisfræði- leg aðferð til samfelldrar kortlagn- ingar á jarðlögum o.fl. og byggir á ratsjártækni. Issjá Háskóla Islands, sem afhjúpað hefur landslag undir íslenskum jöklum ffá 1977, byggirá sömu tækni. Útvarpsbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá einu loft- neti og tekið á móti endurvarps- bylgjum með öðru loftneti, en breytileg rafsvömn og rafleiðni efh- is framkallar endurvarpið. Má þannig greina jarðlög, mannvistar- lög og hleðslur í þeim, lagnir o.s.frv. Línuhönnun á og starfrækir tvær jarðsjár, pulseEKKO 100 og NOGGIN 250. Á EKKO-jarðsjána em hægt að festa loftnet með þeirri senditíðni sem hentar best aðstæð- um hveiju sinni. Hægt er að ganga með hana en einnig má festa hana á sleða og draga yfir tiltölulega slétt land. Er veghjól þá tengt við sleð- ann og stýrir það fjarlægð milli mælipunkta (t.d. 15, 25 eða 50 cm) EKKO-jarðsjá Línuhönnunar í notkun við Kárahnúka. Tveir menn, sjaldnar þrír eins og hér ganga með jarðsjána yfir óslétt land. Einn og í mesta lagi tvo þarf til þegar hún er dregin á sleða. 58

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.