Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 67

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 67
FRÆÐSLUMAL Fræðslunet Suðurlands Jón Hjartarson, framkvœmdastjóri Fræðslunets Suðurlands Fræðslunet Suðurlands var form- lega stofnað í Fjölbrautaskóla Suð- urlands á degi símenntunar hinn 28. ágúst sl. Menntamálaráðherra, Björn Bjamason, var viðstaddur stofnun- ina ásamt fjölda gesta. Stofnaðilar að Fræðslunetinu em 34. Stofnaðilar em m.a. félagasam- tök atvinnurekenda og launafólks, áhugamannafélög, atvinnufyrirtæki og stofhanir. Þessi breiða samsetning sýnir hversu mikill áhugi og velvilji er ríkjandi á Suðurlandi í þessu máli. Það var á fundi stjómar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga þann 4. september 1998 að samþykkt var að koma á háskólanefnd sem vinna skyldi að framgangi háskólanáms á Suðurlandi. Nefndin komst fljótt að því að nauðsynlegt væri að víkka út sviðið og ákvað að miða vinnuna við und- irbúning að alhliða símenntunar- stofnun, sem hefði burði til þess að skipuleggja símenntunamámskeið fyrir ólíka hópa. Nefndin fékk Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri til liðs við sig og gerði rannsóknarstofnunin könn- un á „Viðhorfúm Sunnlendinga til menntatækifæra í heimabyggð“. Meginniðurstöður þessarar könnun- ar leiddu eftirfarandi í ljós: • Af þeim sem svömðu vildu 77% eiga kost á framhalds- og há- skólanámi á Suðurlandi. • 75% svarenda höfðu áhuga á að stofnuð yrði símenntunarstofnun, sem staðið gæti fyrir námskeiða- haldi og miðlað kennslu frá öðr- um á svæðið. • 96% svarenda vom reiðubúin að greiða gjald fyrir nám af þessu tagi. • 90% ibúa á Suðurlandi hafa ekki í hyggju að flytja burt af svæðinu Eigum til á lager 5 tonna, sterka og vandaða sturtuvagna. Útvegum allar stærðir og gerðir af sturtuvögnum. ORYGG ÁRATUG íI • ÞJÓNUSTA JGA REYNSLA Opið frá 8:00 - 18:00 mánudaga til laugardaga Víkurvagnar ehf • Dvergshöfða 27 • 112 Reykjavík • Sími 577 1090 • Fax 577 1099 MPX/VE J

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.