Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 44
FÉLAGSMÁL Heimspekileg sýn á félagsþjónustuna á nýrri öld Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor Grein þessi er samhljóða erindi, sem höfundur flutti á ráðstefiiunni „Félagsþjónusta á nýrri öld, viðhorf, ábyrgð, framtíðarsýn “ sem Samtök félagsmálastjóra á Islandi og Samband íslenskra sveitaifélaga héldu í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs föstudaginn 12. nóvember sl. Fundarstjóri, góðir fiindarmenn. Ég þakka fyrir það tækifæri að fá að koma hingað og ræða við ykkur um framtíð félags- þjónustunnar. Erindi minu var gefrnn titillinn „Heimspekileg sýn á félagsþjónustuna á nýrri öld“. Nákvæmari titill heföi verið „Ein heimspekileg sýn á félagsþjónustuna", þvi innan heimspekinnar em mörg sjónarmið og margar kenningar sem styðjast má við til að rökræða þýðingu þessarar mikilvægu þjón- ustu í samfélaginu og hvemig má hugsa sér þróun hennar á næstu áratugum. Sjónarmið þessi og kenningar tengjast hugmyndum um okkur sjálf og þjóð- félagið, að ógleymdum hugsjónum okkar og draumum um hamingju og farsæld. Hvernig skal nálgast þetta viðamikla efni? Ein aðferð er sú að reyna að skilgreina efnið miðað við ríkjandi aðstæður. Þá skiptir máli að nýta heimspek- ina til að sundurliða og greina þau verkefni sem blasa við og em viðráðanleg með hliðsjón af þeim úrræðum sem við höfúm yfir að ráða. Hér skiptir mestu að halda sig við jörðina, setja sér skýr markmið og gera sér ljóst eftir hvaða leiðum þeim verður náð. Önnur aðferð er sú að leitast við að skilgreina með heimspekilegum hætti siðferðilegar, lagalegar og stjóm- málalegar hugmyndir sem liggja „félagsþjónustu“ til gmndvallar eins og hún hefúr þróast og mótast i þjóðfé- laginu á liðnum ámm. Það hugtak sem þá þarf að gegn- umlýsa er sjálft „velferðarþjóðfélagið“ með þeim rétt- indum og skyldum sem því liggja til gmndvallar. Hér skiptir mestu að gera sér grein fyrir því hversu mikið eða lítið við þjóðfélagsþegnamir emm reiðubúin til að leggja í sölumar til að halda upp því „öryggisneti“ sem félags- þjónustan myndar ásamt heilbrigðiskerfmu. Þriðja leiðin gæti verið sú að horfa framhjá ríkjandi aðstæðum og velferðarþjóðfélaginu, en spyija sig þess í stað hvaða merkingu „félagsþjónusta“ hafi í sjálfú sér undir sjónarhomi eilíföarinnar, ef ég má orða það svo. I mínum huga er sú spuming líka afskaplega praktísk og jarðbundin, eins og öll eiginleg heimspeki, sem snýst um það hvaða máli hlutimir skipta. Spumingin er raunar svo eðlileg að við verð- um þess sjaldnast vör að við emm sífellt að glíma við hana og svara henni óbeint með at- höfnum okkar og ákvörðunum. Við víkjum okkur líka iðulega undan henni af því að hún kann að tmfla okkur í vanabundnum störfúm þar sem við göngum að því vísu að allt hafi ákveðna merkingu. Við emm þá rétt eins og tannhjól í risavaxinni vél „mannfélagskerfis- ins“: hvert okkar hefúr sína stöðu, sitt hlutverk, sín verk að vinna, og tilgangur lífsins er sá að „vélin“ haldi áffam að vinna á skilvirkan hátt, hvert tannhjól skili sínu. „Mannfélagskerfinu“ má skipta í tvo meginhluta. Annars vegar „framleiðslu- og neysluhlutann", sem stjómast í höfúðatriðum af lögmálum ffamboðs og eftir- spumar. Hér virðist tilgangurinn vera skýr: Hann er sá að kerfið framleiði æ meira af þeim gæðum sem fólk tel- ur sig þurfa til að lifa eða þráir að öðlast. Þessi gæði em sífellt vegin og metin á mælikvarða peninga sem em ávísanir á önnur gæði sem fólk vill njóta. Hins vegar er „félagsmálahlutinn“, sem ræðst af þvi skipulagi stjóm- unar og þjónustu sem ríkir í samfélaginu. Stjómmál, menntamál og heilbrigðismál mynda, ásamt félagsþjón- ustu, kjarnann í því sem ég kalla „félagsmálahluta“ mannfélagskerfisins. Hér virðist tilgangurinn ekki vera jafn skýr. Hann er ekki einfaldlega sá að framleiða gæði og njóta þeirra, heldur að skapa skilyrði í samfélaginu fyrir alla meðlimi þess til að afla og njóta þeirra gæða sem þeir þurfa til að lifa. Hvemig á að skilgreina gmndvallarskilyrði þess að þjóðfélagsþegnamir fái aflað og notið þeirra gæða sem þeir þurfa til að lifa? Og hver á að skilgreina þau skilyrði og gæði sem hér em í húfi? Tveggja kosta er völ. Annar kosturinn er sá að segja að þetta sé ekki vinn- andi vegur, ekki sé hægt að komast að niðurstöðu um það hver þessi skilyrði og gæði séu og því sé „lausnin" 1 06
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.