Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 8
ATVINNUMAL Vopnfirðingar virkja Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps í maí sl. komu fulltrúar Vopnafjarðarhrcpps og Þró- unarstofu Austurlands saman til fundar, þar sem fjallað var um það með hvaða hætti best yrði staðið að upp- byggingu atvinnumála á Vopnafirði og stefnumótun þeirra til framtíðar. Talið var að hefðbundnar aðferðir, svo sem ráðning atvinnu- og ferðamálafulltrúa, hefðu oft og tíðum ekki skilað nægjanlega miklu annars stað- ar. Val manna stóð því milli þess að fara þessa hefð- bundnu leið eða fara minna troðnar slóðir. Hugmynd kom ffam um að móta vinnu og nýta kraít- mikla menn úr atvinnulífinu til vinnu i sérstökum verk- efnahópum í samvinnu við og með aðstoð Þróunarstofú Austurlands. I ffamhaldi var samþykkt í sveitarstjóm að gera tilraun með þessum hætti til þess að efla atvinnulíf og samfélag í sveitarfélaginu og gera það sem hæfast til að mæta þeim kröfúm sem gerðar em til nútímasamfé- laga. Hvers vegrta? Hvers vegna er ráðist í verkefni af þessum toga? í atvinnu- og byggðarþróunarstarfi er sifellt horff til þess sem kallað hefúr verið „mannlegi“ þátturinn í því umhverfi sem unnið er með. Eitt atriði sem gjaman er Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. unnið út ffá í þeim efnum er að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Efla það með stuðningi af ýmsu tagi, s.s. gefa því kost á að auka þekkingu sína, sýna því tiltrú og fela því ábyrgð og verkefni. Það er skoðun margra nú um stundir að einu aðilamir sem geti breytt til batnaðar ýmsum þátt- um varðandi búsetu á landsbyggðinni sé fólkið sjálff sem þar býr. Meðal annars kemur þetta fram í því að þróunar- stofúr á landsbyggðinni em studdar til að gera hluti sem áður fóm að mestu ffam á stofnunum í Reykjavík. Hægt er að halda áffam með þessa röksemdafærslu og segja að ef við eigum að geta breytt til hins betra atvinnuástandi og búsetu í sveitum landsins þá verðum við að styðja fólkið þar til að taka á málum sjálft, út ffá eigin sjónar- hóli og á eigin forsendum. Víða í dreifbýlinu em margir einstaklingar sem hafa hæfúi og getu til að takast á við krcfjandi verkefni og þvi sjálfsagt og eðlilegt að virkja þann kraft sem í þeim býr. A þessum forsendum var efnt til þessa tilraunaverkefnis sem hér er greint ffá og hlotið hefúr heitið „Vopnfirðingar virkja“. Markmiöiö Verkefnið á að vera til þess m.a.: • Að móta framtíðarsýn sveitarfélagsins í atvinnumál- um. • Að efla með íbúum jákvæða ímynd af sveitarfélaginu. • Að styrkja það umhverfi sem nauðsynlegt er fram- sæknu atvinnulifí, s.s. menntunarmöguleika o.fl. • Að efla þau fyrirtæki sem þegar em í bæjarfélaginu, auka samstarf þeirra og samhæfa krafta um leið og byggður er upp gmnnur fyrir ný fyrirtæki. Verkefúið hófst með því að ráðnir vom fimm Vopn- firðingar á síðastliðnu vori til þess að safna saman upp- lýsingum og hugmyndum, m.a. á Netinu, um nýsköpun í atvinnustarfsemi. Niðurstaða úr þeirri vinnu lá síðan fyr- ir í lok september sl. i formi hugmyndabókar eða banka þar sem fram vom settar hugmyndir um möguleika á at- vinnustarfsemi í hinum mismunandi atvinnugeirum, hvort heldur var til lands eða sjávar. í ffamhaldi af þessu var ákveðið að koma verkefninu áfram og móta stefnu Vopnafjarðar í atvinnumálum til næstu ára. Skipuð var sérstök verkefnisstjóm og jafn- framt voru myndaðir fimm verkefnahópar er fjalla skyldu um stefnu og leiðir í mismunandi starfsgreinum. Hópamir fjölluðu um atvinnustarfsemi sem byggir á: 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.