Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 61
UMHVERFISMÁL um var þessi starfsemi farin að standa undir sér án utanaðkomandi styrkja. Staöarfjárfesting Árið 1998 byijaði sænska ríkið að veita styrki til staðbundinnar fjár- festingar sem ætlað er að stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta er hluti efhda á yfirlýsingu sem forsætisráðherr- ann gaf þegar hann var kosinn flokksformaður. Orðin grænt al- þýðuheimili (grönt folkhem) hefur verið notað um þessa stefnu. Hug- takið á að vísa til orðsins alþýðu- heimilið (folkhemmet) sem Per Al- bin Hansson, forsætisráðherra jafh- aðarmanna, notaði á kreppuárunum þegar hann lýsti framtíðarsýn sinni um velferðarþjóðfélagið. Sveitarfé- lögin sækja um fjárframlögin bæði fyrir opinbera aðila og einkafyrir- tæki. Meðalstyrkurinn er 30-40% af fjárfestingunni. Árið 1998 fengu 42 sveitarfélög styrki sem námu sam- tals 2,3 milljörðum sænskra króna, og á árinu 1999 fengu 47 sveitar- félög samtals 1,3 milljarða. Lands- krona fékk 55 milljónir sænskra króna í styrk 1999 eða tæplega 1500 sænskar krónur á ibúa. Umhverf- isúrbætumar eru algjört skilyrði til að fá styrkina greidda út og þessar úrbætur verða að vera mælanlegar. Lokaorö Eg ætla að enda á tilvitnun í for- sætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, úr ræðu sem hann hélt þeg- ar hann var kjörinn formaður flokks jafnaðarmanna 16. mars 1996. Sama stefna kom síðar fram í stefhuyfirlýsingu fyrstu ríkisstjómar hans og varð gmnnurinn að „staðar- fjárfcstingunni“ sem fýrr var nefhd. Ég get ekki dæmt um hve mikið mark á að taka á svona yfírlýsing- um, en þó er augljóst að Göran Persson fannst það mikilvægt að sýna keppinautum og samstarfs- fólki, fjölmiðlum og almenningi að hann teldi „det gröna folkhemmet" næsta mikilvæga átak í landinu. „Ég vil að Sviþjóð verði fyrsta landið í Evrópu til að byggja upp vistfræðilega sjálfbært samfélag. Ég vil að þetta verði næsta stóra verk- efhi sænskra jafhaðarmanna. ... Við skulum gera Svíþjóð að fýrirmynd- arlandi fýrir vistfræðilega sjálfbæra þróun. Við skulum endurbyggja landið, skref fýrir skref. Að byggja upp „sjálfbæra Svíþjóð" snýst að miklu leyti um gildismat okkar, hvað við teljum skipta máli í lífinu.“ 1) Orkugróður er samheiti yfir plöntur sem rœktaðar eru til eldsneytisframleiðslu. Raps (Mergkál (Brassica napus var. oleifera)) er dœmi um slika plöntu, en olia úr firœjum hennar er m.a. notuð til firam- leiðslu á RME (Rapsmetýlester). Hœgt er að brenna RME i flestum dísilvélum án mikilla breytinga. Sem dœmi um orkugróð- ur má einnig nefna viðitegundir sem rœkt- aðar eru til eldiviðar. (Innskot Stefáns Gíslasonar.) Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2001 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um breytingu á skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Vakin er athygli á breytingu á skipulagsskrá sjóðsins, sem greind er hér að framan, en hún felur í sér að Friðlýsingarsjóður á vegum Náttúruverndarráðs, annars vegar og Þjóðminjasafnið hins vegar njóta ekki lengur styrkja án umsókna þar um, en þessir aðilar hafa hingað til notið til samans helmings árlegs ráðstöfunarfjár Þjóðhátíðarsjóðs. Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2001. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliða- son, í síma 569 9600. Reykjavík, 28. desember 2000. Þjóðhátíðarsjóður. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.