Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 66
BYGGÐAMÁL fiutningunum til höfuðborgarsvæð- isins og að móta þyrfti tillögur um aðgerðir til að spoma við þeirri þró- un sem verið hefði í þeim málum. Með því að koma á fót nefnd um byggðamál með sveitarstjórnar- mönnum af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni vill stjórn sam- bandsins ffeista þess að ná fram víð- tækri samstöðu sveitarstjórnar- manna um aðgerðir og flutning til- lagna sem miði að því að draga úr fólksflutningunum til höfuðborgar- svæðisins. Hjá sambandinu liggja fyrir áhrif búferlaflutninganna á fjárhag ein- stakra sveitarfélaga og Byggða- stofnun á tiltækar margvíslegar upp- lýsingar sem að gagni geta komið í vinnu nefndarinnar. Einnig liggja víða fyrir hugmyndir og tillögur um aðgerðir sem miða að því að draga úr búferlaflutningunum eða snúa við þeirri þróun sem verið hefur. Vinna nefndarinnar ætti því ekki að þurfa að taka mjög langan tíma og stjómin miðar að því að hún leggi fram tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2001. Forsenda þess að sambandið geti lagt fram og fylgt eftir tillögum um aðgerðir í byggðamálum er að um þær sé almenn sátt meðal sveitar- stjómarmanna á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni. Náist sú samstaða ekki, en á það reynir í nefndinni, er í raun afar erfitt fyrir sambandið sem málsvara allra sveit- arfélaga að leggja fram og fylgja eftir tillögum um aðgerðir í byggða- málum. Ahrif tillagna um aðgerðir í byggðamálum, sem sveitarstjómar- menn væru sammála um og fylgt væri eftir af sambandinu, gætu á hinn bóginn vakið athygli og um- ræðu og hugsanlega orðið til þess að draga úr búferlaflutningunum í framtíðinni. HÚSNÆÐISMÁL Nefnd um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefur í samráði við sambandið sett á stofn nefnd sem á að fjalla um félagsleg húsnæðismál sveitarfé- laga. Nefndin á m.a. að fylgja eftir tillögum nefndar um leigumarkað og leiguhúsnæði sem skipuð var í ágúst 1998 og lauk störfum í apríl 2000, en megintillaga nefndarinnar var að könnuð yrði hagkvæmni þess að horfið verði frá niðurgreiðslu lána vegna leiguhúsnæðis og frá því að sveitarfélög eigi og reki leigu- húsnæði í eigin nafni. Jafnframt á nefndin að fylgjast með ffamkvæmd laga nr. 44/1998 um húsnæðismál og samræma aðgerðir ríkis og sveit- arfélaga að því er snertir félagslegt húsnæði. Nefndinni er nánar ætlað: • Að útfæra tillögur nefndar um leigumarkað og leiguhúsnæði er varða breytingar á aðstoð hins op- inbera vegna félagslegra leigu- íbúða. • Að gera tillögur um breytt hlut- verk og fjármögnun Varasjóðs viðbótarlána. • Að hrinda í framkvæmd tillögum sem unnar hafa verið á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins um lausn á vanda sveitarfélaga vegna inn- lausnaríbúða sem ekki er mögu- legt að selja. • Að kanna nauðsyn þess að endur- skoða ákvæði laga um kaup- skyldu og forkaupsrétt. • Að fjalla um samstarf Varasjóðs viðbótarlána og Ibúðalánasjóðs og leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma vegna fram- kvæmdar laga og reglugerða um Varasjóðinn, sbr. ákvæði X. kafla laga um húsnæðismál. Jafhframt er henni falið að fylgj- ast með framkvæmd laga nr. 44/1998 og gera tillögur um breyt- ingar ef þurfa þykir. í nefhdinni eru Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri í Isafjarðarbæ, Gunnlaugur A. Júlíusson, deildar- stjóri hagdeildar sambandsins, Guð- mundur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Ibúðalánasjóðs, Hallgrímur Guðmundsson, stjómsýsluffæðingur í fjármálaráðuneytinu, Hermann Sæmundsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, og Ingi Valur Jó- hannsson, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, sem er formaður. Óskar Páll Óskarsson, lögfræð- ingur í félagsmálaráðuneytinu, starfar með nefhdinni. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. júní nk. Niðurstöður nefndarinnar um leigumarkað og leiguhúsnæði, greinargerð hennar og tillögur, er að finna á vefsíðu sambandsins, www.samband.is og félagsmála- ráðuneytisins, http ://brunnur. stjr. is/ interpro/fel/fel.nsf/pages/forsida. nCZJF^EDI___________IRDRKR RANGÁRVÖLLUM • PÓSTHÓLF 90 ■ 602 AKUREYRI ■ SÍMI 460 1300 ■ FAX 460 1301 NETFANG nordurorka@akureyrl.is • KT. 550978-0169 ■ VSKNR. 9997 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.