Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 40
STJÓRNSÝSLA Upplýsingastefna Hafnarfjarðar- kaupstaðar Jóhann Guðni Reynisson upplýsingastjóri Á undanförnum misserum hefur vitund um meðferð og gæði upplýs- inga aukist verulega, ekki síst i op- inberri stjómsýslu. Stóraukið flæði mismunandi mikilvægra upplýsinga af öllu tagi hefur orðið til þess að talin var ástæða til að taka sérstak- lega á þessum þætti í starfsemi Hafnaríjarðarkaupstaðar með sér- stakri upplýsingastefnu. Á fundi bæjarstjómar Hafnarijarðar hinn 24. október sl. var stefnan samþykkt samhljóða. Tilgangur stefnunnar er að móta meginreglur íyrir veigamikla þætti, s.s. í upplýsingamiðlun, bæði raf- rænni og hefðbundinni. Einnig er ætlunin að mynda gmndvöll til frek- ari skilgreiningar og reglna um meðferð upplýsinga til þess að upp- lýsingar séu ávallt aðgengilegar og þeim dreift til þeirra sem málið varðar. Þannig iná á grundvelli stefnunnar vinna ýmsa ferla til þess að tryggja vitneskju þeirra starfs- manna og viðskiptamanna sem mál varðar um meðferð málanna og af- greiðslu þeirra. Eigin fjölmiólun Hjá Hafnarfjarðarbæ rekum við í raun a.m.k. tvo fjölmiðla, Fréttablað Hafnarfjarðarbæjar, sem kernur út 4-6 sinnurn á ári, og netmiðil, upplýs- ingavefinn www.hafnarfjordur.is, auk ýmissa undirvefja einstakra rekstrareininga. Aukinheldur er út- varpað frá fundum bæjarstjórnar með tæknilegri tilstuðlan Almiðlun- ar ehf. á FM 91,7. Þá er að heíjast rekstur á nýjum almennum upplýs- inga- og þjónustuvef fyrir Hafnfirð- inga, www.hafnarijordur.org, sem er affakstur UTA-verkefnisins, upp- lýsingatækni fyrir alla. UTA er sam- starfsverkefni Hafnarfj arðarbæj ar, Opinna kerfa hf. og Skýrr hf. og með sérstökum tilstyrk Salt hugbún- aðarkerfa, sem lögðu til vefsmíðar- tólið Data Web 3.2, en það er notað við gerð vefsins. Auk þessa er stefnt að útgáfu sérstaks fréttabréfs fyrir starfsmenn til innri upplýsingamiðl- unar sern kemur út á hefðbundinn hátt, til viðbótar við aðra upplýs- ingamiðlun til starfsmanna með raf- rænum hætti, t.d. á innra neti og með tölvupósti. í greinargerð og nánari útfærslu sem fylgir stefnunni er kveðið á um tilgang og markmið með þeim fjöl- miðlum sem bæjarsjóður á og rekur. Auk þess er kveðið á um ábyrgð starfsmanna hvað varðar upplýs- ingamiðlun og tilgreindir ritstjórar annars vegar og ábyrgðarmenn fýrir fjölmiðlunum hins vegar. Þannig er upplýsingastjóri ritstjóri vefjanna og blaðsins en ábyrgðarmaður er næsti yfirmaður hans, framkvæmdastjóri stjómsýslu- og fjármálasviðs. Gæöastjórn upplýsinga- flæöis Með upplýsingastefhunni reynum við að ná betri sýn yfír þann gífúr- lega vöxt sem verið hefúr i upplýs- ingamálum með tilkomu Intemets- ins, fleiri tölvum og almennri tölvu- notkun og aukinni meðvitund um upplýsingaflæði. Einkum ber að hafa í huga almennt gildi og gæði upplýsinga í nútímalegu rekstrarum- hverfi og þau tæki sem tiltæk em til þess að flokka og meta upplýsingar með hliðsjón af gildi þeirra og mik- ilvægi fyrir tiltekna starfsemi. Hér má til dæmis nefna margvísleg hóp- vinnukerfi og hugbúnað til rafrænn- ar skjalastjórnunar og málaskrán- ingar. Upplýsingar em okkur mismikils virði á hverjum tíma og fer það einkum eftir því hvort og þá hvemig þær tengjast starfi okkar, lifnaðar- háttum eða áhugamálum. Upplýs- ingastefna Hafnarfjarðarkaupstaðar tekur einkum mið af þeim upplýs- ingum og upplýsingastreymi sem flæðir um okkur í vinnunni en þar vilja þó skjóta upp kollinum öðru hverju upplýsingar og afþreying sem snertir ekki beinlínis störf okk- ar en eru til þess fallnar að létta okkur lund, svo dæmi sé tekið. Upplýsingastefnan er rniðuð við hvort tveggja, innra sem ytra upp- lýsingaflæði. Með ytra upplýsinga- flæði er átt við streymi upplýsinga til og frá rekstrareiningum bæjar- sjóðs en innra flæðið á við streymi upplýsinga milli starfsmanna og rekstrareininga. Báðir þættir eru afar mikilvægir til þess að tryggja gæði starfseminnar jafnt inn á við sem út á við. Stefnan, sem fylgir grein þessari, er sett fram með skýr- um hætti þar sem meginatriði henn- ar eru tilgreind. Á undanfömum vikum og mán- uðum höfum við ennfremur kannað hvemig smíða megi gæðakerfi fyrir upplýsingaflæði. Sú vinna og að auki hugmyndir um „millistofnana- þjónustu“ kalla á markvissa stefnu hvað varðar upplýsingamálin. Enda verður nú orðið varla skilið milli hugtakanna upplýsingar og þjón- usta. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.