Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 34
FÉLAGSMÁL Samtök félagsmálastjóra á íslandi Halldór Sig. Guðmundsson, formaður Samtakafélagsmálastjóra á IsLmdi Samtök félagsmálastjóra á íslandi voru stofnuð 1984. Stofnfélagar voru átta en voru 31 í lok ársins 2000. í 3. gr. laga samtakanna segir: „Félagi í samtökunum getur orðið hver sá sem ber starfsheitið félags- málastjóri og starfar hjá sveitarfé- lagi, sem hefur skipulagða félags- málaþjónustu. Sé það starfsheiti ekki notað hjá sveitarfélaginu, getur félagsmaður orðið sá sem hefur yf- irumsjón með félagsþjónustu sveit- arfélagsins.“ Samtökin starfa fyrst og fremst á faglegum grunni og er markmið samtakanna eins og segir í lögum þeirra: • að vera samstarfsvettvangur fé- lagsmálstjóra og stefna að gagn- kvæmum kynnum þeirra • að fjalla um öll þau mál sem snerta starfssvið félagsþjónustu sveitarfélaga • að fylgjast með lagasetningu og nýjungum á sviði félagsþjónustu • að stuðla að opinberri umræðu um velferðarmál • að standa íyrir fræðslu, námskeið- um og ráðstefhum um félagsþjón- ustu • að hafa samstarf við félög félags- málastjóra erlendis. Jafnframt leggja samtökin ríka áherslu á góð samskipti við Sam- band íslenskra sveitarfélaga, félags- málaráðuneytið og aðra þá sem vinna að félagsmálum í landinu. Samtök félagsmálastjóra á Islandi (skammst. SFÍ) halda fundi tvisvar á ári, vor og haust. Fundirnir eru haldnir til skiptis í aðildarsveitarfé- lögum á landsbyggðinni og á suð- vesturhominu. Auk þess hafa sam- tökin staðið fyrir ráðstefnum og málþingum um ýmis málefni er varða félagsþjónustu og þá gjaman í samstarfí við ofangreinda. Stjórn samtakanna er skipuð þremur fulltrúum sem kosnir em til eins árs í senn. Núverandi stjóm SFÍ skipa Hall- NÁMSKEIÐ dór Sig. Guðmundsson, Dalvíkur- byggð, sem er formaður, Unnur V. Ingólfsdóttir, Mosfellsbæ, ritari, og Asta K. Benediktsdóttir, Bessa- staðahreppi, gjaldkeri. Samtök félagsmálastjóra vinna nú í samstarfí við Samband íslenskra sveitarfélaga að uppsetningu á heimasíðu samtakanna og verður hún vistuð á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Er þetta væntanlega hluti af enn frekara samstarfi um málefni félagsþjónustunnar hjá sveitarfélögunum. Námskeið um „félagsþjónustu sveitaifélaga á timamótum “ Sveitarstjómarmenn kannast við þá erfíðleika sem upp koma þegar reynt er að gera samanburð á þjón- ustu milli sveitarfélaga. Spumingar vakna um samanburðarhæfí, kostn- að, aðstæður, innihald og gæði þjónustu og fleira og fleira. Endurmenntunarstofnun býður nú til sérstaks námskeiðs um úttektir á félagsþjónustu, sem haldið verður 5. og 6. apríl nk. Samtök félagsmálastjóra vilja vekja sérstaka athygli á þessu nám- skeiði Endunnenntunarstofnunar. Félagsþjónusta sveit- arfélaga á tímamótum Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands efnir til námskeiðs, Félags- þjónusta á tímamótum, 5. og 6. apr- íl. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Samtök félagsmálastjóra á ís- landi og er ætlað fólki i félagsmála- nefndum, barnaverndarnefndum, stjómendum og starfsmönnum fé- lagsþjónustunnar ásamt samstarfs- aðilum þeirra. Á námskeiðinu verður m.a. fjall- að um löggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga, kröfúr til stjómsýslu- framkvæmdar á því sviði og mikil- vægi endurskoðunar og innra eftir- lits. Þá verður fjallað um fram- kvæmd félagsþjónustu og gæðaferla við mismunandi aðstæður. Loks verður íjallað um úttektir á félags- þjónustu sveitarfélaga og starfsað- ferðir við mat á gæðum þjónustunnar. Fyrirlesarar verða Berglind Ás- geirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu, sem talar um hlut- verk sveitarstjóma við framkvæmd félagsþjónustu, Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis, sem fjallar um kröfúr til stjómsýsluffam- kvæmdar, Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi, sem talar um mikil- vægi endurskoðunar og innra eftir- lits, Halldór Guðmundsson, formað- ur Samtaka félagsmálastjóra á ís- landi, sem talar um gæði félagsþjón- ustu í fámennum og fjölmennum sveitarfélögum, og Lára Bjömsdótt- ir, félagsmálastjóri í Reykjavík, sem ræðir um nýjar áherslur á nýrri öld. Auk þeirra flytur fyrirlestur John Bolton, yfírmaður Joint Review, sem sér um úttektir á félagsþjónustu sveitarfélaga í Englandi og Wales, og fjallar hann um úttektir á félags- þjónustu sveitarfélaga og gæðaferla. John Bolton talar á ensku. Umsjón með námskeiðinu hefur Marta Bergman félagsráðgjafi. Þátttaka tilkynnist Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands, Dun- haga 7 í Reykjavík, síma 525 4444, í tölvupósti endurmenntun@hi.is eða í bréfasíma 525 4080. Þátttökugjald á námskeiðinu er 13.800 kr. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.