Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Page 34
FÉLAGSMÁL Samtök félagsmálastjóra á íslandi Halldór Sig. Guðmundsson, formaður Samtakafélagsmálastjóra á IsLmdi Samtök félagsmálastjóra á íslandi voru stofnuð 1984. Stofnfélagar voru átta en voru 31 í lok ársins 2000. í 3. gr. laga samtakanna segir: „Félagi í samtökunum getur orðið hver sá sem ber starfsheitið félags- málastjóri og starfar hjá sveitarfé- lagi, sem hefur skipulagða félags- málaþjónustu. Sé það starfsheiti ekki notað hjá sveitarfélaginu, getur félagsmaður orðið sá sem hefur yf- irumsjón með félagsþjónustu sveit- arfélagsins.“ Samtökin starfa fyrst og fremst á faglegum grunni og er markmið samtakanna eins og segir í lögum þeirra: • að vera samstarfsvettvangur fé- lagsmálstjóra og stefna að gagn- kvæmum kynnum þeirra • að fjalla um öll þau mál sem snerta starfssvið félagsþjónustu sveitarfélaga • að fylgjast með lagasetningu og nýjungum á sviði félagsþjónustu • að stuðla að opinberri umræðu um velferðarmál • að standa íyrir fræðslu, námskeið- um og ráðstefhum um félagsþjón- ustu • að hafa samstarf við félög félags- málastjóra erlendis. Jafnframt leggja samtökin ríka áherslu á góð samskipti við Sam- band íslenskra sveitarfélaga, félags- málaráðuneytið og aðra þá sem vinna að félagsmálum í landinu. Samtök félagsmálastjóra á Islandi (skammst. SFÍ) halda fundi tvisvar á ári, vor og haust. Fundirnir eru haldnir til skiptis í aðildarsveitarfé- lögum á landsbyggðinni og á suð- vesturhominu. Auk þess hafa sam- tökin staðið fyrir ráðstefnum og málþingum um ýmis málefni er varða félagsþjónustu og þá gjaman í samstarfí við ofangreinda. Stjórn samtakanna er skipuð þremur fulltrúum sem kosnir em til eins árs í senn. Núverandi stjóm SFÍ skipa Hall- NÁMSKEIÐ dór Sig. Guðmundsson, Dalvíkur- byggð, sem er formaður, Unnur V. Ingólfsdóttir, Mosfellsbæ, ritari, og Asta K. Benediktsdóttir, Bessa- staðahreppi, gjaldkeri. Samtök félagsmálastjóra vinna nú í samstarfí við Samband íslenskra sveitarfélaga að uppsetningu á heimasíðu samtakanna og verður hún vistuð á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Er þetta væntanlega hluti af enn frekara samstarfi um málefni félagsþjónustunnar hjá sveitarfélögunum. Námskeið um „félagsþjónustu sveitaifélaga á timamótum “ Sveitarstjómarmenn kannast við þá erfíðleika sem upp koma þegar reynt er að gera samanburð á þjón- ustu milli sveitarfélaga. Spumingar vakna um samanburðarhæfí, kostn- að, aðstæður, innihald og gæði þjónustu og fleira og fleira. Endurmenntunarstofnun býður nú til sérstaks námskeiðs um úttektir á félagsþjónustu, sem haldið verður 5. og 6. apríl nk. Samtök félagsmálastjóra vilja vekja sérstaka athygli á þessu nám- skeiði Endunnenntunarstofnunar. Félagsþjónusta sveit- arfélaga á tímamótum Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands efnir til námskeiðs, Félags- þjónusta á tímamótum, 5. og 6. apr- íl. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Samtök félagsmálastjóra á ís- landi og er ætlað fólki i félagsmála- nefndum, barnaverndarnefndum, stjómendum og starfsmönnum fé- lagsþjónustunnar ásamt samstarfs- aðilum þeirra. Á námskeiðinu verður m.a. fjall- að um löggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga, kröfúr til stjómsýslu- framkvæmdar á því sviði og mikil- vægi endurskoðunar og innra eftir- lits. Þá verður fjallað um fram- kvæmd félagsþjónustu og gæðaferla við mismunandi aðstæður. Loks verður íjallað um úttektir á félags- þjónustu sveitarfélaga og starfsað- ferðir við mat á gæðum þjónustunnar. Fyrirlesarar verða Berglind Ás- geirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu, sem talar um hlut- verk sveitarstjóma við framkvæmd félagsþjónustu, Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis, sem fjallar um kröfúr til stjómsýsluffam- kvæmdar, Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi, sem talar um mikil- vægi endurskoðunar og innra eftir- lits, Halldór Guðmundsson, formað- ur Samtaka félagsmálastjóra á ís- landi, sem talar um gæði félagsþjón- ustu í fámennum og fjölmennum sveitarfélögum, og Lára Bjömsdótt- ir, félagsmálastjóri í Reykjavík, sem ræðir um nýjar áherslur á nýrri öld. Auk þeirra flytur fyrirlestur John Bolton, yfírmaður Joint Review, sem sér um úttektir á félagsþjónustu sveitarfélaga í Englandi og Wales, og fjallar hann um úttektir á félags- þjónustu sveitarfélaga og gæðaferla. John Bolton talar á ensku. Umsjón með námskeiðinu hefur Marta Bergman félagsráðgjafi. Þátttaka tilkynnist Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands, Dun- haga 7 í Reykjavík, síma 525 4444, í tölvupósti endurmenntun@hi.is eða í bréfasíma 525 4080. Þátttökugjald á námskeiðinu er 13.800 kr. 30

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.