Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 59
UMHVERFISMÁL starfmu er að gera áætlun um mikil- væg mál í starfsemi sveitarfélagsins, svo sem frárennsli, sorphreinsun, orkumál, umferð, skipulag og inn- kaup. Umhverfísstjómun er einnig aðferð til að breyta starfsemi sveit- arfélaganna. Sveitarfélögin hafa mörg hver reynt að skilgreina helstu vanda- málin, sem að sumu leyti eru alls staðar þau sömu og að sumu leyti staðbundin: Gróðurhúsaáhrifm, önnur meng- un frá umferð, líffræðileg fjöl- breytni, dreifing eiturefna, mengun frá áburði og notkun jarðnæðis em nokkur stór vandamál sem algengt er að takast þurfi á við i Suður-Sví- þjóð. Gróðurhúsaáhrifm hafa meðal annars leitt til þess að náttúmvemd- arsamtökin hafa fengið nokkur sveitarfélög til að skuldbinda sig til samvinnu um að minnka koltvísýr- ingsmengun. Eitt sveitarfélag, Váxjö, hefur sem yfirlýsta stefnu að verða „fossilbránslefri kommun", þ.e.a.s. „jarðefnaeldsneytislaust sveitarfélag". Umferöin Umferð bifreiða er eitt aðalvanda- málið í umhverfismálum Vestur- landa. Ein af leiðunum til að minnka gróðurhúsaáhrifm er að fá fólk til að draga úr akstri biffeiða og þá sérstaklega á styttri vegalengd- um. Sérfræðingar em sammála um að tæknilegar aðgerðir einar og sér leysi ekki vandann. Mikið af þeim tæknilegu úrbótum, sem gerðar hafa verið, hefur orðið að engu vegna aukinnar bílaumferðar. I Lands- krona höfum við reynt ýmislegt, meðal annars að fá fyrirtækin til að flytja vömr með lest i stað vömbíla, sem minnkar mengunina næstum tífalt. Við höfúm reynt að fá starfs- fólk til að fara með lest í stað þess að fara með flugi til Stokkhólms, Umeá og fleiri staða. Tvær tilraunir ætla ég að nefna í viðbót frá Landskrona. Önnur er þegar hafin, og hana ffamkvæmum við með starfsfólki menningarstofh- unar sveitarfélagsins sem er 56 að Ja* Eyjan Ven í Eyrarsundi. Hún er í Landskrona sveitarfélaginu. © Turistbyrán Landskrona Kommun. tölu. Þeir sem fara í vinnuna eða geta farið í vinnuna með almenn- ingsfarartækjum (lest, áætlunarbíl eða strætisvagni) fá 250 sænskar krónur í afslátt af fargjöldunum á mánuði. Það samsvarar mánaðarfar- gjaldi með strætisvagni innanbæjar. Þeir sem ganga eða hjóla í vinnuna í stað þess að aka bíl fá 250 sænskar krónur í kaupbæti á launin á mán- uði. Þetta er einnig gert til þess að bæta heilsufar starfsfólksins og til að minnka fjarveru vegna veikinda. Hin tilraunin er ekki hafin enn, þar sem ákvörðun bæjarráðs vantar. Tillagan er sú að sérhver stofnun sveitarfélagsins greiði koltvísýrings- gjald í sérstakan sjóð fyrir hvert kíló af koltvísýringi sem berst frá starf- semi stofnunarinnar. Gjaldið er lágt fyrsta árið en tvöfaldast á ári hveiju. Sjóðinn á síðan að nota til að greiða fjárfestingu sem leiðir til minnkandi koltvísýringsmengunar. Skólar og dagheimili Staðardagskrárstarfið í Sviþjóð hefur gengið hvað best á dag- heimilum og í skólum. Skólamir em með eigið kerfi fyrir um- hverfisstjómun, sem í Svíþjóð geng- ur undir nafninu Grön flagg (sjá heimasíðumar http://www.hsr.se og http://www.eco-schools.org). Bæði starfsmenn og nemendur taka þátt í umhverfisstjórnuninni. Innkaupin eru mjög mikilvæg og hafa mikil áhrif á umhverfið. Það skiptir miklu máli fyrir umhverfisáhrifm hvaða vörur eru keyptar. Sveitarfélögin reyna að setja upp reglur um inn- kaup á matvælum, tölvum, pappír, hreingerningarefnum og einnig þjónustu. Umhverfisáhrifin við framleiðslu vörunnar eða þegar þjónustan er innt af hendi skipta máli við val á vöm og þjónustu. Við biðjum alltaf um skýrslu um um- hverfisstefnu þeirra sem selja okkur vömr eða þjónustu. Ferðastefna er líka mikilvæg eins og áður hefur verið vikið að. Þátttaka almennings Þátttaka almennings er eitt af aðalatriðum við gerð Staðardagskrár 21.1 Landskrona höfúm við nokkra reynslu af þessu. Þegar á árinu 1984 reyndum við að fá almenning með í starfið að umhverfismálum. Við skrifúðum bók um umhverfismál í Landskrona sem var lesin í les- hringjum. Við fengum margar til- lögur frá almenningi um hvað gera ætti til úrbóta. Rúmlega 600 ein- staklingar tóku þátt í leshringjunum. Fyrsta skrefið i Landskrona eftir að samþykkt var í bæjarstjórn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.