Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 46
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SSV 2000 haldinn að Laugum í Sælingsdal 27. október Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) fyrir árið 2000 var haldinn að Laugum í Sælings- dal 27. október. Á fundinum var samþykkt að stofna Samstarfsvett- vang Vesturlands þar sem fulltrúar sveitarfélaga, ríkis, stoíhana og félagasamtaka geta fjallað sameiginlega um málefni Vesturlands sem heildar. Stjóm SSV fer með stjóm samstarfsvettvangsins. Hugmyndin að slíkum vettvangi er byggð á fyrir- komulagi sem hefur gefist vel, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Skotlandi og írlandi. I þessum ríkjum segir í greinargerð með tillögunni um slíkan samstarfsvettvang að stofnað hafi verið til svæðisbundins samstarfs sveitar- og héraðsstjóma, annarra opinberra aðila, fulltrúa at- vinnulífsins og jafnvel félagasamtaka. Samstarf þetta sé byggt upp með mismunandi hætti og áherslur ekki alltaf þær sömu í starfseminni, því aðstæður em oft ólíkar eftir löndum eða landsvæðum. Þó virðist þrjú markmið með slíku samstarfi vera einkennandi mjög víða: 1. Efling byggðarlaganna/sveitarfélaganna. 2. Efling atvinnulífsins. 3. Efling þekkingar og menntunar. Yfirleitt er almenn starfsemi fjármögnuð með opin- bem fé, en framlög atvinnulifs og félagasamtaka helst bundin þátttöku í einstökum verkefhum. Samstarfsvettvangi Vesturlands er ætlað að skapa þann breiða umræðuvettvang sem hefúr vantað um mál- efni Vesturlands sem heildar. Hugmyndin er að sam- starfsvettvangurinn verði frjálst samstarf milli sjálf- stæðra og óháðra aðila er byggist á opnum og hrein- skilnum rökræðum og gagnkvæmum skilningi á sameig- inlegum hagsmunum. Útfærsla Samstarfsvettvangs Vesturlands mun hefjast í upphafí nýs árs. Nánar er gerð grein fyrir henni í sjálf- stæðri frásögn afian við þessa ffétt. Framsögueríndi Á fundinum flutti Bjami Ármannsson, forstjóri ís- landsbanka FBA, framsöguerindi er bar yfirskriftina Fjárfestar og atvinnulífið á landsbyggðinni og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, erindi um Evrópu og sveitarfélögin. Bæði þessi erindi vöktu áhuga sveitarstjórnarfólks enda flutningur þeirra líflegur og athyglisverður. Kynning á fyrírtækjum sem SSV hefur stofnaó og á Atvinnuráögjöf Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur verið starfrækt í nánum tengslum við SSV um árabil og er yflrstjóm SSV og Atvinnuráðgjafar sú sama. Þá hefur SSV staðið að ýmsum verkefnum eins og að stofhun Símenntunarmið- stöðvarinnar, Sorpurðunar Vesturlands hf. sem er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi, Upplýsinga- og kynning- anniðstöðvar Vesturlands og Eignarhaldsfélagsins Vest- urland hf. Starfsmenn þessara fyrirtækja héldu stutta kynningu á starfseminni. Ályktanir aóalfundarins A aðalfundinum störfuðu sex nefndir og voru álit þeirra afgreidd og samþykkt samhljóða. Frá allsheijamefnd vom efiirtalin mál samþykkt: Flutningur verkefna Aðalfundur SSV 2000 skorar á ríkisstjóm íslands að fylgja fast eftir stefnu sinni um flutning verkefna út á land og minnir af því tilefni á skýrslu Iðntæknistofnunar um það efni. Meiri fjölbreytni í störfum á landsbygginni er nauð- synleg til að spoma við byggðarröskun og í ljósi þess á það að vera forgangsverkefhi ríkisstjómarinnar að flytja verkefni út á land. Kostnaður vegna fjarnáms í fjarfundabúnaði Aðalfúndur SSV 2000 skorar á menntamálaráðherra og ríkisstjómina að sjá til þess að kostnaður vegna notk- unar fjarfundabúnaðar teljist eðlilegur hluti kennslu- kostnaðar þegar um fjamám á ffamhalds- og háskólastigi er að ræða. Aukið fjármagn til fjarkennslu Aðalfundur SSV 2000 skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir auknunr fjáveitingum til fjamáms í ljósi aukinnar aðsóknar að þessum menntunarkosti. Fundurinn fagnar auknum valkostum í fjamámi en bendir á þá staðreynd að effrrspum eftir fjamámi er um- fram það sem skólar hafa getað sinnt. Því er brýnt að hraða uppbyggingu og þróun þessa verkefnis á fram- halds- og háskólastigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.