Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 46
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SSV 2000 haldinn að Laugum í Sælingsdal 27. október Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) fyrir árið 2000 var haldinn að Laugum í Sælings- dal 27. október. Á fundinum var samþykkt að stofna Samstarfsvett- vang Vesturlands þar sem fulltrúar sveitarfélaga, ríkis, stoíhana og félagasamtaka geta fjallað sameiginlega um málefni Vesturlands sem heildar. Stjóm SSV fer með stjóm samstarfsvettvangsins. Hugmyndin að slíkum vettvangi er byggð á fyrir- komulagi sem hefur gefist vel, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Skotlandi og írlandi. I þessum ríkjum segir í greinargerð með tillögunni um slíkan samstarfsvettvang að stofnað hafi verið til svæðisbundins samstarfs sveitar- og héraðsstjóma, annarra opinberra aðila, fulltrúa at- vinnulífsins og jafnvel félagasamtaka. Samstarf þetta sé byggt upp með mismunandi hætti og áherslur ekki alltaf þær sömu í starfseminni, því aðstæður em oft ólíkar eftir löndum eða landsvæðum. Þó virðist þrjú markmið með slíku samstarfi vera einkennandi mjög víða: 1. Efling byggðarlaganna/sveitarfélaganna. 2. Efling atvinnulífsins. 3. Efling þekkingar og menntunar. Yfirleitt er almenn starfsemi fjármögnuð með opin- bem fé, en framlög atvinnulifs og félagasamtaka helst bundin þátttöku í einstökum verkefhum. Samstarfsvettvangi Vesturlands er ætlað að skapa þann breiða umræðuvettvang sem hefúr vantað um mál- efni Vesturlands sem heildar. Hugmyndin er að sam- starfsvettvangurinn verði frjálst samstarf milli sjálf- stæðra og óháðra aðila er byggist á opnum og hrein- skilnum rökræðum og gagnkvæmum skilningi á sameig- inlegum hagsmunum. Útfærsla Samstarfsvettvangs Vesturlands mun hefjast í upphafí nýs árs. Nánar er gerð grein fyrir henni í sjálf- stæðri frásögn afian við þessa ffétt. Framsögueríndi Á fundinum flutti Bjami Ármannsson, forstjóri ís- landsbanka FBA, framsöguerindi er bar yfirskriftina Fjárfestar og atvinnulífið á landsbyggðinni og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, erindi um Evrópu og sveitarfélögin. Bæði þessi erindi vöktu áhuga sveitarstjórnarfólks enda flutningur þeirra líflegur og athyglisverður. Kynning á fyrírtækjum sem SSV hefur stofnaó og á Atvinnuráögjöf Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur verið starfrækt í nánum tengslum við SSV um árabil og er yflrstjóm SSV og Atvinnuráðgjafar sú sama. Þá hefur SSV staðið að ýmsum verkefnum eins og að stofhun Símenntunarmið- stöðvarinnar, Sorpurðunar Vesturlands hf. sem er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi, Upplýsinga- og kynning- anniðstöðvar Vesturlands og Eignarhaldsfélagsins Vest- urland hf. Starfsmenn þessara fyrirtækja héldu stutta kynningu á starfseminni. Ályktanir aóalfundarins A aðalfundinum störfuðu sex nefndir og voru álit þeirra afgreidd og samþykkt samhljóða. Frá allsheijamefnd vom efiirtalin mál samþykkt: Flutningur verkefna Aðalfundur SSV 2000 skorar á ríkisstjóm íslands að fylgja fast eftir stefnu sinni um flutning verkefna út á land og minnir af því tilefni á skýrslu Iðntæknistofnunar um það efni. Meiri fjölbreytni í störfum á landsbygginni er nauð- synleg til að spoma við byggðarröskun og í ljósi þess á það að vera forgangsverkefhi ríkisstjómarinnar að flytja verkefni út á land. Kostnaður vegna fjarnáms í fjarfundabúnaði Aðalfúndur SSV 2000 skorar á menntamálaráðherra og ríkisstjómina að sjá til þess að kostnaður vegna notk- unar fjarfundabúnaðar teljist eðlilegur hluti kennslu- kostnaðar þegar um fjamám á ffamhalds- og háskólastigi er að ræða. Aukið fjármagn til fjarkennslu Aðalfundur SSV 2000 skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir auknunr fjáveitingum til fjamáms í ljósi aukinnar aðsóknar að þessum menntunarkosti. Fundurinn fagnar auknum valkostum í fjamámi en bendir á þá staðreynd að effrrspum eftir fjamámi er um- fram það sem skólar hafa getað sinnt. Því er brýnt að hraða uppbyggingu og þróun þessa verkefnis á fram- halds- og háskólastigi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.