Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 13
FRÆÐSLUMÁL
Viðbyggingin við grunnskólann. Ljósm. Þorsteinn Geirharðsson.
Nýbygging grunnskóla á Vopnafirði
Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri
Laugardaginn 28. október 2000 var nýbygging
Vopnafjarðarskóla, tónlistarskóla Vopnafjarðar og
bókasaíns Vopnafjarðar vígð. Um er að ræða húsnæði,
sem alls er 1.224 nf að stærð, til viðbótar eldra skóla-
húsnæði grunnskólans, sem fyrir var, alls um 800 m2.
Með húsnæði þessu verður Vopnafjarðarskóli einsetinn,
öll kennsla fer fram undir sama þaki og vinnuaðstaða
kennara til fyrirmyndar.
Með tilkomu þessa mannvirkis er og mögulegt að
rýma eldra húsnæði tónlistarskólans, bókasafnsins og
stofúr, sem notaðar voru til kennslu fyrir grunnskólann
úti í bæ, alls um það bil 300 m2.
í skólanum er jafnframt fúllkomið mötuneyti, þar sem
allir nemendur skólanna ásamt starfsfólki eiga kost á að
borða saman. í mötuneytinu er einnig framleiddur matur
fyrir leikskóla bæjarins. I raun má því segja að húsnæð-
ið nýtist mjög vel til að þjóna öllum aldurshópum í bæn-
um, allt frá ungbömum í leikskólanum, grunnskólanem-
endum í skyldunámi, nemendum á öllum aldri í tónnámi
og síðast en ekki síst öllum íbúum sveitarfélagsins er
sækja mjög mikið bókasafnið, sem nú hefúr verið sam-
einað skólabókasafúinu.
Ennffemur var eldra kennsluhúsnæði skólans allt end-
umýjað og þar gerðar fúllkomnar sérkennslustofúr, svo
sem fyrir matreiðslu, smíðar og hannyrðir.
Heildarkostnaður við framkvæmdina og kaup á búnaði
er um 180 milljónir kr. og er þá innifalin lagfæring á
eldra húsnæði. Framkvæmdir hófúst í maí 1998 og lauk
fýrir upphaf skólatíma sl. haust, og var það í samræmi
við upphaflegar áætlanir.
Arkitekt hússins er Þorsteinn Geirharðsson FAÍ, ATH
vinnustofú, Tryggvagötu 16 í Reykjavík, Vífill Oddsson
verkfræðingur VFÍ, Teiknistofúnni Óðinstorgi hf. sá um
burðarþolshönnun og annaðist eftirlit með framkvæmd-
inni. Rafn Guðmundsson tæknifræðingur TFÍ hannaði
lagnir og Tómas Kaaber rafiðnfræðingur raflagnir. Tré-
smiðjan Mælifell ehf. á Vopnafirði var aðalverktaki og
vann verkið af miklum sóma.
9