Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 62
UMHVERFISMÁL ERLEND SAMSKIPTI Samningur um Staðardagskrár- verkefnið endurnýjaður i Vilhjálmur P. Vilhjálmsson og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undirrita samninginn í Hlíðarfjalli við Akureyri 10. janúar sl. Ljósm. Dagur: Anton Brink Hansen. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður sambandsins, hafa endumýjað samning um áffamhald- andi samstarf umhverfisráðuneytis- ins og sambandsins um Staðardag- skrá 21 (SD21). Hinn nýi samning- ur var undirritaður í Strýtu í Hlíðar- fjalli við Akureyri 10. janúar sl. að viðstöddum fréttamönnum. Samn- ingurinn gildir til ársloka 2005 og markar því tímamót í Staðardag- skrárstarfmu á Islandi. Helstu atriði samningsins em þau að sem fyrr verður starfið undir stjóm fjögurra manna stýrihóps og verkefnisstjóra í fullu starfí. Um- hverfísráðuneytið leggur ffam fasta árlega fjárhæð til samstarfsins, 4 milljónir kr. á árinu 2001, og síðan eftir verðlagi og fjárlögum fyrir hvert ár. Sambandið ræður verkefh- isstjóra og annast skrifstofuhald og annan rekstur. Sveitarfélögin greiða eftir sein áður ferðakostnað vegna heimsókna verkefnisstjóra til þeirra. Við undirritunina í Hlíóarfjalli var Staðardagskrárstarfið á Islandi kynnt fyrir fulltrúum fjölmiðla. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri SD21 á íslandi, fór yfir reynsluna af starfinu og greindi frá helstu þáttum þess. Guðmundur Sigvaldason, verkefnisstjóri SD21 á Akureyri, gerði grein fyrir Staðardagskrár- starfí Akureyringa, m.a. þátttöku þeirra í umhverfissamkeppninni „Nations in Bloom“. Þá ræddi Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri Hríseyjarhrepps, um mikilvægi um- hverfisstarfs fyrir fámenn sveitar- félög. Þing Alþjóðasam- bands sveitarfélaga í Ríó de Janeiro 3-6. maí Alþjóðasamband sveitarfélaga, sem sambandið er í, heldur 25. þing sitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu dag- ana 3.-6. maí nk. Þingið er í senn 16. þing Alþjóðasambands vinabæja og er af því tilefni nefnt einingar- þing. Þingið er í raun margar ráðstefn- ur, sem sitja að störfúm samtímis. A þeim er fjallað um þau verkefni sveitarfélaga, sem hæst ber víðast hvar í heiminum um þessar mundir, s.s. öryggi borgaranna, ráðstöfún og endurvinnslu úrgangs og meðferð skólps, landnýtingu og skipulag bæja, skilvirkni i rekstri sveitarfé- laga og úrlausn verkefna í formi verktöku, umhverfismál, almenn- ingssamgöngur og alþjóðavæðingu. Einnig um fátækt og félagsmál, málefni bama, kvenna og um hús- næðismál i framhaldi af alþjóðleg- um ráðstefnum Sameinuðu þjóð- anna um þau efni. Meðan á þinginu stendur er efnt til sýninga á ýmsu því sem tengist þema ráðstefnunnar. Þá eru skipulagðar kynnisferðir þátttakenda og maka þeirra eða ann- arra forunauta um Ríó og nágrenni meðan á þinginu stendur og eftir það. Þingið er opið öllum þeim sem starfa að sveitarstjómarmálum. Þátttökugjald er 800 bandarískir dollarar eða um 68 þús. íslenskar krónur. I því er innifalið fargjald frá flugvelli að gististað og til baka, kynnisferð um Ríó og máltíðir í þrjá daga. Ætla má að fargjald frá Reykjavík til Ríó og til baka sé 80-90 þús. ísl. krónur. Nánari upplýsingar um þingið fást á skrifstofú sambandsins. Þar er einnig að fá eyðublöð undir þátt- tökutilkynningu. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.