Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Blaðsíða 49
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Samstarfsvettvangur Vesturlands Á aðalfundi SSV, sem haldinn var að Laugum í Sæl- ingsdal 27. október 2000, var svofelld tillaga samþykkt: „Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn 27. október 2000 samþykkir að stofna Sam- starfsvettvang Vesturlands þar sem fulltrúar sveitarfé- laga, ríkisins, stofnana og félagasamtaka geta fjallað sameiginlega um málefni Vesturlands sem heildar. Stjóm SSV verður jafnframt stjóm Samstarfsvettvangs- ins, en um skipulag og verkefni hans fer að öðm leyti samkvæmt þvi sem nánar segir í meðfylgjandi greinar- gerð.“ Greinargerðin fer hér á eftir: Á síðasta aðalfundi SSV í nóvember 1999 var lögð ffam skýrsla ffá Nýsi hf. með tillögum að breytingum á samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi. Á aðalfimdinum var skýrslan tekin til umQöllunar og ályktað um efni hennar. Stjóm samtakanna hefur haldið áfram umfjöllun um framtíðarfyrirkomulag samstarfs sveitarfélaga á Vesturlandi. í þeirri vinnu hefur m.a. komið fram tillaga um að víkka samstarfið þannig að það nái einnig til ann- arra opinberra aðila sem starfa á Vesturlandi svo og full- trúa atvinnulífs og félagasamtaka. Tillagan sem hér er fram sett er ný, en byggð á fýrir- komulagi sem hefur gefist vel m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Skotlandi og írlandi. Það er fólgið í svæðisbundnu samstarfi sveitar- og héraðsstjóma, ann- arra opinberra aðila, fúlltrúa atvinnulífsins og jafnvel fé- lagasamtaka. Samstarf þetta er byggt upp með mismun- andi hætti og áherslur ekki alltaf þær sömu í starfsem- inni, því aðstæður em oft ólíkar eftir löndum eða land- svæðum. Þó virðast þtjú markmið með slíku samstarfi vera einkennandi mjög víða: 1. Efling byggðarlaganna/sveitarfélaganna. 2. Efling atvinnulífsins. 3. Efling þekkingar og menntunar. Yfirleitt er almenn starfsemi fjármögnuð með opin- bem fé, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, en ffamlög atvinnu- lífs og félagasamtaka helst bundin þátttöku í einstökum verkefnum. Um flest þau verkefhi sem sveitarfélög á Vesturlandi vinna sameiginlega að fýrir landsfjórðunginn og komin em til framkvæmda hefúr verið stofnað byggðasamlag, hlutafélag eða gerðir beinir samningar. Einnig em lög- bundin samstarfsverkefni svo sem heilbrigðiseftirlit þar sem samstarfsfýrirkomulagið fer að lögum. Þá em dæmi um sameiginlega þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði, t.d. Fjölbrautaskóla Vesturlands. Yfir hverju verkefni er þannig stjóm sem ber ábyrgð á ffamkvæmd þess. Eina stóra verkefnið sem er sameiginlegt fýrir Vestur- land og er hvorki rekið af byggðasamlagi né hlutafélagi er Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Hún hefur verið starf- rækt sem hluti af SSV. Umræður á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga um málefni síns landshluta hafa tilhneigingu til að mót- ast um of af sjónarmiðum sveitarstjómarmanna og því oft verið þrengri en ella. Þótt sveitarstjómarmenn komi úr ýmsum þjóðfélagshópum er tilhneigingin sú, einkum effir áralanga setu í sveitarstjóm, eða effir áralöng störf sem framkvæmdastjóri sveitarfélags, að þessi hópur verði nokkuð einsleitur í ályktunum sínum og að sjón- deildarhringur hópsins verði ekki eins víður og ef um blandaðri hóp er að ræða. Þá em mörg mál pólitískt við- kvæm i hópi sveitarstjórnarmanna og getur oft verið nauðsynlegt að fá fleiri aðila til að ræða slik mál af hreinskilni og þrýsta á að þau fái framgang. Samstarfsvettvangi Vesturlands er ætlað að skapa þann breiða umræðuvettvang sem hefúr vantað um mál- efni Vesturlands sem heildar. Lagt ertil að verkefni hans verði eftirfarandi: - Að vera sameiginlegur vettvangur til að fjalla um mál- efni Vesturlands á sem breiðustum gmnni og vinna að eflingu byggðarlaga, atvinnulífs, menningar, þekking- ar og menntunar á svæðinu. - Að vinna að sameiginlegri stefnumótun og tillögugerð fýrir Vesturland, svo sem í atvinnumálum, ferðamál- um, samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum, menntamálum, menningarmálum o.fl. - Að meta vaxtarfæri í nýjum greinum á svæðinu og koma með tillögur um hvemig þau megi nýta. - Að vera ráðgefandi og taka þátt í undirbúningi nýrra samstarfsverkefna fýrir Vesturland, svo og um breyt- ingar á fýrirkomulagi núverandi samstarfsverkefna. Þátttakendur verði sveitarfélög, ráðuneyti, ríkisstofn- anir, samtök atvinnurekenda og launþega, félagasamtök o.fl. Hugmyndin er að samstarfsvettvangurinn verði frjálst samstarf milli sjálfstæðra og óháðra aðila, er byggist á opnum og hreinskilnum rökræðum og gagn- kvæmum skilningi á sameiginlegum hagsmunum. Gera þarf samstarfssamning, þar sem fram eru sett markmið, sjónarmið, meginreglur um samstarf og reglur um meðferð hugsanlegra ágreiningsmála. Eitt af mark- miðum samstarfsvettvangsins er að treysta samtakamátt, samstarfsvilja og samstarfssiði aðilanna. Skipulag samstarfsvettvangsins er hugsað þannig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.