Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 49
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Samstarfsvettvangur Vesturlands Á aðalfundi SSV, sem haldinn var að Laugum í Sæl- ingsdal 27. október 2000, var svofelld tillaga samþykkt: „Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn 27. október 2000 samþykkir að stofna Sam- starfsvettvang Vesturlands þar sem fulltrúar sveitarfé- laga, ríkisins, stofnana og félagasamtaka geta fjallað sameiginlega um málefni Vesturlands sem heildar. Stjóm SSV verður jafnframt stjóm Samstarfsvettvangs- ins, en um skipulag og verkefni hans fer að öðm leyti samkvæmt þvi sem nánar segir í meðfylgjandi greinar- gerð.“ Greinargerðin fer hér á eftir: Á síðasta aðalfundi SSV í nóvember 1999 var lögð ffam skýrsla ffá Nýsi hf. með tillögum að breytingum á samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi. Á aðalfimdinum var skýrslan tekin til umQöllunar og ályktað um efni hennar. Stjóm samtakanna hefur haldið áfram umfjöllun um framtíðarfyrirkomulag samstarfs sveitarfélaga á Vesturlandi. í þeirri vinnu hefur m.a. komið fram tillaga um að víkka samstarfið þannig að það nái einnig til ann- arra opinberra aðila sem starfa á Vesturlandi svo og full- trúa atvinnulífs og félagasamtaka. Tillagan sem hér er fram sett er ný, en byggð á fýrir- komulagi sem hefur gefist vel m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Skotlandi og írlandi. Það er fólgið í svæðisbundnu samstarfi sveitar- og héraðsstjóma, ann- arra opinberra aðila, fúlltrúa atvinnulífsins og jafnvel fé- lagasamtaka. Samstarf þetta er byggt upp með mismun- andi hætti og áherslur ekki alltaf þær sömu í starfsem- inni, því aðstæður em oft ólíkar eftir löndum eða land- svæðum. Þó virðast þtjú markmið með slíku samstarfi vera einkennandi mjög víða: 1. Efling byggðarlaganna/sveitarfélaganna. 2. Efling atvinnulífsins. 3. Efling þekkingar og menntunar. Yfirleitt er almenn starfsemi fjármögnuð með opin- bem fé, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, en ffamlög atvinnu- lífs og félagasamtaka helst bundin þátttöku í einstökum verkefnum. Um flest þau verkefhi sem sveitarfélög á Vesturlandi vinna sameiginlega að fýrir landsfjórðunginn og komin em til framkvæmda hefúr verið stofnað byggðasamlag, hlutafélag eða gerðir beinir samningar. Einnig em lög- bundin samstarfsverkefni svo sem heilbrigðiseftirlit þar sem samstarfsfýrirkomulagið fer að lögum. Þá em dæmi um sameiginlega þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði, t.d. Fjölbrautaskóla Vesturlands. Yfir hverju verkefni er þannig stjóm sem ber ábyrgð á ffamkvæmd þess. Eina stóra verkefnið sem er sameiginlegt fýrir Vestur- land og er hvorki rekið af byggðasamlagi né hlutafélagi er Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Hún hefur verið starf- rækt sem hluti af SSV. Umræður á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga um málefni síns landshluta hafa tilhneigingu til að mót- ast um of af sjónarmiðum sveitarstjómarmanna og því oft verið þrengri en ella. Þótt sveitarstjómarmenn komi úr ýmsum þjóðfélagshópum er tilhneigingin sú, einkum effir áralanga setu í sveitarstjóm, eða effir áralöng störf sem framkvæmdastjóri sveitarfélags, að þessi hópur verði nokkuð einsleitur í ályktunum sínum og að sjón- deildarhringur hópsins verði ekki eins víður og ef um blandaðri hóp er að ræða. Þá em mörg mál pólitískt við- kvæm i hópi sveitarstjórnarmanna og getur oft verið nauðsynlegt að fá fleiri aðila til að ræða slik mál af hreinskilni og þrýsta á að þau fái framgang. Samstarfsvettvangi Vesturlands er ætlað að skapa þann breiða umræðuvettvang sem hefúr vantað um mál- efni Vesturlands sem heildar. Lagt ertil að verkefni hans verði eftirfarandi: - Að vera sameiginlegur vettvangur til að fjalla um mál- efni Vesturlands á sem breiðustum gmnni og vinna að eflingu byggðarlaga, atvinnulífs, menningar, þekking- ar og menntunar á svæðinu. - Að vinna að sameiginlegri stefnumótun og tillögugerð fýrir Vesturland, svo sem í atvinnumálum, ferðamál- um, samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum, menntamálum, menningarmálum o.fl. - Að meta vaxtarfæri í nýjum greinum á svæðinu og koma með tillögur um hvemig þau megi nýta. - Að vera ráðgefandi og taka þátt í undirbúningi nýrra samstarfsverkefna fýrir Vesturland, svo og um breyt- ingar á fýrirkomulagi núverandi samstarfsverkefna. Þátttakendur verði sveitarfélög, ráðuneyti, ríkisstofn- anir, samtök atvinnurekenda og launþega, félagasamtök o.fl. Hugmyndin er að samstarfsvettvangurinn verði frjálst samstarf milli sjálfstæðra og óháðra aðila, er byggist á opnum og hreinskilnum rökræðum og gagn- kvæmum skilningi á sameiginlegum hagsmunum. Gera þarf samstarfssamning, þar sem fram eru sett markmið, sjónarmið, meginreglur um samstarf og reglur um meðferð hugsanlegra ágreiningsmála. Eitt af mark- miðum samstarfsvettvangsins er að treysta samtakamátt, samstarfsvilja og samstarfssiði aðilanna. Skipulag samstarfsvettvangsins er hugsað þannig:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.