Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 19
ÞjóSlegur fróðleikur Dómþing boðað að Bakkárholti Þetta mál dró á eftir sér langan slóða. í fyrstu reyndi Þórður Sveinbjörnsson að losa sig út úr málinu. Þar sem hann væri innheimtumaður konungstekna sem eins konar lénsmaður bæri honum ekki að lögsækja þegnana fyrir tíundarsvik. En hann mun hafa trúað ákærum séra Einars. Þá í árslokin 1826 situr sýslumaður við að semja aðra skýrslu sína um hreppstjóra í Árnesþingi. Hann segir Gísla hreppstjóra á Villingavatni vera dug- naðarmann. Hann er þó „eigingjarn og tekst að gefa undirsátum sínum slæmt fordæmi hvað tíund- arsvik snertir“.14) Sýslumaður affitar nú kærubréf séra Einars á Þingvöllum og sendir stiftamtmanni sem þá var Peder F. Hoppe. Það bréf fer ffá sýslumanni 24. janúar 1827. Ekki lét sýslumaður þar við sitja. Þann 14. febrúar skrifaði hann Einari presti á Þingvöllum og bað hann að taka að sér „fátækra kassa Grafningssveitar þar eð hreppstjóri nefndrar sveitar er einn af þeim angefnu og innklöguðu“. Lá þá ljóst fyrir að sýslumaður ætlaði sér að saksækja Grafningsbændur sem lögreglustjóri en honum kom sem opinberum innheimtumanni mál þetta ekkert við. Um vorið lét Þórður sýslumaður til skarar skríða. Hann boðaði dómþing að Bakkárholti í Ölfusi 14. maí og stefndi þangað með þingboðsseðli þeim 10 bændum sem séra Einar ákærði. Presturinn var einnig boðaður á þingið. Rétturinn taldi að fyrst bæri að reyna sættir í málinu en hiti var í mönnum: „Þeir innklöguðu töluðu allir í einu með hávaða, hvörsvegna rétturinn áminnti þá um að bera tilbærilega virðingu fyrir réttinum, við hvað þeir töluðu tilbærilega og einn í einu.“ Heiðarbær. Kirkjan á Úlfljótsvatni. Nú hófst sjálf réttarrannsóknin og var fyrst kall- aður fyrir Þorleifur Guðmundsson á Nesjavöllum og spurður: 1. Hvað mikið áttir þú í næstliðnum fardögum af fénaði, peningum, skipum, netum eða lóðum? Svar: 2 kýr, önnur nytlítil og mögur, og hin eins en tímalaus, veturgamla kvígu, 2 (tveggja) vetra bola, 8 ær með lömbum, sex þar að auki sem voru með þrjú lömb, ljórar lambsgotur líka, fjóra sauði tveggja vetra, einn þriggja vetra, átján gemlinga, tvo hesta magra, færleik (hryssu) fjögra vetra reisa - og ekkert annað sem tiundast átti. 2. Taldirðu þetta fram fyrir hreppastefnunni á næstliðnu hausti? Svar: Það man ég ekki, en tíund- artaflan má sýna það. 3. Þorir þú með sáluhjálpareiði að sanna þessa þína hér gjörðu íjárframtölu? Svar: Já. Ekki eru hér tök á þvi að fara náið út í vitnaleiðsl- ur og réttarrannsókn yfir hinum 9 bændunum í Grafningshreppi. Menn rökkuðu niður eins og þeir gátu búpening sinn og hvað hrikalegust er lýsing Gísla hreppstjóra á ásigkomulagi búpeningsins á Villingavatni. Verður hér gripið niður i skýrslu hans: Hann taldi sig m.a. eiga; „Eina kú 13 vetra, gal- laða af innanmeinum, eina kvígu, lítilfjörleg af fyrsta kálfi, 31 ær, 19 vetrargamlar, fæddi engin lömb, magrar, ullarlitlar, 12 lambgotur geldar heima, sauðir 22 þrevetra og eldri, margir magrir og rotnir, 21 sauður 2 vetra, eins eða verri, 19 sauðir einsvetrar, 19 gimbrar, hvort tveggja magurt og hreint ullarlaust; 3 hestar; einn foli líka, Qögra vetra ótaminn, mesta afstyrmi, klár horaður, 20 spesíur og vatnsbáta hró tvö - og ekki annað ... mér þótti þessi fénaður ekki allur tíundar verður,

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.