Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 40
Almenningsbókasöfn Roskilde Bibliotek, Danmörku http://aleph.roskildebib.dk Stavanger Bibliotek, Noregi http://bokbase.stavanger.folkebibl.no/ALEPH Kings College, Bretlandi http://library.kcl.ac.uk:4505/ALEPH University of Bristol, Bretlandi http://mirak.lib.bris.ac.uk:4505/ALEPH/ Helstu markmið með einu bókasafnskerfi iyrir ísland eru: • í fyrsta lagi að vera með samskrá, eina skrá sem hýsir upplýsingar um allt það efni sem til er í söfnum landsins. I samskránni eru bókfræðilegar upplýsingar, þ.e. höfundur, titill, útgáfuár o.s.frv. sem skráð er í svonefnt MARC-snið. Omæld vinna liggur í skráningu bókfræðiupplýsinga hjá bókasöfnum landsins og er óhætt að fúllyrða að fyrir utan safnkostinn eru bókfræðifærslurnar verðmætasta eign safnanna. Fyrir notandann hefur samskrá þann ótvíræða kost að leitað er í öllum safnkostinum óháð staðsetningu, þ.e. hann eða hún fær að vita hvort bókin er yfir höfuð til í landinu eða alls ekki. • Annað helsta markmiðið er að bjóða upp á nútímalegt viðmót, þ.e.a.s. vera með vefaðgang fyrir almenna notendur og Windows-viðmót fyrir starfsmannaþætti kerfisins. • í þriðja lagi er takmarkið að veita landsmönnum jafnt aðgengi að safnkosti bókasafnanna, þ.e. bókum, tímaritum, myndböndum, tónlistarefni, rafrænum tímaritum og öðru rafrænu efni óháð búsetu. Ég mun i stuttu máli gera grein fyrir því hvað felst í því að vera með eitt bókasafnskerfi fyrir landið. Það má líkja því við komu hraðbankanna, lífið varð allt í einu svo miklu einfaldara þegar maður gat tekið peninga út úr hraðbanka óháð sínum viðskiptabanka. Eitt bókasafnskerfi þýðir að veggir einstakra bókasafna hrynja og öll bókasöfn landsins verða að einu í augum notandans. Samskrá Hjartað í bókasafnskerfinu er samskrá, ein skrá sem hýsir allt það efni sem til er í íslenskum bóka- söfnum. Eitt helsta markmið með nýju og sameig- inlegu kerfi er að stuðla að vinnusparnaði með því að útrýma tví- eða margskráningu bókfræðiupplýs- inga. Það er sjálfleyst í nýju kerfi þar sem öll bókasöfn landsins skrá i eina og sömu samskrána. Mörg söfn, sérstaklega grunnskóla- og framhalds- skólasöfn, eru með líkan safnkost og mun skráning leggjast af í flestum þessara safna þar sem aðeins þarf að skrá hvern titil einu sinni. Samnýting skráningarupplýsinga felur ekki aðeins í sér vinnu- sparnað heldur geta mörg söfn sleppt því að viðhalda færni í skráningu. Reyndar verða söfn að sanna skráningarfærni til þess að tryggja gæði upplýsinganna og strangt aðhald verður með skráningarheimildum. Samskráin hýsir ekki einungis upplýsingar um bækur heldur allar efnistegundir sem til eru á bókasöfnum, þ.e.a.s. einnig myndbönd, tímarit, tímaritsgreinar, tónlistarefni, handrit, rafrænt efni, rafræn tímarit o.s.frv. Til fróðleiks fyrir þá sem þekkja tímaritsgreinagrunninn, Greini, þá mun sá grunnur flytjast í heild sinni í nýtt kerfi. Stefnt verður að því að samræma íslenska efnis- orðagjöf í því skyni að auka áreiðanleika og gæði leitar. Leitir Notandinn, nemandinn, kennarinn munu alltaf leita í einni skrá, þ.e.a.s. samskránni sem geymir allt það efni sem til er í bókasöfnum landsins. Ekki er nóg að vita hvort efnið er til heldur þarf einnig að vita hvar bókin eða annað það efni sem notandinn æskir sé niðurkomið. Þá skiptir máli að upplýsingar um eintök birtist í rökrænni röð, þ.e.a.s. upphafsbókasafn fyrst og síðan næsta rök- ræna bókasafn fyrir þann notendahóp sem bókasafnið þjónar. T.d. ef notandi á almennings- bókasafninu á Hólmavík leitar að ákveðinni bók, þá birtast færslur sem tilheyra því bókasafni fyrst. Hólmavíkursafnið er sér á parti, næstu bókasöfn eru á ísafirði, Hvammstanga, Búðardal eða Borgarnesi. Öll þessi bókasöfn eru langt í burtu og ólíklegt er að notandinn heimsæki nágrannasöfnin í þeim eina tilgangi að fá lánaða bók. Líklega er því heilladrýgst fyrir Hólmvíkinginn að fá bókina senda beint frá Reykjavík og því munu eintaks- færslur birtast samkvæmt því. í skólum landsins eru einstaklingar með mjög misjafna hæfni, allt frá litlum börnum upp í harðfullorðna háskólastúdenta. Hvað hafa lítil börn með að leita og fá upplýsingar um vísindarit á háskólastigi og öfúgt? Vissulega hafa ákveðnir

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.