Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 40
Almenningsbókasöfn Roskilde Bibliotek, Danmörku http://aleph.roskildebib.dk Stavanger Bibliotek, Noregi http://bokbase.stavanger.folkebibl.no/ALEPH Kings College, Bretlandi http://library.kcl.ac.uk:4505/ALEPH University of Bristol, Bretlandi http://mirak.lib.bris.ac.uk:4505/ALEPH/ Helstu markmið með einu bókasafnskerfi iyrir ísland eru: • í fyrsta lagi að vera með samskrá, eina skrá sem hýsir upplýsingar um allt það efni sem til er í söfnum landsins. I samskránni eru bókfræðilegar upplýsingar, þ.e. höfundur, titill, útgáfuár o.s.frv. sem skráð er í svonefnt MARC-snið. Omæld vinna liggur í skráningu bókfræðiupplýsinga hjá bókasöfnum landsins og er óhætt að fúllyrða að fyrir utan safnkostinn eru bókfræðifærslurnar verðmætasta eign safnanna. Fyrir notandann hefur samskrá þann ótvíræða kost að leitað er í öllum safnkostinum óháð staðsetningu, þ.e. hann eða hún fær að vita hvort bókin er yfir höfuð til í landinu eða alls ekki. • Annað helsta markmiðið er að bjóða upp á nútímalegt viðmót, þ.e.a.s. vera með vefaðgang fyrir almenna notendur og Windows-viðmót fyrir starfsmannaþætti kerfisins. • í þriðja lagi er takmarkið að veita landsmönnum jafnt aðgengi að safnkosti bókasafnanna, þ.e. bókum, tímaritum, myndböndum, tónlistarefni, rafrænum tímaritum og öðru rafrænu efni óháð búsetu. Ég mun i stuttu máli gera grein fyrir því hvað felst í því að vera með eitt bókasafnskerfi fyrir landið. Það má líkja því við komu hraðbankanna, lífið varð allt í einu svo miklu einfaldara þegar maður gat tekið peninga út úr hraðbanka óháð sínum viðskiptabanka. Eitt bókasafnskerfi þýðir að veggir einstakra bókasafna hrynja og öll bókasöfn landsins verða að einu í augum notandans. Samskrá Hjartað í bókasafnskerfinu er samskrá, ein skrá sem hýsir allt það efni sem til er í íslenskum bóka- söfnum. Eitt helsta markmið með nýju og sameig- inlegu kerfi er að stuðla að vinnusparnaði með því að útrýma tví- eða margskráningu bókfræðiupplýs- inga. Það er sjálfleyst í nýju kerfi þar sem öll bókasöfn landsins skrá i eina og sömu samskrána. Mörg söfn, sérstaklega grunnskóla- og framhalds- skólasöfn, eru með líkan safnkost og mun skráning leggjast af í flestum þessara safna þar sem aðeins þarf að skrá hvern titil einu sinni. Samnýting skráningarupplýsinga felur ekki aðeins í sér vinnu- sparnað heldur geta mörg söfn sleppt því að viðhalda færni í skráningu. Reyndar verða söfn að sanna skráningarfærni til þess að tryggja gæði upplýsinganna og strangt aðhald verður með skráningarheimildum. Samskráin hýsir ekki einungis upplýsingar um bækur heldur allar efnistegundir sem til eru á bókasöfnum, þ.e.a.s. einnig myndbönd, tímarit, tímaritsgreinar, tónlistarefni, handrit, rafrænt efni, rafræn tímarit o.s.frv. Til fróðleiks fyrir þá sem þekkja tímaritsgreinagrunninn, Greini, þá mun sá grunnur flytjast í heild sinni í nýtt kerfi. Stefnt verður að því að samræma íslenska efnis- orðagjöf í því skyni að auka áreiðanleika og gæði leitar. Leitir Notandinn, nemandinn, kennarinn munu alltaf leita í einni skrá, þ.e.a.s. samskránni sem geymir allt það efni sem til er í bókasöfnum landsins. Ekki er nóg að vita hvort efnið er til heldur þarf einnig að vita hvar bókin eða annað það efni sem notandinn æskir sé niðurkomið. Þá skiptir máli að upplýsingar um eintök birtist í rökrænni röð, þ.e.a.s. upphafsbókasafn fyrst og síðan næsta rök- ræna bókasafn fyrir þann notendahóp sem bókasafnið þjónar. T.d. ef notandi á almennings- bókasafninu á Hólmavík leitar að ákveðinni bók, þá birtast færslur sem tilheyra því bókasafni fyrst. Hólmavíkursafnið er sér á parti, næstu bókasöfn eru á ísafirði, Hvammstanga, Búðardal eða Borgarnesi. Öll þessi bókasöfn eru langt í burtu og ólíklegt er að notandinn heimsæki nágrannasöfnin í þeim eina tilgangi að fá lánaða bók. Líklega er því heilladrýgst fyrir Hólmvíkinginn að fá bókina senda beint frá Reykjavík og því munu eintaks- færslur birtast samkvæmt því. í skólum landsins eru einstaklingar með mjög misjafna hæfni, allt frá litlum börnum upp í harðfullorðna háskólastúdenta. Hvað hafa lítil börn með að leita og fá upplýsingar um vísindarit á háskólastigi og öfúgt? Vissulega hafa ákveðnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.