Helgafell - 01.09.1942, Page 18

Helgafell - 01.09.1942, Page 18
246 HELGAFELL sá, sem verður aftur úr, bíður lægra hlut! Það hefur skipazt svo til, að saga hins gamla Rússlands var óslitinn hrakfallabálkur, vegna þess að það dróst aftur úr, vegna þess að það var svo skammt á veg komið í menningu. Kahnar Mongóla sigruðu Rússland. Tyrkneskir beyjar sigruðu það. Sænskir höfðingjar sigruðu það. Það beið lægra hlut fyrir aðli Póllands og Lithaugalands, fyrir auðmönnum Frakklands og Englands. Og japansk- ir barónar hrósuðu sigri yfir því. Allir sigruðu Rússland — vegna þess, að það var eftirbátur annarra....... Vér erum 50—100 árum á eftir þeim löndum, sem lengst eru á veg komin. Vér verðum að hlaupa þau uppi. Ef vér gerum það ekki, munu þau mola oss mélinu smærra........Á tíu árum verðum vér að þreyta skeiðið, sem er á milli vor og þeirra auðvaldslanda, sem lengst eru á veg komin.“ Af þessum orðum Stalíns mátti merkja, að Rússum svall móður í brjósti. Þeir horfðu um öxl til hinnar hörmulegu fortíðar Rússlands. Þeir höfðu dæmin fyrir sér. Allir höfðu get- að gengið í skrokk á Rússlandi, og það hafði borið þrautir sínar og ósigra með dýrslegu sinnuleysi. En bylting- arkynslóðin, sem hafði soltið og barizt fyrir byltingu sína, vildi ekki lengur una hinum tilbreytingarlausu endur- tekningum rússneskrar sögu. Hún vildi gera Rússland að óvinnandi vígi sósí- alismans og stórveldi á sviði iðnaðar og framleiðslu. Og sama árið og Stalín brýndi fyrir iðnaðarforstjórum sínum að duga nú sem bezt og breyta hinu heilaga og vanmáttuga Rússlandi í land stáls og raforku, komu fyrstu brautryðjendurnir og tjölduðu í auðn- um Uralfjalla. Þar stendur nú borgin Magnítógorsk, eitt mesta iðjuver Ev- rópu og einn hlekkur í keðju stórbrot- ins framleiðslukerfis Síberíu og Mið- asíulanda Ráðstjórnarríkjanna. Iðnaður á austurleið. Fyrir byltinguna var nálega allur iðnaður Rússlands í vestur- og suður- héruðum hins evrópska hluta ríkisins, hjá Leníngrad, Moskvu og í Ukraínu. Hin miklu lönd á útjöðrum ríkisins eða austan Uralfjalla voru eingöngu hráefnaforðabúr, og ekkert hirt um að koma þar á fót iðnaði. Þar eru hrá- efnaauðugustu lönd jarðarinnar og iðn- aðarmöguleikar nær ótakmarkaðir. Þegar ráðstjórnin hóf skipulagðan þjóðarbúskap höfðu landskostir allra hluta ríkisins verið rannsakaðir í því skyni að nýta þau hráefni, sem til voru, og leggja nýtt land undir plóginn. Frá upphafi vega hafði bolsévíkaflokkur- inn lagt allt kapp á að draga úr mis- ræminu milli hinna frumstæðu ríkis- hluta og hins evrópska Rússlands. Flokkurinn taldi það lífsnauðsyn við- gangi sósíalískra framleiðslu- og lifn- aðarhátta, að hinar gömlu nj'lendur Rússlands tækju þátt í hinni nýju iðn- aðarþróun og yrðu ekki hornrekur, svo sem verið hafði í tíð keisarastjórnar- innar. En einnig réð miklu um þetta, að bolsévíkaflokkurinn bjóst við því að draga mundi til ófriðar í álfunni, að auðvaldsríkin mundu fara f krossferð gegn ríki byltingarinnar. Bolsévíkar töldu friðarárin aðeins setugrið milli tveggja styrjalda. Og því væri ekki annars kostur en að efla iðnaðinn sem mest, vígbúast af kappi og stilla svo til, að iðnaðinum yrði þar í sveit kom- ið, að erfitt væri að sækja hann heim

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.