Helgafell - 01.09.1942, Page 20

Helgafell - 01.09.1942, Page 20
248 HELGAFELL En meðan Rauði herinn er enn 6- sigraður á vesturslóðum Rússlands, er iðnaður og landbúnaður Síberíu í annan stað hið mikla hergagna- og matvælaforðabúr hersins til varnar þar. Og takist brúnstakkaher Hitlers ekki að vinna úrslitasigur á Rauða hernum í hinum evrópska hluta Rúss- lands, þá mun Síberíuiðnaðurinn einn- ig smíða vopnin í allsherjarsókn Rússa í vesturátt. Mikilvægi þessa iðnaðarkerfis verð- ur ljóst, þegar þess er gætt, hvílíkt afhroð Rússar hafa goldið í Suður- Rússlandi. Ukraína er öll í höndum Þjóðverja, hinar miklu verksmiðjur í Dnépropetrovsk og Krivoy Rog eru úr sögunni, Maíkopolíulindirnar eyði- lagðar og Groznílindirnar í hættu. Kolanámurnar í Donhéraðinu, sem framleiddu fyrir stríð 81 milljón tonna af kolum, eru Rússum ekki lengur til nytja. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort hinn ungi iðnaður austan Oral- fjalla geti nú þegar bætt Rússum þennan mikla missi. Fjarri fer því, að svo sé að fullu. En þó hefur þeim tekizt að efla þennan iðnað svo mjög, að hergagnafram- leiðsla þeirra er litlu minni nú en fyr- ir innrás Þjóðverja, að því er Harri- man, forstjóri láns- og leigulaganna, hermdi nú fyrir skömmu. Með því að nýta mannafla sinn og auðlindir til hins ýtrasta hefur Rússum tekizt að halda hergagnaframleiðslu sinni í horf- inu, þrátt fyrir hið mikla tjón á mönn- um og mannvirkjum. Austan Oralfjalla er unnið nótt sem nýtan dag að því að koma upp nýjum verksmiðjum og orkuverum, opna nýj- ar olíulindir og kolanámur. En þar við bætist enn eitt, sem mesta furðu hefur vakið um heiminn: flutningur verk- smiðja frá vesturhéruðum Rússlands austur fyrir Volgu og Oral. Það þótti lygilegt, en satt var það samt, er það kvisaðist í fyrra, að ýms- ar stórverksmiðjur Okraínu hefðu ver- ið fluttar austur á bóginn, er suður- her Búdjonnís marskálks var á undan- haldi sínu. Verksmiðjurnar lögðu land undir fót og hörfuðu undan ásamt verkamönnunum jafn skipulega og Rauði herinn. , ,Flótti“ verksmiðjanna var liður í skipulagðri hernaðaráætlun. Hver verksmiðja vissi, hvar sér stað átti, því að hann hafði verið ákveðinn löngu áður. Frá Moskvu, Kiev og Taganrog voru fluttar þrjár flugvélaverksmiðjur austur í Oralfjöll. Vélaverksmiðjur, sem voru í Karkoff í fyrra, starfa nú sem óðast austur í Kúybísév. Her- gagnaverksmiðjan Vorosjílov í Dné- propretrovsk hóf ,,göngu“ sína austur á bóginn í lok septembermánaðar í fyrra. Hinn 11. október var hún tekin til starfa austur í Oral. Hinn 1. desem- ber framleiddi hún meira en hún hafði gert í átthögunum. Menn mega sjá at því, hvílík feikna afrek þetta eru, að notaðir voru 7000 járnbrautarvagnar til að flytja eina skriðdrekaverksmiðju frá Karkoff austur í Samarahérað fyrir austan Volgu. En eftir því sem iðnaðurinn vex austan Uralfjalla, og því meir sem her- gagnaþörf Rauða hersins mæðir á hin- um nýju iðnaðarhéruðum, verður það viðfangsefni æ mikilvægara, að hægt verði að sjá iðnaði þessum fyrir þeim orkulindum, sem allur nútíma hernað- ur veltur á: kolum og olíu. Kol eru þar yfrið nóg, eins og áður var frá sagt, en enn sem komið er hafa hinar nýju kolanámur hvergi nærri getað bætt að magni missi Don-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.