Helgafell - 01.09.1942, Page 24

Helgafell - 01.09.1942, Page 24
252 HELGAFELL Þú efar sjálfur þær sögur enn? —- Það séu ekki til svo vondir menn, svo aldauða muni ekki mannúð og æra. — Margt þarft þú, bróðir, enn að læra! I nauðsyn láttu þitt líf, var boðað. Vér létum það! Hefur fórnin stoðað? Vor mannraun er gleymd, um vorn málstað hljótt. Þú mátt ekki sofa lengur í nótt! Þú mátt ekki kreika til kauptorga þinna, er kalli tímans þér ber að sinna! Þú mátt ekki líta á þinn akur og eyk sem afsökun til þess að skerast úr leik! Þú mátt ekki hírast í helgum steini með hlutlausri aumkun í þögn og leyni! Þau hrópa, slitrin af mannsrödd minni: Þú mátt ekki gleyma köllun þinni! Á friðarins arin þeir fártundur bera. Fyrirgef þeim ekki. Þeir vita hvað þeir gera! Með hatursins boðskap þeir mannvonzku magna Af morðum þeir gleðjast og þjáningum fagna. Þeir áforma að blóðmarka allar þjóðir! Þetta er ekki t r ú , heldur v i s s a , bróðir! Þú veizt, að börn þeirra á vorri tíð vígþjálfuð skálma á alfarastigum og espuð af mæðranna innfjálgu lygum syngja um þá fremd ,,að fara í stríð“.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.