Helgafell - 01.09.1942, Síða 25

Helgafell - 01.09.1942, Síða 25
ÞÚ MÁTT EKKI SOFA 253 Þú veizt þau lýðsvik, er múgsins mergð til ,,manndóms“, ,,trúfesti“ og ,,sæmdar“ hvetja. Þú veizt, að barnið vill heita ,,hetja“ og rjálar fegið við fána og sverð. Og senn verða ,,hetjunum“ hlutverk dæmd: að hanga og rotna í gaddavírspoka, til uppdráttar Hitlers ariska hroka. Þú veizt það er mannsins mesta sæmd. Ég vissi þetta ekki. Því fór sem fór. Mitt fall var maklegt. Mín sök var stór. Ég trúði á réttarins mark og mið: á menningu, kærleika, starf og frið. En hver, sem ei lífinu hættir í flokki, má hætta því e i n n — á böðuls stokki. Ég hrópa út úr myrkrunum! Hjálp vil ég bera! Hér er ei nema um eitt að gera: Ver þig, í fólksins samfylgd, sjálfan og svo þín börn! Því hún logar, álfan!“ Ég nötraði af kulda og klæddist skjótt. í kring var tindrandi stjörnunótt. En árdagsblika með illum roða árétti draumsins fyrirboða: Dagrenning handan hafs og fells hófst í vígroða blóðs og elds, — stóð á öndinni stjörf af geig, svo stjörnurnar virtust titra af beyg. Ég hugsaði: Hin skarpa skálmöld rennur. Vort skeið er fullnað. Vor álfa brennur!

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.