Helgafell - 01.09.1942, Page 26

Helgafell - 01.09.1942, Page 26
Kristmann Guðmundsson: Bækur mínar. í. Eftirmæli bókasafns ,,Helgafell“ Kefur mælzt til þess, að ég skrifaði eitthvað um bókasöfnun og bókaeign. Það mun vera sökum þess, að ég hef átt dálítið af skruddum og fengizt við að safna þeim. En það er hvort tveggja, að ég varð aldrei mjög vel heima í þeirri mennt, og að ég nú hef fargað flestum þeim bókum, er ég átti. Þó má ég vel minnast þeirra með nokkrum orðum, ef einhver skyldi geta stytt sér stundir við að lesa þau. Þegar ég var átta ára gamall, dreymdi mig eitt sinn, að ég kæmi inn í sal einn stóran og fullan af bókum. Mér var sagt, að ég mætti taka þarna eins mikið lesmál og ég gæti komizt með á brott. Lét ég ekki segja mér það tvisvar. Ég brá blundi, einmitt þegar ég var að rogast út úr salnum með gríðarstóra byrði af alls konar skræðum. Voru mér það sár vonbrigði, að vakna bóklaus í fleti mínu, því æfinlega hafði ég oflítið að lesa. Þetta var óefað éins konar hungurdraumur: Hugur minn skóp sér í svefnvímunni upp- fyllingu þeirrar óskar, er ekki gat rætzt í vöku. Sem dæmi upp á lestrar- hungur bernskuára minna, skal ég nefna það, að ég lagði tíu ára gamall í sjöundu útgáfuna af biblíunni, og las hana alla spjaldanna á milli — tvisvar. Enn minnist ég þess, hve bókabyrðin, sem ég rogaðist með út úr salnum dreymda, var þung. Og oft hafa bækur mínar orðið mér þungar í vöfum, því að ég hef eiginlega aldrei átt fast heimili, fyrr en ég kom hingað til Hvera- gerðis. Og maður verður sveimér var við að flytjast oft á milli húsa, hvað þá landa, með fjögur — fimm þúsund bindi af bókum! (Hitt var óneitanlega nokkuð skjótur árangur af því að gerast íslenzkur rithöfundur á íslandi, að mér mátti ekki auðnast að eiga samtímis þak yfir höfuðið og bókasafn það, er ég hafði þó aflað með fé fengnu erlendis.) Á bernsku- og æskuárum mínum, meðan ég var heima á íslandi, eign- aðist ég þó nokkrum sinnum ofurlítil bókasöfn. Sumar þeirra bóka voru fá- gætar, þótt mér væri það ekki ljóst þá; aðrar urðu það síðar. En ævinlega neyddist ég til að selja þessar bækur mér til framdráttar, og hygg ég, að það muni verða hlutskipti mitt til æviloka, á meðan ég eignast nokkra bók. Það kemst upp í vana, eins og hvað annað, og aldrei nema gott að hafa nokkra æfingu í þvx að missa það, sem manni er dýrmætt. Meðan ég dvaldi utanlands átti ég alltaf talsverðan bókakost, enda varð mér æ léttara að afla hans eftir því sem árum fjölgaði. Ég las kynstrin öll

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.