Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 28

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 28
256 HELGAFELL En ég hafði mörgu að sinna og varð því ekki af þessu lengi vel. Ég hugsaði sem svo, að tíminn til þess yrði nægur, þegar ég væri alfluttur heim. Þá vissi ég ekki, að íslenzkum bókum er í rauninni hægara að safna í útlöndum en hér! Mér þótti gaman að kynnast aðferðum bókasafnara og áhuga þeirra; þekkti ég nokkra persónulega, en aðra las ég um. — Bókasöfnun er ekkert nýtízkufyrirbrigði. Flennar er þegar getið í fornsögu menningarinnar, þeirri fræðigrein, er um langt skeið var mitt mesta yndi. Assúrbanípal hefur konungur heitið, er réð ríkjum í Assýríu á árunum 669—625 fyrir Krists burð. Hann var lærður maður, og grobbar af því í riti, að hann sé hinn eini konungur er lært hafi fleygrúnir til hlítar, en skrift sú er ekki heiglum hent, þótt fögur sé álitum og skipuleg. Er stórum hægara að læra myndletur Forn- egypta en hana. Mér er ekki kunnugt um nafn neins bókasafnara á undan Assúrbanípal, þó ráða megi af líkum, að þeir hafi verið til, bæði í Assýríu og annars staðar. ,,Skræður‘‘ hans fundust í rústum Nineveborgar fyrir eigi allmörgum árum síðan og eru nú í Lundúnum. Er það mikið safn: tuttugu og tvö þúsund leir- og steintöflur, og kennir þar margra grasa sem vænta má. Allt eru þetta handrit*). Hefur H. H. látið safna þeim hvar sem til náðist, en látið afrita sum, eftir öðrum samhljóða, að því er næst verður komizt. Þarna eru og bækur eftir hann sjálfan, og hefði hann betur látið þær óritaðar sumar! En þetta safn er meðal allra merkustu fornleifa, er fundizt hafa, og eykur gífurlega skilning á — ekki einasta Assýríumönnum, þessari döpru, en herskáu og viðbjóðslega grimmu þjóð, — heldur og öðrum þjóð- um þess tíma; skýrir auk þess nokkuð uppruna ýmsra eldfornra sagna, þar á meðal Jobsbókar. (Gilgamess-sögnin í safni Assúrbanípals er efalítið frumútgáfa hennar). Og nokkurri glætu bregður þetta bókasafn yfir elztu menningarþjóð heimsins, sem vér vitum deili á: hina dularfullu Súmera. — Egon Friedel, höfundur nafnfrægustu og víðlesnustu menningarsögu, sem rituð hefur verið á vorum tímum, telur Assýríumenn hafa verið sálarlausa, á líkan hátt og kattdýrin, og styður þá tilgátu sína mjög skemmtilega. En því merkilegra fyrirbrigði er fræðimaðurinn og bókasafnarinn Assúrbaní- pal. Líklegt þykir mér, að nokkrir dropar af súmersku blóði hafi runnið í æðum hans, því sálarlíf hans hefur verið ferlega öfgakennt, eftir því sem ráða má af ritum þeim, er hann hefur samið sjálfur eða látið skrifa um sig. Hann lifði kyrrlátu og friðsömu lífi allt fram á elliár, og var að því leyti mjög ólíkur fyrirrennurum sínum. En að síðustu reyndist hann þó eng- inn eftirbátur þeirra í því, sem auðkenndi þá mest. Hann varð nefnilega á gamalsaldri ástfanginn af dóttur frænda síns og undirmanns, furstans í Súsaborg, og sendi menn til að biðja hennar sér til handa. En furstinn í *) Því aS þótt Kríteyingar notuðu lausaletur um 1000 árum fyrir daga Assúrbanípals, verður þess hvergi vart annars staðar í fornbókmenntum Miðjarðarhafslanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.