Helgafell - 01.09.1942, Page 30

Helgafell - 01.09.1942, Page 30
258 HELGAFELL að harma það. Ég hafði af henni mikla ánægju og dægrastyttingu, eínmitt á tímaskeiði, er þetta hvort tveggja kom í góðar þarfir. Og fræðslan, sem mér veittist af þessu, er mér ómetanleg, því ég var áður smánarlega ófróður um bókmenntir og tungu lands míns. — Margir halda, að gamlar bækur séu leiðinlegar, en það er nú síður en svo. Það er skemmtilegt að lesa gamla sálma, t. d. Grallarann og Jónspostilla verður hreinasta lostæti, þeg- ar maður hefur vanizt bragðinu. Enginn nútímamaður getur haft annað en gott af því að lesa fornar bænir og andleg kvæði! Vinagleði Magnúsar Stephensens og Lestrarbók alþýðu, eftir Þórarin Böðvarsson, eru inndælar bækur á sinn hátt. Einkum vildi ég ráðleggja ungum skáldum, er kynnast vilja „sál" þjóðar sinnar, að lesa vandlega gömlu bókmenntirnar. ,,Hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu“. (Jón Helgason). Þótt ég hafi neyðzt til að farga bókasafni mínu, tel ég það ekki glatað mér. Ég hef átt það og lesið það. Og ég minnist þess með gleði. Kristmann Guðmundsson.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.