Helgafell - 01.09.1942, Page 35

Helgafell - 01.09.1942, Page 35
HEILSUFAR OG HINDURVITNI 263 lækninga, en þessu er alls ekki svo fariÖ. Þvert á móti er það svo, að sog- skálar hafa reynzt hin sæmilegasta læknisaðferð við mörgum óljósum kvillum, er verkir fylgja. Skýringin á því, hvernig sogskálar bæta verki og þess háttar, er sennilega sú, að þegar þær eru settar á hinn sjúka stað, kem- ur aukin blóðsókn að staðnum, háræð- arnar þar víkka út og hleypa meiru af nærandi blóði að staðnum en ella, og blóðið tekur þá einnig upp úrgangs- efni á hinum sjúka stað og ber þau burtu. Ég gat þess hér að framan, að sogskálarnar drægju blóð út úr háræð- unum og valda þannig mari á yfir- borði. Við þetta komast efni þau, sem í blóðinu eru, út í vefinn, þar á meðal hvít og rauð blóðkorn, en þau eiga þar ekki heima. Verður því að rýma þeirr burtu hið fyrsta. Rauðu blóðkornin leysast sundur á staðnum og efnin, sem í þeim eru, og þess vegna taka marblettir ýmsum litarbreytingum úr bláu í grænt og síðast í gult, unz marið smáhverfur. Það fer því fram hreins- unarstarf á staðnum og annast um það ýmsar frumur, sem smjúga út úr blóð- inu og ryðja valinn, ef svo mætti segja. Það sem á sér stað, er því svipað því, er gerist, þegar líkaminn læknar bólgu. Læknirinn framkallar í raun og veru smávegis bólgu með sogskalunum, bólgu, sem er frábrugðin bólgu í venju- legum skilningi í þvi, að her eru engir sýklar að verki. En við þetta beinist blóðrásin betur en ella að hinum sjuka stað, og þar með varnarkraftar likam- ans sjálfs, og bati sá, er fæst, er þessu að þakka. Fyrrum tíðkaðist það, að höggvið var í með bíld eftir koppsetningu, og einstaka skottulæknar gera þetta enn í dag. Þótti mikils um vert að hleypa marða blóðinu út, þegar búið væri að draga það út að yfirborðínu. Ég hef orðið þess var, að sumum sjúklingum byki hér um afturför að ræða, þar sem læknisfróðir menn höggva ekki í á eft- ir, en láta sogskálarnar nægja. Fólk ber mestu virðingu fyrir óholl- um vessum, sem séu í líkamanum. og er vessatrúin eldgömul kredda. Það vantaði heldur ekki, að séð væri um að láta vessana koma, og var það, sem fyrr segir, fyrst og fremst gert með þvf að höggva í á eftir koppsetningu og láta blæða úr. En oft var og er bætt um með því að setja plástur yfir og láta hann ,,draga‘‘, sem kallað er. En þetta, að plástrar draga, er ekki annað en það, að margir þeirra valda bruna, missterkum þó, eftir því hver plásturinn er, og sá vessi, sem út kem- ur, þegar settur er plástur yfir kopp- setningarsár, er ekki annað en bólgu- og brunavessi, sem kemur fram vegna aðgerðarinnar, en eigi af því, að um sé að ræða neina óholla vessa í líkam- anum, er hleypa þurfi út fyrir alla muni. Margur sjúklingurinn er fullur lotn- ingar fyrir þeim vessum, er gangi út úr líkamanum víð vessandi eczem og t. d. fótasár, sem oft koma vegna æða- hnúta. En þessir vessar eru eingöngu bólgufyrirbrigði. Ég hef rekizt á það, að einstaka fólk hefur fengið skottulækna til þess að brenna sig með steinolíubökstrum, og þótt það gefast vel. Steinolíubruninn getur haft svipaðan læknismátt og ýmsar mannúðlegri aðfarir og mein- lausari, eins og t. d. sogskálar eða sinnepsplástur. Gildi steinolíubruna sem læknisráðs, ef leyfilegt er að kalla hann því nafni, er eingöngu fólgið í því, að fram kemur bólga, er beinir varnarkröftunum að þeim stað, sem brenndur er. En steinolíubruninn er

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.