Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 37

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 37
HEILSUFAR OG HINDURVITNI 265 varlegur hlutur. En einnig þetta er hinn mesti misskilningur og hinn háskalegasti fyrir sálarfriðinn, því að hvernig mundi það enda, ef blóðið rynni öfugt eða tæki öfuga rás, eins og það er líka orðað ? Blóðið getur aldrei runnið öfugt í nokkrum lifandi manni, ekki einu sinni brot úr sek- úndu. Náttúran sér um það. Blóðrás- inni er svo hagað, að hjartað daelir blóðinu um slagæðarnar út um allan líkamann, þá fer það um háræðarnar inn í bláæðar og eftir þeim til hjart- ans á ný. Ef það rynni öfugt, ætti það að fara frá hjartanu út í bláæðarnar, eða þver- öfugt við það, sem það gerir. En þetta er engin lifandi leið. Bláæðarnar eru þannig gerðar, þegar út um líkamann kemur, að í þeim eru lokur, líkt og vasar innan í æðaveggnum með stutt- um millibilum. Þegar blóðið rennur sína eðlilegu rás, stefnir straumruinn á botninn á þessum vösum, ekkert blóð kemst því inn í þá, og þeir leggjast tómir að æðaveggnum og hleypa blóð- inu áfram eðlilega leið. Ef blóðið fyndi hins vegar upp á þeirri óhæfu, að ætla að renna öfugt, stendur blóðstraumurinn í æðunum beint ofan í vasana, þeir mundu fyll- ast á augabragði og fylla æðarholið að innan, þannig, að blóðið kemst alls ekki þá leiðina. Náttúran hefur hagað öllu þessu svo vísdómslega, að blóðið getur alls ekki runnið um líkamann nema í hina einu eðlilegu átt, og því er ekkert að óttast í þessu efni. Enda þótt um lokugalla kunni að vera að ræða í hjartanu sjálfu, eru ótal örygg- islokur í æðunum, er bjarga öllu í höfn hvað þetta snertir. Þá skal ég loks drepa á þá algengu trú, að fólk fái lungnabólgu og aðra hitasjúkdóma vegna þess, að því hafi orðið mjög kalt, eða ofkælzt. Lungnabólga og aðrir hitasjúkdóm- ar stafa fyrst og fremst ávallt af sýkl- um, er halda til í líkamanum eða kom- ast inn í hann. Hvort maður Veik.ist af slíkum sjúkdómi, er mest komið und- ir því, hvernig varnarkraftar líkamans standa að vígi gagnvart sjúkdómun- um, sem og því, hvort maður er næm- ur fyrir sjúkdómnum. Allt, sem miðar að því að lama eða draga úr varnarkröftunum, getur átt sinn þátt í að sjúkdómur brjótist út, og meðal þessa getur ofkæling eða inn- kuls komið til greina sem hjálparorsök aðeins, en sýklar eru frumorsökin. Þá má einnig benda á það, að fjöl- margir hitasjúkdómar byrja með köldu og hrolli og jafnvel sjálfta, t. d. tak- lungnabólga, og er það aðeins eitt byrj- unareinkenna sjúkdómsins, er stafar af því, að líkamshitinn er ört að hækka, en ekki af ofkælingu. Hins vegar lítur almenningur oft svo á, að þessi hrollur eða skjálfti sé ein- kenni um ofkælingu, og að lungna- bólga stafi af henni, en hið rétta er oftar, að lungnabólgan eða hitasóttin er þegar byrjuð, en skjálftinn aðeins einkenni þessa. Hér er ekki rúm til að drepa á fleiri atriði af öllu því, er leiðrétta þyrfti af röngum hugmyndum fólks um sjúk- dóma og skyld efni. Ástæða er til að vara fólk við að trúa öllu, sem því er sagt eða það býr til sjálft, til skýring- ar sjúkdómum. Oruggast er að leita fræðslu um þessi efni hjá öfgalausum, en dómbærum mönnum. Jóhann Sœmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.