Helgafell - 01.09.1942, Síða 38

Helgafell - 01.09.1942, Síða 38
BRÉF FRÁ LESENDUM Eru Passíusálmarnir ortir á hollenzku? ,,Fyr«t tóku þeir Jesú minn fró mór. Nú eru Jreir búnix að taka Guð minn frá mér Hka. En Djöfulinn minn skulu þeir þó aldrei frá mér taka!" (Ensk trúkona). Dulspekingar spáðu því meðal annars um lrina fyrri heimsstyrjöld, að á hinu fjórða ári hennar mundi koma frá norðlægu landi mikill maður, sem hnekkja skyldi böli mannskepn- unnar. Enn mun ekki fullráðin gátan, hvort þessi spádómur rættist né hvar hann kom nið- ur. En nú gerast í þessari styrjöld tíðindin sjálf, þó að enginn spádómur væri á undan genginn. Maður einn í Norðurlandi hefur óforvarandis rneðtekið orð Jahve og birt það fyrir lýðnum (f Alþýðubl. hinn 12. og 23. sept.). Ekki er það upphaf vizkunnar, sem til hans kom, held- ur niðurlag hennar, þá er hún var mjög langt leidd orðin. En þetta er hin síðasta vizka, sem opinberuð skal fávísum lýð, og þeim, sem jengi hafa þverskallast, — vitrun sú, sem kom til Halldórs Halldórssonar, ungs manns, þá er hann var að kenna feðratungu sína í menntaskóla Norð- lendinga, á dögum þeirra Halldórs Kiljans og Ragnare í Smára, á fjórða ári styrjaldarinnar, í nfunda mánuðinum: Sjá, ég hef útvalið þig sérstaklega! Far þú og spá þú hjá lýð mínum! Seg þú þeim, sem þverekallast, og seg þú allri þjóð þinni: Hrafn- kelssaga, hún er ekki rituð á íslenzka tungu, eins og falsspámennirnir hafa kennt. Og þú skalt segja þeim, til sannindamerkis, að þær breytingar, sem Kiljan hefur nú gert á þessari bók, það eru ,,ekki stafsetningarbreytingar, heldur málbreytingar". ,,H. K. L. hefur þann- ig breytt máli b6\arinnar“. Og þú skalt enn endurtaka það, , ,oð máli b6\arinnar hefur ver- íð breytt". Allt þetta skaltu segja þeim orð- rétt, eins og ég legg þér í munn, svo að þeir trúi þér og láti af þvf að þverskallast gegn sannleikanum. Þennan boðskap vil ég láta út ganga af munni þínum, í nafni hinna fáu út- völdu, ,,sem hafa gert sér þaS oð atvinnu ið breyta meSalgreindu alþý&u)6lki ! hcimslc- ingja". Þetta skalt þú og birta þeim orðrétt. Og þú skalt ekki Játa hér við sitja, heldur skaltu segja þeim, að það athæfi, sem Kiljan hefur í frammi haft, það séu ,,fornritaþýSingar“, og þú skalt setja þetta orðrétt sem yfirskrift grein- ar þinnar, að öllum megi þetta augljóst verða, svo að mennirnir hafi enga afsökun. Og orðið, sem kom til Halldórs Halldórsson- ar, hefur þegar borið ávöxt í ísrael. Aðrir menn, sem fúslega hafa viðtöku veitt þessum lærdómi, sanna nú á prenti, að Laxdæla saga er ekki heldur á vora tungu rituð. Einn kviðl- ingur tekur þar af öll tvímæli: „Halldór og ek, höfum engi þrek." Og gott var það, að kviðl- ingurinn týndist ekki. Orð drottins kom þá helzt til spámannanna, er fárlegir atburðir höfðu orðið í landinu, og svo er enn með oss. Kiljan er ráðinn illí að gera, enn sem fyr; hann tekur Hrafnkelssögu of- an úr hillu sinni og lætur vélsetjara, skynbæran mann, setja hana á lögboðinni stafsetningu, hinni kínversku, sem af mikilli vizku er ætluð börnum og alþýðu þessa lands. Bóksali nokkur gefur út bókina og selur tíföldu verði, að þvi er talið er. En það er háttur fjáraflamanna, að gera sér að gróða heimsku yfirvalda og almenn- ings. En í skynsamlegu þjóðfélagi mundi jafn- vel Ragnar í Smára ekki hafa komið slíku bragði við: enn síður getað haft sér þetta að hefndargamni. Menntamálaráð hefði átt að gefa út Hrafnkelssögu fyrir sitt fé, handa börn- um og unglingum, og ekki upp á hina kín- versku stafsetningu, eins og Kiljan hefur gert af löghlýðni, heldur á einfaldri og alþýðlegri stafeetningu. Enn beinna lægi þó við, að ríkis- útgáfa skólabóka gerði þetta. En hvorug þess- ara menningarstofnana hefur séð í þessu sóma sinn. Nú er aukin hejdur svo haglega frá gengið, að með illvirkjum skal hver sá talinn, sem gerir sig líklegan til að greiða barninu veg inn í heim fornsagnanna, ef hann gerir það á þá einu leið, sem fær er: að rjúfa þyrnigerði staf- setningarinnar. Tvær markverðar tilraunir hafa verið í frammi hafðar til að gera fornsögurnar aðgengilegar fyrir börn og unglinga. Hið fyrra tilræðið frömdu þeir Þórhallur biskup og Pálmi Pálsson;

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.