Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 41

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 41
BRÉF FRÁ LESENDUM 269 nú er þessari lyginni líka hnekkt. Sannleikans vegna verðum vér og að komast af án drottins. En þegar tvennt hið betra er farið, þá fyrst verður Djöfullinn öldungis ómissandi og skal aldrei verða frá okkur tekinn. Stafsetningunni, sem aldrei hefur á fomsögunum verið fyrr en í okkar tíð, henni einni má ekki til eilífðar hagga. Það fáa, sem satt gæti verið í fornsög- unum, skal heldur ekki satt vera; málið á þeim er elcki okkar mál. En káið og téið skal vera ævinlegur helgidómur þjóðarinnar, og zetan tákn og innsigli þessa helgidóms. Og þessi ó- missandi og kæri Djöfull okkar skal verða vor eina eign og akkeri sálnanna, sem búið er að svifta trúnni á fegurÖ sagnarinnar og eign okk- ar eigin tungu. Hann einn skal varÖveittur og gefinn hverju litlu barni og keyrður inn í vit- und þess svo snemma og svo fast, að hann verði aldrei þaðan tekinn. Og færi svo, að zetu-liÖið fyrir sunnan tæki nokkuð að hika eða þykja nóg um trúarjátningu sína, þá verð- ur ekki um villst, að menntaskóli Norðlendinga muni til þess útvalinn, að verða hin ósigrandi Stalingrad, þaulgirt gaddavír stafkrókanna, þrautavígi Djöfulsins okkar, sem börn vor eiga nú einan eftir á að trúa um velferð íslenzkrar tungu. Það hafa flestir haldið hér til, að zetu-liðs- menn og hetjur kínversku stafsetningarinnar væru ekki annað en dyggar og trúar stafkróka- sálir, heiðarlegir mandarfnar. Nú sýnir það sig, að þessu muni enn öÖruvísi farið. Þessir menn ætla að færa næsta dýrar fórnir fyrir sinn heilaga dóm. hina dauðu bókstafi. Það er að vísu ekki sagt, að þeir fórni lífi sínu né daglegu brauði og öðrum hégóma. En þeir vilja fúsir fórna því, sem er miklu dýrara. Þeir eru albúnir að fórna sjálfri feðratungu þjóðar- innar, megi þeir aðeins halda stafkrókum sín- um. Helgi Hjörvar. Hallgrímskirkja Líkan af hinni fyrirhuguðu Hallgrímskirkju var til sýnis í nokkra daga í sumar, og almenn- jngi þar með gefinn kostur á að kynnast fyrir- huguðu útliti hennar. — Líkan þetta var gert eftir uppdrætti Guðjóns Samúelssonar, húsa- meistara ríkisins, en eins og menn vita hefur honum verið falið verkefnið samkeppnislaust. Þrátt fyrir samróma yfirlýsingu dagblaða og einstakra manna um að hér væri á ferðinni hæði djúpúðug og rammíslenzk list, mun mörg- um hafa þótt furðulegt og varhugavert að hugsa til slíkra stórræða sem byggingar mestu kirkju Jandsins, án þess að stofna til samkeppni, svo útséð yrði um það, hver húsameistara vorra reyndist færastur til að leysa hið vandasama viðfangsefni á skynsamlegastan og fegurstan hátt. Þar sem þjóðin hefur fleiri húsameistur- um á að skipa en Guðjóni Samúelssyni, verður það að teljast undarlegt fyrirhyggjuleysi, er hæfileikar stéttarbræðra hans eru sniðgengnir eins og hér er raun á. — Húsameistara ríkisins geta verið mislagðar hendur engu síður en öðr- um dauðlegum mönnum, enda var Hallgríms- kirkjuhugmynd hans, eins og hún birtist í áð- urnefndu líkani, alvarleg bending um það, að skynsamlegast mundi vera að staldra við og yfirvega málið vandlega, áður en ráðist verð- ur til frekari framkvæmda. Hin mikla kirkja verður ekki einungis minn- isvarði Hallgríms Péturssonar, heldur einnig tákn þeirrar menningar, sem þróaðist á Islandi rúmum þrjú hundruð árum eftir dauða hans, og því væri óneitanlega æskilegt, að í henni fælist nokkur sönnun þess, að hinn skýri, ein- lægi og tildurslausi andi höfundar Passíusálm- anna sé ekki með öllu þurrkaður út úr íslenzkri þjóðarsál. Líkanið af Hallgrímskirkju Guðjóns Samúels- sonar vitnar hins vegar um hugsunarhátt, sem er með öllu óskjddur þeim, sem hingað til hcf- ur þótt frami í að telja íslenzkan. I stað hins óbrotna, einlæga og fast mótaða stíls, sem er aðalsmerki andlegra afurða þjóðarinnar eins og þær eru beztar, er hér um að ræða hjákátlega tilraun til að bræða saman nokkra gamla — og nýja? — útlenda stíla, sem ekkert eiga skylt hver við annan, en allir eru í argasta ósamræmi við þann efnivið, sem Hallgrímskirkja verður reist af, og reyna að láta þetta líta út sem persónulegt verk. Ofan á fáránlegar hugmyndir um tilgang og fegurð húsagerðarlistar bætist eitthvert óþolandi tildurslegt hugarfar, sem birt- ist einna skýrast í hinum furðulega turni, þess- ari afbökun af Effelturninum í París, sem er stillt upp framan við aðalbygginguna, sem aftur a moti er samsuða gotnesks og byzantísks stíls. Heildarsvipur líkansins af Hallgrímskirkju er mótaður af því alvöruleysi, sem einkennir van- hugsuð listaverk, en listaverk er ætíð van- hugsað, ef hvert einstakt atriði, smátt sem stórt, hefur ekki sitt hlutverk að vinna í þágu heildar- innar. Ekkert er fáránlegra eða alvörulausara í list en meiningarlaust tildur og andvana til- raunir til persónuleika. Hver hlutur verður að skapast af sjálfsagðri þörf, hvort sem er frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.