Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 42

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 42
270 HELGAFELL andlegu eða „praktisku" sjónarmiði, og þvt vitnar heildarsvipur hins sanna listaverks alltaf greinilega um alvöru og dýpt listrænnar tilfinn- ingar höfundar þess. Ef Hallgrímskirkja verður reist eftir uppdrætti Guðjóns Samúelssonar, er illa farið. Enginn ef- ast um það, að mönnnum, sem standa að framkvæmd þessa verks, sé full alvara um að reisa Hallgrími Péturssyni og íslenzkri kirkjumenningu virðulegan minnisvarða. Þeir ætlast ekki til að miklum fjármunum verði sóað í byggingu nýs sýnilegs tákns þess gelgjuháttar og óljósu hugtaka, sem komandi kynslóðir munu álíta sorglegan þátt £ nútíma- þjóðlífi íslendinga. Við eigum nóg slíkra minn- ÍBvarða, og því væri æskilegt, að öllum dugandi húsameisturum landsins yrði falið að gera upp- drætti af Hallgrímskirkju, og síðan valið úr hið viturjegasta, er fram kemur. Með því mætti af- stýra þeirri ógæfu, sem nú vofir yfir þjóðinni: Að samtímis því, að aðrar þjóðir sjá ýms feg- urstu verk menningar sinnar leggjast £ rústir af völdum ófriðarins, verði hér reist eittlivert afkáralegt tildur, sem teljast mun tii menning- arlegra stórslysa, þegar fram líða stundir. Þorvaldur Skúlaaon. Jóhann Briem gegn Steini Steinarr í siðasta hefti Helgafells skrifar Steinn Stein- arr skáld greinarkorn um Jist Þorvalds Skúla- •onar. Ég er greinarhöfundi fullkomlega sam- mála um það, að hér sé um óvenjugáfaðan listamann að ræða, en ég get ekki stilit mig um að gera nokkrar athugasemdir við þá að- ferð, sem St. St. notar til að kynna málara- liat fyrir islenzkum lesendum. Greinin er að mestu almenns efnis, gæti átt við um hvaða listamann sem er. Ef til vill gef- ur hún nokkra hugmynd um eðli málaralistar yfir höfuð, en þar er enga skýringu að finna á sérkennum þess listamanns, sem hún á að fjalla um. Og stundum er frásögnin beinlínis villandi. T. d. þessi setning: „Manni finnst maður ajdrei fyrr hafa komizt svona nálægt hlutunum. Það, sem upprunalega blasti við auganu, er þurrkað út, og eitthvað nýtt komið £ staðinn. Kjarni hlutanna, eðli hlutanna". Þótt þetta eigi eflaust við um marga list, er þetta einkennileg skýring á verkum Þorvalds Skúlasonar. List hans er óhlutkennd, sprottin upp úr sálarlífi höfundarins fremur en veru- Ieikanum, þótt veruleikinn hafi mikla þýðingu fyrir alla list. Mig langar að vitna £ ummæli Þorvalds sjálfs, er ég heyrði hann segja fyrir ári síðan. Hann hafði dvalið á Húsafelli mikinn hluta sumars- ins, og lét kunningi hans í ljós undrun yfir þv£, að hann hafði aldrei málað Eiríksjökul. Þorvaldur svaraði á þá leið, að f myndinni ajálfri væri Eiríksjökull ekki þýðingarmeiri en lend á hvitum hesti, er risi upp bak við moldarbakka. Þótt samlíkingin sé vitanlega val- in £ gamni, gefur hún nokkra hugmynd um skoðun Þorvalds. Hvorttveggja birtist £ mynd- inni sem bogadreginn, hvítur flötur, og því er enginn munur á þessu tvennu. Hvítt er hvitt, og sama, hvað það táknar. — Og þó er ein villan langtum verri en allar hinar. í greininni stendur: ,,Hann (Þ. S.) er i raun og veru fyrsti fslenzki listmálarinn, sem flytur okkur tækni og anda hinnar stóru heimslistar með miklum jákvæðum árangri". Ég held að flestir viti, að aðrir voru komnir á undan, og er þá óþarfi að ræða þessa fjarstæðu nánar. I grein St. St. er hvergi vikið að hinu ytra formi myndanna, en það er £ raun og veru eini möguleiki listamannsins til tjáningar. Það, sem ekki birtist £ þvi, er ekki til f myndinni. Sjálft verkið er ekki annað en form, litir, bygging og áferð. Og það er hlutverk þeirra, sem skýra listina, að gera sér grein fyrir þvi, hvernig þessir ytri eiginlei\ar túlka sálarlif listamanns- ins, skoðanir hans og reynslu. Það er tilgangslaust að lýsa myndum með þv£ að segja að ,,þær búi yfir einhverjum dul- arfullum töfrum, sem stundum geti verkað eins og sterkt vfn“. Þetta er innantómt glamur, sem skýrir ekki neitt. Hin glæsilega listgáfa Þorvalds Skúlasonar er sannarlega þess verð_ að um hana sé skrif- að af meiri þekkingu og skilningi, en St. St. gerir i grein sinni. Jóhann Briem. Ritfrelsið ,,undir ráðstjórn“ Þegar annar af ritstjórum Helgafells fór þess á leit við mig á miðju síðastliðnu sumri, að ég skrifaði ritdóm um bókina ,,Undir ráðstjórn" £ sumarhefti tímaritsins sagði hann mér, að hann hefði einnig beðið Sverri Kristjánsson sagnfræð- ing að skrifa ritdóm um hana og mælzt sérstak- lega til þess, að hann ræddi það og rökstyddi. hvort eða að hversu miklu leyti um ritskoðun eða ritfrejsi væri að ræða í Ráðstjórnarríkjun- um. í ritdómi sínum ræðir Sverrir rnál þetta «f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.