Helgafell - 01.09.1942, Page 45

Helgafell - 01.09.1942, Page 45
L'ETTARA HJAL C NGAR stórvægilegar breytingar munu hafa átt sér stað í menningarlífi þjóðar- innar frá því er Helgafell kom út síðast, enda er þess naumast að vænta í slíku góðæri, sem nú er. Því auk þess sem það er eðli menning- arinnar að fara sér hægt og gætilega, hafa stjórnmálamenn vorir og aðrir liðsforingjar í menningarbaráttunni verið óvenjulega miklum ónnum kafnir í sumar, sem stafar sérstaklega af því, að þeir hafa orðið að fara tvisvar á stúfana, með stuttu millibili, til þess að bjarga þjóðinni hver undan öðrum, í stað þess að þeir hafa venjulegu ekki þurft að bera umhyggju fyrir henni nema fjórða hvert ár, og má því nærri geta, að þeir hafi haft lítinn tíma aflögu til að sinna andlegum velferðarmálum. Hins- vegar hefur efnalegri velmegun þjóðarinnar fleygt fram að undanfömu með slíkum leiftur- hraða, að vart festir auga á, og minnir þjóðin í því tilliti einna helzt á manninn á Akureyri forðum, sem settist í fyrsta ÆFINTÝRALEG sinni á æfinni á mótorhjól, ÞRÓUN. með þeim afleiðingum, að hann ók á því í dauðans ofboði um vegi og vegleysur allan daginn og gat ekki numið staðar fyrr en bensínið var þrotið. Svo æfintýraleg hefur þessi þróun í við- skipta- og fjárhagsmálum þjóðarinnar gerst, að hvað úr hverju fer prentun íslenzkra peninga- seðla að verða álitleg atvinnugrein fyrir brezka heimsveldið, enda eru nýríkir hátekjumenn otðnir álíka algengt fyrirbrigði eins og óborg- aðir reikningar voru fyrir stríð. Er ekki annað sýnna, ef slíku fer fram, en að bráðum fáist ekki í bankastjórastöður og áþekk embætti aðrir en mjög óeigingjarnir hugsjónamenn, sem af meðfæddri föðurlandsást leggja það á sig að gegna þcim. Er þegar svo komið, að jafnvel rótgróin verzlunarfyrirtæki hafa neyðst til að hætta heimsendingum vegna þess að þeir, scm voru sendisveinar í fyrra, eru orðnir heildsalar í ár og eru sjálfir lentir í hraki með sendi- sveina. En þannig hefur jafnvel hið sælurík- asta ástand sínar skuggahliðar, og vel mættu menn setja sig í spor reyndrar og dugandi matsölukonu hér í Reykjavík, sem nýlega lét þess getið, að sér fyndist einasti gallinn á yfir- standandi styrjöld sá, að nú þyrði hún ekki lengur að „brúka munn“ við þjónustustúlkurn- ar eins og í gamla daga, því þá væru þær óðar þotnar úr vistinni og komnar í aðra arðsamari atvinnu. Mundu margir hafa gott af að gera sér það ljóst, að jafnvel stríðsgróðamenn hafa sitt hvað við að stríða, enda þarf ekki annað en sjá þá, suma hverja, til að ganga úr skugga um, að þeir muni þurfa að taka allverulegum og erfiðum lífsvenjubrcytingum, ef þeir eiga að verða eins „fínir“ menn og tekjum þeiira hæfir. Þá ber þess ekki að dyljast, að í sumar hefur þjóðin orðið fyrir þeirri reynzlu { sjálf- stæðismálum sínum, að framandi stórveldi hef- ur látið sér sæma að vera með nefið niðri í þeim og þykjast hafa vit fyrir okkur. Hins vegar munu allir á einu máli um það, að ekki hafi verið rétt, eins og á stóð, að „grípa til rót-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.