Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 47

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 47
LÉTTARA HJAL 275 leikríti, tónlist verður flutt og fyrirlestrar um bókmenntir og listir haldnir fyrir almenning í útvarpi og samkomuhúsum. Einnig hefur ver- ið boðað, að nýtt rit, ,&stastefnur“, eftir fónas Jónsson, sé væntanlegt um svipað leyti. Af íslenzkum bókum, sem komið hafa á markaðinn í seinni tíð, hefur Hrafnkatla i nýrri útgáfu vakið einna mesta athygli og öllu meiri en venjulegt er um gömul og þekkt HRAFNKATLA f En f LENDIR í MÁLA- fær orsakir> “ns J FERLUM. kunnugt er’ að utge£' endur sögunnar hafa verið sóttir til ábyrgðar vegna hennar, og er þeim réttilega gefið að sök að hafa notað löggilta stafsetningu í bókinni. Sýnir þetta ljóslega, að íslendingar hafa „bumor" á borð við hverja sem er, en eins og títt er um þá, sem eru „humoristar" að eðlisfari, verður þeim oft ekki ljóst fyrr en cftir á, hvenær þeim hefur tekizt bezt upp. — Munu menn bíða dómsúr- slitanna með nokkurri eftirvæntingu, því þótt dómarinn muni að vísu geta komizt hjá því að skera úr um það, hvort stafsetning íslenzka ríkisins sé út af fyrir sig á þá lund, að almennt sé ábyrgðarhluti að notast við hana, er málið engu að síður fróðlegt, þar sem niðurstaða dómsins virðist velta á því, samkvæmt lögum þeim, sem kæran byggist á, hvort Hrafnkels saga Freysgoða sé skrásett fyrir eða eftir 1400, en höfundi hennar hefur láðzt að taka nokkuð fram um það, og er honum það nokkur vorkunn, þar sem hann bjó hana ekki sjálfur undir prentun. Segir það sig sjálft, að það væri mikill léttir fyrir fræðimenn vora, ef sá háttur yrði tekinn upp, að láta dóm ganga um þessi og önnur vafaatriði í sögu vorri og bókmennt- um, og er óskandi að tilraun sú með Hrafn- kötlu, sem nú hefur verið gerð, megi takast það vel, að áframhalds megi vænta af slíkum sögurannsóknum. — Hinsvegar finnst Léttara hjali rétt að taka það fram, að það hefur ýmislegt að athuga við þessa útgáfu af Hrafn- kötlu. Fyrst og fremst er það að segja um formála Halldórs K. Laxness, að cnda þótt ástæða hafi þótt til að höfða mál gegn öllu öðru í bókinni en honum, og forseti Sameinaðs AI- þingis hafi jafnvel lýst yfir því, að hann hefði ekkert við formálanum að segja fyrir þingsins hönd, getur hann hvorki talizt samboðinn vel menntuðum rithöfundi né merkilegu riti. Unglingar geta að vísu bölvað sér til stundar- fróunar með sæmilegum árangri, en fullorðnir menn freista þess að jafnaði að Ieita skapsmun- um sínum virðulegra forms og þykjast hafa reynslu fyrir því, að það dugi þcim betur. Þá ber útgáfa Hrafnkötlu þess merki, eins og út- gáfan af Laxdælu í fyrra, að vera nokkuð fljót- ráðin, enda mun almennt litið svo á, að í bæði skiptin hafi verið um illa „styrjaldarnauðsyn” að ræða. Slík notkun fornritanna til hernaðar- þarfa mun að vísu fullkomin nýung, sem sann- ar enn ágæti þeirra, en því aðeins getur hún samt talizt viðkunnanleg, að sögunum sé um leið fullur sómi sýndur, og þó það mundi að sjálfsögðu flýta eigi lítið fyrir útgáfu klassiskra rita, ef menn tækju almennt þann hátt upp að láta prenta eitt eða fleiri gullaldarrit í hvert sinn, er þeim væri sérstaklega mikið niðri fyrir, er hæpið að það gæti nokkurntíma orðið traustur grundvöllur undir bókmenningu þjóðarinnar. Þar sem það er ennfremur vitað, að kostnaðar- manni þeirrar útgáfu, sem hafin er með Lax- dælu og Hrafnkötlu, var frá byrjun hugleikið að gera hana eins vel úr garði og föng yrðu á, munu margir telja æskilegt, að hann og þeir aðrir, er að útgáfunni standa, gæti þess liér eftir að láta eigi heimskulegar næturráðstafanir Al- þingis fleka sig til fleiri herbragða af þessu tagi. Upphaflega var til þess ætlazt, að hinni fyrirhuguðu alþýðuútgáfu fomsagnanna fylgdu fræðilegar greinagerðir, myndir og skýr- ingar, og að því mun nú að sjálfsögðu stefnt, ef áframhald verður á útgáfunni, eins og lík- Iegt má þykja, eftir þcim undirtektum, sem hún hefur fengið. Menning þjóðarinnar virð- ist ekki á svo traustum kili og samband henn- ar við fortíð sína og sögu síst svo náið, að hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.