Helgafell - 01.09.1942, Side 50

Helgafell - 01.09.1942, Side 50
Bókaútgáfa Menningarsjóðs Sakir fólksfœðar eru bækur yfirleitt gefnar út í fáum eintökum hér á landi, en af því leiðir, að þær verða að selj- ast háu verði. Margur bókhneigður maður, sem gjarna vildi kaupa bækur sér til skemmtunar og fróðleiks, getur ekki svalað þessari menningarþörf sinni, af því að efnahagur hans leyfir honum það ekki. Um langt skeið hafa starfað hér ýmis útgáfufélög, svo sem Bókmenntafélagfö, ÞjóSvinafélagiÖ og SögufélaguS, og liggur sama hug- myndin þeim öllum til grundvallar. Fé- lagsmönnum er safnað, og ritunum þannig tryggður meiri kaupendafjöldi en flestum bókum, sem seldar eru hér í lausasölu. Á þennan hátt hefur þess- um félögum tekizt að gefa út tiltölu- lega ódýrar bækur. Á síðustu árum hafa ýmsir tekið þessa gömlu hugmynd upp og blásið í hana nýju lífi. Mál og menning og Menningar- og frœSslu- samband alþýSu voru stofnuð árið 1937. (Bókaútgáfa hins síðarnefnda félags hófst þó ekki fyrr en árið eftir, 1938). Og árið 1940 gerðust þau tíð- indi, að MenningarsjóÓur hóf í sam- vinnu við Þjóðvinafélagið mikla út- gáfustarfsemi. Munu nú vera um 12.000 fastir kaupendur að bókum þessa útgáfufyrirtækis. Félagsmenn hafa fengið 7 bækur á ári og sumar viðamiklar, gegn aðeins tíu króna gjaldi, eða sjálfsagt við ferfalt lægra verði en almennt gerist á bókum. Otgáfustarfsemi Máls og menningar hefur aldrei notið opinbers styrks. En Menningar- og fræðslusamband al- þýðu hefur nokkurn styrk á fjárlögum til starfsemi sinnar, og rennur einhver hluti hans til bókaútgáfunnar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur þá sérstöðu, að á bak við hana stendur í raun og veru íslenzka ríkið. Utgáfustjórnin er kosin af Alþingi, og starfseminni ætl- uð rífleg fjárveiting. Þessi nýja bóka- útgáfa hafði þegar í upphafi álitlegan stofn kaupenda, þar sem félagsmenn Þjóðvinafélagsins voru. Á skömmum tíma hafði þetta nýja fyrirtæki aflað sér fleiri fastra kaupenda að bókum sínum en hin félögin og gat því boðið mönnum betri kjör, þ. e. látið þá fá meira lesmál fyrir sama gjald. Fyrir Menntamálaráði vakir, að bækur " þessar komist svo að segja inn á hvert heimili á landinu, að þær myndi iheimilisbókasafn. Með góðri aðstöðu iog dugnaði hefur útgáfustjórninni tek- izt að afla bókunum furðumargra • kaupenda. Hér er um merkilega og ' stórfellda tilraun að ræða til að bók- fæða almenning, ef svo mætti að orði komast, og með þessari útgáfu er smíðað tæki, sem gæti haft víðtæk : menningaráhrif á íslenzka alþýðu. Þótt hin ytri saga þessa útgáfufyrir-v tækis sé glæsileg, og ritum þess hafi ’ verið aflað mun fleiri kaupenda en

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.