Helgafell - 01.09.1942, Síða 58

Helgafell - 01.09.1942, Síða 58
266 HELGAFELL það borgi sig að haga lífi sínu vel og skynsam- lega, að svo miklu leyti, sem menn fá slíku ráðið fyrir , .eðlislögmálinu" og „utan að kom- andi öflum". En þessar athugasemdir snerta eingöngu inni- liald leikritsins. Um ytri byggingu þess, sem virðist annars mjög hefðbundin, hygg ég, að margt gott megi segja, og eins efast ég ekki um, að hlutur tónskáldsins Björgvins Guð- mundsson í þessum leik sé honum til sóma. þó ég geti ekki, af eðjilegum ástæðum, um hann borið. Um kvæði þau, sem í leikritinu eru, en þau eru all mörg, sé ég ekki heldur ástæðu til að fjölyrða. Þau bera það með sér að vera komin inn í leikritið sem söngtextar, fyrst og fremst, og þegar af þeirri ástæðu *r ekki að vænta mikils skáldskapar af þeim, enda er leikritinu í heild svo fyrir að þakka, að þau geta tæplega talizt að stinga mjög í stúf við annað, sem í því er. Ljóð það, sem hér fer á eftir, er sýnishorn af þessum kveð- skap, valið af handahófi. DÓLGARNIR: Tíð er flá. Tökum á. Töfrum auðargná. Allt um kring Undirbyng Dátt er dansinn stíginn. Hringagná hruma svá Hrekjum solli frá, Ut á rist, unz hún snýst, Tryllt af glaumsins táli. Tíðin flá telur svá Tölum, auðargná, Sem var fyrst sætt um kysst, — Síðan hýst á báli. Ég hefi áður drepið á það, að ýmislegt í leik- ritinu sé með nokkuð öðrum hætti en þeim, sem maður væntir sér af „hádramatisku" leik- riti, og á það ekki sfzt við um ýms samtöl i leiknum. Þegar glæsimennið og heimsborgar- inn Fribþiójur er í I. þætti að játa Heiði aðdá- un sína, skiftast þau m. a. á orðum þeirn, sem hér fara á eftir með nokkrum úrfelling- um: FRIÐÞJÓFUR (heldur áfram): Þetta er jegursta nóttin, sem ég hej séð á þe3su landi, og eru þœr þó margar fagrar. Og soo þcsði slund með yður í ojanálag. — — — En til minningar um þessa stund og mig, biö ég yður að þiggja af mér gler þaS og heyrnartól, sem þér haldiS á. HEIÐUR: Nei, nei, þetta eru allt of dýrmœt- ir gripir handa mér. FRIÐÞJÓFUR: Ég er á annari sþoSun. Þigg- iS gripina og njótiS þeirra Vel. — — — HEIÐUR: Þakka </Sur fyrir. (Þau iakast í hendur). FRIÐÞJÓFUR: Ekkert aS þakka---------— Þá finnst mér að eftirfarandi setning, sem ungfrúin Heiður, seytján ára gömul, mælir við elskhuga sinn, um fagra vornótt, mætti undir öllum kringumstæðum vera betur í stil við kvenlegan yndisþokka, jafnvel þótt eitthvað af andagiftinni færi forgörðum við það. HEIÐUR: — — — Nálega hoer munnbiti, sem þú lœtur ojan t þig, er saman settur af jafnvel mörgum lifum, sem hefur veriS fórn- aS til aS viShalda þínu lífi. LífiS er neytt til aS eta sín eigin afkvœmi. — Af enn öðru sauÖahúsi er þessi viðræða úr 2. þætti, sem fram fer milli prestsins og upp- eldisdóttur hans eftir heimsókn förukonunnar: PRESTUR: TalaSi hún ekkert u‘ð þig? JÓNA : ÞaS var lítiS, og ég skildi ekk‘ meira en svo, þaS sem hún sagSi. PRESTUR: Nú. — HvaS sagSi hún? JÓNA: (fer hjá sér): Hún sagSi: ,,Vertu kyndill á altari ka‘rIc‘kans“. —- SkdjiS þér þaS, fóstri minn? PRESTUR: (tautar): Undarleg k°na, hm. — í síðasta þætti er Hjálmar, unnusti Heiðar frá 1. þætti, sem þá er orðinn aðstoðarprestur á Hólmum, staddur með Jónu úti í kirkjugarði og leitar hjá henni huggunar og stuðnings I ástarharmi sínum. Verður honum þá fyrir t svip að biðja hennar, ,,(H]ALMAR (hrifinn): Jóna, (sezt og tekur utan um hana) elskan min. — Þú getur lifaS fyrir mig)", en sár- skammast sín jafnharðan fyrir þetta ,,augna- bliks flan“ af sér: HJÁLMAR: (l œstri sjálfsásökun) Hrœktu Jraman í mig, Jóna, þvi þaS á ég margfald- lega skiliS. JÓNA : Þú tekur þér þetta allt of nœrri. Þó aS ég skilji óljást þaS, sem þú varst aS segja mér, vekur þaS sarnt ekkert ógeS hjá mér. — — — Þetta mun vera lífrœn áslriSa hvernig sem henni er variS. HJÁLMAR: Þakku þér fyrir. — — — Fleiri dæmi, áþekkrar tegundar, um við- ræöulist í Ieikritinu hirði ég ekki að nefna, en læt mér í þess stað nægja að taka undir það, sem elskhuginn Hjálmar segir við unnustu sína, Heiði, á bls. 33 í 1. þætti Skrúðsbónd- ans: ,,Ég get ekki eagt þór meira, þoi oeldur

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.