Helgafell - 01.09.1942, Page 59

Helgafell - 01.09.1942, Page 59
BÓKMENNTIR 287 hinn me&fœddi og œgilegi broddur syndarinn- ar." betta er að vísu orðið nokkuS langt mál, cn þó sízt lengra en vænta mætti, þegar þess er gætt, aS hér er um leikrit aS ræða, sem hefur reynzt að vera sérstaklega við hæfi álitlegs hluta af íslenzkum leikhúsgestum. Þá getur það ekki heldur talizt með öllu ófróðlegt að gera sér þess nokkra grein, hverskonar ,,listaverk“ það er, sem íslenzk gagnrýni telur ,,verSugt viSfangssfni allra beztu leikftrafta, hljóm- og söng\rafta, sem íslenz\a þjóðin á yfir a8 ráÖa". Ef til vill vekur þó slík gagnrýni fram- ar öSru þá spurningu, hvernig það megi ske, að jafnvel gáfaðir menn með þroskaðri á- byrgðartilfinningu, geta látið til leiðast aS flytja allri þjóð sinni blekkingar, þó þeir ann- ars vilji ekki vamm sitt vita og myndu aldrei fá sig til að halla réttu máli gagnvart neinum öðrum. Og hvað hefur þjóðin unnið til saka, að hún skuli að því skapi sett skör lægra en hver einstaklingur hennar, sem menn sýna henni að jafnaði minni trúnað? — A hinn bóg- inn verður það engum listamanni til varanlegs framdráttar að vera hafinn til skýjanna fram- ar því, sem verðleikar standa til, og mörgum hefur reynzt það hlutskipti engu háskaminna en hitt, að þurfa að bíða viðurkenningar fyrir þau verk, er þeir vita sig hafa vel gert. — Þá er þess ekki heldur að vænta, að íslenzkir leikhúsgestir hafi þegar öðlazt þá leikhúsmenn- ingu, að þeir megi almennt við því, að reynt sé til aS villa um smekk þeirra. Þeir, sem látið hafa sér annast um að flytja þjóðinni góða leiklist, munu bezt geta um það borið, að enn heyrir það undantekningum til, ef þau leikrit, sem mest hafa til brunns að bera, eiga sér langan aldur á leiksviðinu. En þó slíkt hljóti jafnan að teljast mikið áfall fyrir íslenzka leik- listarviðleitni, má fullyrða, aS hún verSi engu síður fyrir þungbærri reynzlu í hvert skifti sem bókmenntir á borð viS SkrúSsbóndann eiga nýjum sigri aS fagna á Jeiksviðinu. Ég tel mér að síðustu skylt að taka það fram, að ytri frágangur á Skrú&sbándanum er allur hinn snyrtilegasti, og m. a. fylgja leikn- um myndir frá sýningu hans á Akureyri, sem bera það með sér, að rækt hefur verið lögð við það að búa hann sem bezt á svið. Og það, sem gerir bókina eigulega þrátt fyrir allt, - r mynd úr fyrsta þætti af ungfrú Heiði, sem hlýtur aS vera Ijómandi lagleg stújka. r. g. Eftirómar með tilbrigðum GuSmundur FriSjónsson: UTAN AF VÍÐAVANGI. Reykjavík 1942. ísafold- arprentsmiðja h. f. 198 bls. Ib. kr. 16. Fjörutíu ár eru liðin síðan fyrsta bók GuS- mundar Friðjónssonar, ,,Ur heimahögum", kom út, og nú sendir hið aldraða, hálfblinda skáld frá sér ljóðasafn, er hann nefnir ,,Utan af víða- vangi". Flest kvæSin í þessari síðustu bók hans eru ort á sjöunda tug ævi hans og sum á átt- ræðisaldri. Því er engin furða, þótt ellimerki sjáist á ljóSum þessum og hinn skapandi máttur höfundarins sé tekinn að þverra. Les- andinn kannast hér við öll hans fyrri hand- tök. Er þess von, því að altítt er, aS miklu yngri höfundar fari að yrkja sig upp aftur. Guðmundur á Sandi hefur náð meiri þroska í skáldlist sinni en búast mætti við eftir ævikjör- um hans. Hann mun ávallt verða talinn í röS fremstu alþýðuskálda íslendinga. Yrkisefni hans eru fjölbreyttari en vænta mætti og langt frá því að vera sótt eingöngu í heimahagana. Jafnvel í þessum síðustu ljóðum, er hann yrkir háaldraður, á þeim árum, þegar flest skáld hafa lagt niður íþrótt sína, reynir hann að víkka sjónarsvið sitt og leggja nýtt land undir fót. Honum verða gróðurhúsin á Reykjum að yrk- isefni, hann veltir fyrir sér heimspólitíkinni og segir Japönum, Mussolini, Hitler og Stalin til syndanna. Hann kveður um lífið í höfuð- borginni og um ýmsa staði, sem hann hefur sjálfsagt ekki litið fyrr en á elliárum sínum. Dagleg reynsla og atburðir vekja ímyndunar- afl hans og verða aS ljóði. En skáldið fylgist ekki einungis með tímanum að þessu leyti, heldur orkar kveðskapur sumra yngri skáld- anna svo á hann (DavíS Stefánsson, Steinn Steinarr), að hann freistast jafnvel til aS láta þau hafa áhrif á list sína. Hann yrkir nú und- ir hætti Ómars Khayams, og bera sum ljóð hans blæ af lífsviðhorfi þessa austræna spekings. Með hljóðum vörum hermi ég vísu hezt og hvísla tjáning akást með feimnum lófa. Að vörmu spori kveð ég kóng og prest — en kasta í ruslaskrinu sjálfs mín glófa. Og aðeins lítið spor í sandi sést. Guðmundur er orðasmiSur. Málkynngi hans er mikil, og margar lýsingar hans eru svipstór- ar og máttugar. Hann sver sig meira í ætt við myndhöggvarann en málarann, og oftast er hon- um sýnna um einstaka drætti en heildarmynd- ir, enda bregst honum ósjaldan smekkvfsi í

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.